Alþýðublaðið - 17.09.1964, Blaðsíða 5
mwvmww*ww\wwwwwwwwwiwwwwwww wwwwíwwwww
Helgafell enn
Tímaritinu Helgafelli sýnist
að vera svipað farið og kett-
inum. Lendi það í einhverjum
loftköstum kemur það jafnan
niður á fœturna aftur. Og ekki
verður betur séð en það eigi
,sér ein níu líf.
Fyrsta Helgafell var, eins og
þeir vita sem vilja, eitthvert
merkasta tímarit sem hér hef-
ur verið gefið út á seinni ár-
um og hefur líklega verið rek-
ið við einna mestan höfðings-
skap allra íslenzkra tímarita
undir ritstjórn þeirra Magnús-
ar Asgeirssonar og Tómasar
Guðmundssonar. En Ragnar
Jónsson kostaði útgáfuna. Því
entist samt ekki líf né heilsa
lengur en fjóra árganga, og
varia það. Allmörgum árum
síðar var reynt að vekja upp
ritið, og gerðist Ragnar Jóns-
son nú ritstjóri þess sjálfur
ásamt Tómasi. í þessari gerð
kom ritið út annað veifið ein-
hver ár, en upp úr henni var
svo stofnað til rits sem nefnd-
ist Nýtt Helgafell. Bættust þeir
þá í ritstjórn Jóhannes Nordal
og Kristján Karlsson, og kom
ritið út í þessu gerfi enn ein
fjögur ár. Nýtt Helgafell var
heldur þokkalegt tímarit, þótt
ekki jafnaðist það með nokkru
móti á við Helgafell fyrsta; út-
gáfa þess lagðist niður í árslok-
in 1959. En nú er Helgaf ell enn
komið af stað. í þetta skipti er
Kristján Karlsson ritstjóri en
Ragnar Jónsson ábyrgðarmað-
ur ritsins. Koma tvö hefti út
samtímis, með einni ritgerð í
hvoru hefti.
Sjálfsagt má nú þrátta um
það hvort þetta nýjasta Helga
fell geti heitið tímarit að rétt-
um hætti. Ritinu virðist sem sé
ekki ætlaður neinn ákveðinn
útkomutími né er sagt til um
það hversu mörg hefti komi á
ári, og efnisvál þess virðist
eiga að vera mjög frjálslegt.
Þetta verður safn sérprent-
aðra ritgerða um menningar-
mál hvers konar, bókmenntir,
listir og fræði, líklega með ein
hverjum skáldskap
bland.
fY /*\r Ql lTf1
¥0 IM Ííiij ni J L
Það má vel vera að þau blöð og
tímarit sem hér eru fyrir hefðu
sem hægast getað annað þessu
verkefni. Engu áð síður er þetta
nýja rit skemmtileg tilbreytni
hér sem útgáfuhættir eru löng-
um alltof dauflegir og fábreyti
legir, og vel getur það orðið
þarflegur vettvangur efnis sem
ætti ógreitt um birtingu ann-
ars staðar eða vekti þar minni
eftirtekt en efni stæðu til. Það
verður allfróðlegt að sjá hversu
tekst um framhaldið.
Fyrstu heftin eru að sínu
leyti dáskemmtileg, en í hinu
fyrra er ræða Halldórs Lax-
ness á listahátíð. Þeirri ræðu
var tekið með nokkurn veginn
einróma fögnuði þegar hún var
flutt; henni var útvarpað og
sagt rækilega frá henni í blöð-
um; en þar fyrir er þakksam-
legt að eignast hana í læsileg-
um texta sem höfundur hefur
gengið frá sjálfur. Og vel mætti
hún vekja til mcirj íhugunar
en felst í tómri varajátun henn
ar, hún er siðmenntuð áminn-
ing þeirrar vitneskju, sem okk-
ur er hollast að sé meiri en
nafnið tómt, „að sjálfstæði þjóð
ar hefur aldrei náðst í eitt
skipti fyrir öll, heldur verður
að ávinnast á hverjum degi
þjóðarævinnar“. Skyldu allir
þeir sem láta sér dátt um „ís-
lenzka menningu" á tyllidögum
og hátíðum gera sér þetta jafn
Ijóst hversdagslega?
Ekki treystist ég til að leggja
neinn dóm á hugleiðingar dr.
Benjamíns Eiríkssonar um
Vatnsdælasögu sem eru í öðru
hefti Helgafells. Það er fræði-
manna okkar um fornsögurnar
spurt. En óbreittum lesanda
sýnist dr. Benjamín rekja með
réttu sérkennilegan tvískinn-
ung í allri gerð sögunnar, hvað
og menningu til forna að leggja
mat á þær og freista að svara
þeim spurningum sem þar er
sem svo líður „sannsögulegum
atvikum“ að vígi Ingimundar
gamla; og mætti þó líklega
finna enn fleiri dæmi hans.
Benjamín segir, eins og víst
flestir aðrir sem hafa fjallað
um Vatnsdælu, að sagan sé öll
„skrifuð til að frægja þá Hof-
verja". Það er nú sjálfsagt
rétt; én óneitanlega er furðu-
margt í sögunni sem sízt sýn-
ist horfa þeim til frægðar sé
eftír
^UiilitliilliiiiiiiililiilllilliritliKi .m-kiiiiiiiinii iii tiiiilltiiiiilliliilliiiiiiiiiliiit ii 111111111 tmiiiiiiimmiiiimiimim»,^
Itónleikar
1 BARBIERIS
litið hjá beinu skjalli. Er það
nægileg skýring að höfundur
hafi ekki kunnað betur til
verksins? Eða koma fleiri rök
til, og þá hver?
Nóg um þetta. En það er sem
sagt allgaman að taka við þess
um greinum tveimur, og von-
andi að gott framhald verði á
þessari nýju útgáfu Helgafells.
Útgáfuháttur þess er að vísu
Framh. d bls. 10.
WIWWWiWiWWWWWWWWWWI %WWWW»IWWWW%WWWWWWW
□ □□□□□
★ FINNSK ADVÖRÚN.
| MIKII) hefur verið rætt og?
1 ritað um viðskiptíimál 'SQyétr-
| ríkjanna. Er augljóstvaf langri ,.
Í reynslu margra þjóða, að komm
I únistar Iíta á yiðskiptasam-
| bönd og utanríkisverzlun sem
| hluta af valdabaráttu sinni og
| tæki í henni. •' s
| Á síðari árum liafá Sovétrík-
1 in að vísu þurft í yaxandi mæli
i á utanríkisverzlun að halda til
| að bæta lífskjör borganna, og
j hafa ýmsar þjóðir gétað átt við
j þau allmikil viðskiptir sem hafa
verið báðum til góðs.'Má segja,
að viðskipti í.slondjnga og
Rússa hafi þannig á síðpstu ár
um gengið vel og, verið hag-
kvæm.
Þegar komrmihistaflokkar
koma fram eins - og nú licfur
átt sér stað hér á landi, óg
hefja flokksleg ,'áfskipti af milli
ríkjaverzlun, sýnilega í 'póli-
tízkum- 'tilgángi," hljóta hinar
gömlu. grunsémdir um tilgang
kommúni-sta með utanríkis-
verzlúhy'áð. yakna. Þá rifjast
meðal annars upp ræða. sem
finnska; þingkonan frá -.Borg-
. Sundman:;flutti í Bandaríkjun-
um-* 1959. Frúin sagði meðal
•annarsr ■ ’
»- „Annar. hluti mannkynsins
notar viðskipti sém vopn í hug
sjónabaráttu í þeim tilgangi að
ná ýfirráð.um. • Hinn hlutinn
npiar ýiðskipti í eigin hags-
muná skyni og til að, sundra
öðrum. ■
Árið 1952.gerðum við (Finn-
ar(: fimm. ára viðskiptasamning
við Sovétríkin. Viðskipti okkar
við. Rússa’ jukust upp í 17% af
• öllum ‘ útflutningi okkar. Þá
gerrðist iþað . í fyrra (1958), þeg
ar ..kommúnistar hlutu 25%
þingsæta í kosningum, að Sov
étríkin hófu viðskiptastrið til
að -knýja okkur til að taka
■kommúnista í ríkisstjórnina.
Við höfðum ekki.hlustað á að
vörun, sem aðalritari finnska
kommúnistaflokksins hafði gef
ið okkur, er hann sagði 1953:
Áætlun okkar er að auka við-
skipti við kommúnistalöndin,
þar til þau hafa úr=,1itaáhrif í
efnahagslífinu. Þá hætta Rúss-
ar skyndilega að kaupa vörur
af okkur. Verður þá örvinglun
og upplausn í viðskiptalífinu,
en við notum tækifærið og
heimtum sæti í ríkisstjórn.
Þá verður okkur ekki neitað.
Þetta voru orð hinnar
finnsku þingkonu, sem sagði
jafnframt, að það hefði kostað
Finna mikið átak að forðast
þau örlög, sem aðalritarinn
. hafði boðað þeim.
Skammt er stórra högga á
milli hjá Tónlistarfélaginu á
þessu hausti. Tónlistarunnend-
endur eru vart búnir að jafna
sig eftir tónleika Sérkins þeg-
ar fiðlari frá suðurlöndum ríð-
ur í hlaðið. Sl. mánudagskvöla
lék Renato de Barbierí frá ítal
íu á vegum félágsins og var
Guðrún Kristinsdóttir undir-
leikari. Margt hefur verið skrif
að og sagt um þennan fiðlu-
leikara og hefur það vafalaust
skapað töluverða eftirvænt-
ingu.
Tónleikarnir hófust á hinni
gullfallegu sónötu í d-moll op.
108 eftir Brahms. Þessi magn-
C73Æ?
aða tónsmíð varð ekki nema í
meðallagi þokkaleg í flutningi
de Barieris. Ónákvæmni í tón-
töku olli nokkrum óþægindum,
bæði í þessari sónötu og einn-
ig í ýmsum verkum sem flutt
voru þetta kvöld. Þáttur undir-
leikarans vakti ólíkt meiri at-
hygli en einleikarans, og er
þetta ekki í fyrsta skiptið sem
það kemur fyrir þegar Guðrún
Kristinsdóttir situr við síag-
hörpuna. Svíta í a-moll eftir
Carl Sinding var ; snyrtilega
flutt. í seinast verkinu fyrir
hlé; Introduction og Rondo cap-
riciosa eftir Saint-Saens, náðu
hljóðfæraleikararnir aldrei
fyUilega saman.
Caprísur Paganinis hafa á-
vallt verið vinsæl verkefni mik
illa fiðlara, en flutningur de
Barbieris á þeim þrem sem
hann tók sér til meðferðar var
fjarri því að vera gallalaus. Áð
urnefnd ónákvæmni í tóntöku
var hér mjög til lýta. Verk
eftir svissneska gyðinginn Ernst
Bloch eru núorðið sjaldheyrð á
tónleikum utan Bandarríkj-
anna, en þar er hann ennþá
töluvert leikinn. De Barbieri
og Guðrúnléku Nigum (Improv
isation) eftir Bloch og var flutn
ingurinn dágóður. Brahms áttl
aðra tónsmíð á þessum tónleik-
um og í efnisskránni er hún
•urnefnd Allegra. Ég er vanast-
ur því að heyra umrætt verk
nefnt Scherzo í c-moll, en það
skiptir nú engu verulegu máli.
í þessu spennumikla verki
bregður fyrir fyrirbrigðum sem
á fræðimáli eru nefnd Hemiól-
ur, og var meðferðin á þeim
fyrir neðan aUar hellur og stór
skemmdi verkið þó margt ann-
að væri prýðilega gert. Sein-
a*ta verkið á þessum tónleik-
um var Burlesca eftir látinn
fiðluvirtuos, Josef Suk a®
nafni. Þetta er mikið „glans"
stykki sem fiðluleikarinn skil-
aðj með glæsileik en samleikur
var ekki alltaf sem skyldi Guð-
rún afgreiddi sitt hlutverk yf-
irleitt ágætlega á þessum tón-
leikum sem oft áður, en fleírl
samæfingar hefðu vafalaust
ekki skaðað. Vonandi verða allt
af næg verkefni fyrir Guðrúnu
í framtíðinni því ávallt er un-
un að hlýða á leík hennar.
Jón S. Jénsson.
'1111111111111111111 ■lUlUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIHHUIIIIIIIIIIIHIH
n im ii iii iii in iiiiuiiiii
forseta íslands f
í tilefni af andláti konu hans,
DÓRU ÞÓRHALLS D ÓT T U R
10. september 1964. \ -
Veit ég, að klökkvi þér býr í barmi.
Birta er §amt yfiir þínum harmi,—.
sælla minninga sólskinsbjarmi; —
Örlaganna eru máttug mögnin.
Margt er á huldu um rökin og gögnin.
Bezt fara saman sorgin — og þögnin.
G R E T A R FELLS .
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. sept. 1964 §