Alþýðublaðið - 06.10.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.10.1964, Blaðsíða 1
44. árg. — ÞriSjudagur 6. október 1964 — 227. tbl. HEILDARAFLINN 2.5 MILLJÚN M&T MJÖG góð síldveiði var síðustu viku, enda veður sæmilegt á mið- unuin. Vikuaflinn var 88.466 mál og tunuur en á sama tíma í fyrra var síldveiðum almennt lokið. Heildarafli á land kominn sl. taugardag var orðin 2.523.758 mál og tunnur en lokatala á síldveið- um í fyrra var 1.646.225 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: í salt (upps. tn.) 347.062 lí fyrra 463.235). í frystingu (uppm. tn.) 36.169 (í fyrra 33.424). í bræðslu (mál) 2.140.527 (í fyrra 1.149.566). Helztu löndunarhafnir eru þessar: Siglufjörður Rauðarhöfn Vopnafjörður Seyðisfjörður Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður 282.829 423.503 231.944 439.369 358.436 253.559 151.821 ÓVÍST MEÐ GREIÐSLUR TIL LÆKNA Á 3 S J ÚKRAHÚSU M Reykjavík, 5. okt. — ÁG. NÚ um mánaðarmótin rann út bráðabirgðasamkomulag það, sem gert var 1. maí vegna lækna þeirra sem starfa við Landakots spítalann, Sólheima og St Jósefs- spítalann í Hafnarfirði. Með því samkomulagi ábyrgðist Reykjavík urborg greiðslur tll reykvízkra lækna og Tryggingastofnunin vegna sjúkrasamlaga utan Reykja víkur. Samningar bafa cnn ekki Próf. Níels Dungal höfuðkúpubrofnaði r I Prófessor Niels Dungal höf- uðkúpubrotnaði í Englandi sl. fimmtudag, er hann var ásamt konu sinni á skemmtiferð' þar. Hann var að koma út frá járn- brautarstöð er hann fékk fyr- ir hjártað og féll í götuna. Við það höfuðkúpubrotnaöi hanu, og blæddi inn á heilann. — Prófessorinn var þegar fluttur á sjúkrahús, þar sem gerð var á honum aðgerð. Hann er, nú kominn liingað til lands, liggur á Landsspít- alanum og er á batavegi. náðst, en læknarnir hafa gefið samningsfrest í tvær vikur. Áður var þessum læknum greitt úr sérstökum jöfnunarsjóði, sem Sjúkrasamlag Reykjavíkur greiddi í. Sá sjóður var lagður niður í vor er bráðabirgðasamkomulagið komst á. Óánægja hafði áður ríkt með jöfnunarsjóðinn, þar eð vegna ýmissa annarra greiðslna, þótti stundum lítið koma í hlut læknanna. Hvernig greiðslum verður hátt- að í framtíðinni er enn óljóst, en samningafundir hafa staðið yfir og verður haldið áfram. LANDSBOKAVORÐUR ANDMÆLIR „„ SJA BAK- Elísabet i Kanada London, 5. október Ntb-Rt. Elísabet drottning fór flugleiðis frá London í dag í átta daga heim sókn til Kanada. Drottningin heimsækir fyrst minnsta fylki Kanada. Prince Ed ward Island. Þar hefur verið grip ið til víðtækra öryggisráðstafana vegna mótmælaaðgerða, sem frönskumælandi aðskilnaðarsinn- ar í Quebeac hafa efnt til. Otto A. Michelsen kíkir inn í eina af samstæðum rafeindaheilans: „Svo einfalt og þægilegt". MESTUR RAFMAGNS- HEILA Á ISLANDI Reykjavík, 5. október — OÓ. Eftir örfáa daga verður tekin í notkun nýr rafmagnsheili af Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Rafmagns lieilinn er framleiddur iaf IBM verksmiðijunum og er af gerð- inni 1401. Umboðsmaður IBM á íslandi er Otto A. Michelsen. Rafmagnsheila þessum eru áætluð margvísleg verkefni. M. a. verður hann „mataður" á þjóðskránni eins og hún legg- ur sig, en þjóðskráin veitir margvíslegar upplýsingar um alla íslendinga aldur þeirra, heimilisföng, skólapróf, gift- ingar, barneignir, atvinnu, skatta og margt fleira. 80-90% af öllum skattareikn ingum landsins veröa reiknað- ir út í þessum heila jsvo og all ir rafmagns- og hitaveitu- reikningar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Einnig vinnur hann úr upplýsingum um vatnamælingar, þá mun veður- stofan láta hann gera margar og merkilegar töflur og skýrsl ur.Hagstofan mun byggja mikið á upplýsingum sem úr heil- aniun koma og Gjaldheimtan fær flestar sínar upplýsingar úr honum, og margt fleira mun ragmagnsheilanum ætlað að vinna. Rafmagnsheilinn er í þrem- ur samtengdum samstæðum. 1 einni línu sem hann ritar eru 132 stafir og getur hann skrifað 600 línur á mínútu.Gefur þetta nokkra hugmynd um hve gífur leg afköst lians, geta verið Skýrsluvélar hafa á undan- förnum árum sérmenntað menn til að vinna með rafmagnsheila sem þessum, einnig hefur IBM umboðið í sinni þjónustu sér- fræðinga á þessu sviði, en heil- Framhald á 14. síðu . MIKLAR SLYSFAR- IR í SEYRISFIR Banaslys - Margir sl asaðir á sjúkrahúsum Reykjavík, 5. okt. — ÁG. MIKLAR slysfarir hafa orffið í nágrenni Seyðisf jarðar og á Seyð- isfirði frá því sl. miðvikudag og nú um helgina. Á laugardaginn valt. jeppi í Gugufossbr. en þá j slasaðist einn karlmaður svo, að liann lézt á sjúkrahúsi í dag. Á laugardaginn varð lítil stúlka fyr- ir bifreið á Seyðisfirði og hlaut liún mikil meiðsli. Var hún flutt ineð flugvél til Reykjavíkur þar . sein hún liggur nú á sjúkrahúsi. Slysaalda þessi hófst á miðviku- dag um klukkan 4,30 er fólksbif- reið, U-903 frá Reyðarfirði valt út af veginum yfir Fjarðarheiði við Neðri-Stað. Fór hún eina veltu yfir stórgrýti og stöðvaðist á þak- inu ofan á steini, sem er hátt á annan meter á hæð. Tveir menn voru í bílnum og sluppu þeir ó- meiddir. Billinn er mikið skemmd- ur. Aðfaranótt föstudagsins um kl. þrjú valt bíll, S-181 á Strandar- vegi á Seyðisfirði. Fór liann fram af 3-4 metra háum kanti og nið- ur í fjöru. Mun bifreiðin hafa lent í hvarfi á veginum og oltið fyrst á hliðina og síðan fram af brúninni.I bíinum voru þrír menn. Tveir sluppu að mestu ómeiddir, en sá þriðji meiddist á handlegg og í baki. - Á laugardaginn varð lítil telpa fyrir bifreið á Seyðisfirði. Ekki er með vissu vitað hvernig slysið bar að, en stúlkan meiddist mikið og var flutt með flugvél til Reykja* víkur, þar sem hún liggur nú á sjúkrahúsi. . Á laugardagskvöldið var sv« fólksbifreið, sem er sjúkrabifreiff Framh. ó 4. siffu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.