Alþýðublaðið - 06.10.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.10.1964, Blaðsíða 13
Dönsku kosnhgamar... Framhald úr opnu. um að því, að honum væri ætlað embætti þjóðbankastjóra. Annar ráðherra hverfur og af þingi, Mikael Gam, fyrrverandi Græn- landsmálaráðherra, en hann bauð sig ekki fram i kjördæmi sínu norður undir heimskauti. Tíðind- um sætir, að Karl Skytte, fráfar- andi landbúnaðarráðherra og leið togi róttæka flokksins, féll í kjör- dæmi sínu og verður að láta sér nægja uppbótarsæti. Málsvari rót- tæka flokksins á þingi, Helge Lar- sen, missti uppbótarsæti sitt í Mariboamti og féll þar með við kosningarnar. Nokkrir, sem konia. Nýju þingmennirnir þykja ýms- ir líklegir til stjórnmálafrægðar, og skal hér lítillega sagt frá nokkrum þeirra. Af jafnaðarmönn um munu athyglisverðastir B. Schmidt skjalavörður, sem verið liefur um áraskeið formaður full-' trúaráðs flokksins í Kaupmanna- höfn og kosinn var í Suðurk-jör- dæmi höfuðborgarinnar; séra Orla Möller, er kjörinn vaé í Álaborg- aramti: frú Camma Larsen Ledet, sem vann tvísýnan sigur í Ribe- amti, en hún er tengdadóttir bind- indispostulans, mælskugarpsins og ritsnillingsins Larsen Ledet, er margir íslendingar kannast við, og Grethe Hækkerup, sem kjörin var í Mariboamti, en bóndi hennar er Per Hækkerup utanríkisráðherra. Eru þau einu hjónin, sem sæti eiga á þingi Dana að þessu sinni. Fyrr var getið færeyska jafnaðarmanns ins P.. Mohr Dam, en hann er gam- all heimamaður í Kristjánsborgar- höll, þó að hann ætti ekki sæti á þingi Dana síðasta kjörtímabil, enda lögmaður Færeyja, þegar til þoss var síðast kosið haustið 1960. íhaldsmenn, sem bætast í hópinn, eru til dæmis Stæhr Johansen, borgarstjóri á Friðriksbergi," sem áður hefur setið á þingi, en hvarf þaðan til að einbeitá sér um sinn að borgarstjóraembættinu; H. J. Lembourn rithöfundur, sem stund- um er kallaður „litli” Heming- way af dönskum gagnrýnendum, en hann lætur menningarmál mjög til sín taka, og Knud Bro, sem er hagfræðinemi og einn af oddvitum ungra íhaldsmanna í Danmörku. Stæhr Johansen er kosinn f Suðurkjördæmi Kaup- mannahafnar, en Frlðriksberg framboðsstaður hans, Lembourn í Presteyjaramti með Næstved sem framboðsstað og Knud Bro í Svendborgaramti. Nýliðar róttæka flokksins eru Sv. Haugaard, kjör- inn i Viborgaramti með Skivé að framboðsbæ, en það ríki erfði hann af Kjeld Philip, og K. Helveg Petersen, fráfarandi kennslumála- ráðherra, kosinn í Svendborgar- amti. Fjórir nýir kappar skipa sér í þingfylkingu vinstri flokksins, en vafasamt mun, að þrír þeirra séu leiðtoga hans, Erik Eriksen, sérstakir aufúsugestir á það mannamót, Jens P. Jensen ritstjóri og Niels Westerby lögfræðingur sern fyrr getur, svo og B. Did- eriehsen menntaskólakennari, er kjörinn var í Vesturkjör- dæmi Kaupmannahafnar. Wester- by og Diderichsen teljast ákveðn- ir stuðningsmenn þeirrar stefnu, sem kennd er við Thorkil Kristen- sen, fyn-verandi fjármálaráðherra, og*eiga þeir ríkan þátt í uppreisn- arhreyfingu innan vinstri flokks- ins, sem nefnist Liberal Debat og lætur flokksforustuna óspart verða sín vara. Thorkil Kristensen tók sig út úr samfylkingu íhalds- manna og vinstri flokksins á sín- um tíma, taldi afstöðu ríkisstjórn- arinnar rétta og nauðsynlega í viðkvæmu deilumáli og greiddi úr- ræði hennar atkvæði. Varð Erik Eriksen þungorður og liarðhent- ur af þessu tilefni, enda sagði Thorkil Kristensen skilið við dönsk stjórnmál og réðst í mikla alþjóðlega virðingarstöðu suður í París. Fylgismenn hans láta þó engan veginn af óhlýðninni, en hún felst einkum í gagnrýni á bræðralag vinstri flokksins og 'íhaldsmanna. Mæla þeir miklu fremur með hugsanlegri samvinnu vinstri flokksins og jafnaðar- manna og telja hana framkvæman- lega ef Thorkil Kristensen tæki við af Erik Eriksen. Eriksen og samherjum hans er þetta vafalaust áhyggjuefni, enda .minnkar fylgi vinstri flokksins í sveitunum vegna fólksflutninga þaðan, en jókst í bæium óg borgum, rneðan Thorkils Kristensen naut við, og svo er enn, enda forðaði það flokknum frá áfalli við nýafstaðn- ar kosningar. Þéttbýlisfylgið kem- ur hins vegar mjög í hlut þeirra, sem veita Thorkil Kristensen að málum og standa að Liberal De- bat. Nvliðarnir tveir, sem kjörnir voru á vegum vinstri flokksins í Kaupmannahöfri, eru báðir í þess- urri hópi eins og áður greinir, og Jens P. Jensen kvað einnig lítt hrifinn af fóstbræðralagi Eriks dreasen, sem fer með umboð Fólka flokksins í Færeyjum. Þingmannafjöldi landshlutanna. Heimakjörnu fulltrúai’nir á þingi Dana skiptast þannig eftir landshlutum: Á Jótlandi eru kjörn ir 81, í Kaupmannahöfn og ná- grenni 50 og á eyjunum 44. Fram- boðsstaðir þeirra 988, sem gáfu kost á sér til þingmennsku þessu sinni, voru 124 talsins. Bauð Alþýðuflokkurinn alls staðar fram, vinstri flokkurinn á 122 stöðum, íhaldsmenn 116, róttæki flokkur- inn 115, en sósíalski þjóðflokkur- inn 113 og óháðir 99. Kjördæmin í Danmörku eru 23. Helgi Sæmundsson. Eriksen við íhaldsmenn, en hann gerist iðulega orðhvass bæði í ræðu og riti og sýnist enginn veifi skati. Eriksen er hins vegar hugg- un að þingmennsku Pouls Hart- iing. kennaraskólastjóra í Kolding, en hann var kjörinn í Vejleamti. Er á orði haft af sumum, að hon- um sé ætlað að verða ríkisarfi vinstri flokksins, ef Erik Eriksen og hirð háns fær ráðið þeim úrslit- um, begar þar að kemur. Hartling er saeðnr friálslvndur gáfumaður og nrvðilega ménntaður, en vopnin hafa hineað t.il bitið honum illa í kosningabaráttu. - Meðal fvlginauta Aksels Larsen cr athvclisverðastur Erik Sigs- gaard kennari, sem kosinn var í Austurkiördæmi höfuðborgarinn- ar ásamt fóringja sínum. Hann verður beniamín danska þingsins næsta kiörtfrriabil. Elztur þing- manna er iafnaðarrnaðurinn Cárl Petersen, fvrrum landbúnaðarráð- herra, en Julius Bomholt, fyrrum meriritáiriáláráðherra, hefur lengst setið á þingi. s- Þrír hluftáusir. Þrír bingmenn taka varla flokks pólitíska afstöðu til afgreiðslu deilumála eða f stjórnarmyndunar. Þeir eru Nikolaj Rosing og Knud Hertline. fulltrúar Grænlendinga, og A. Andréasen, annar af þing- mönnum Færeýinga. Hertling var kosinn á Norður-Grænlandi í stað Mikaels Gam og hefur ekki átt sæti á þingi áður fremur en An- Ketlavík híann fann Framhald úr opnu. að hann afréð að halda áfram. Af hendingu kynntist Baden- Powell manni, Sir Arthur Pear- son að nafni, sem liafði mikinn áhuga á börnum og unglingum. Hann lofaði Baden-Powell hjáip sinni, og þar með var hægt að halda tilraunaútilegu. Hún var haldin á Brownsea-eyju í ágúst 1907. í janúar 1908 kom svo „Scout- ing for boys“ út og var þá lagð- ur grundvöllur að skátahreyfing unni. Bókin kom út í mörgum útgáfum og var þýdd á fjölda tungumála. Skátar og skátasveit ir þutu upp hér og hvar, bæði í Englandi og öðrum löndum. Baden-Powell var nú í miklum vanda staddur. Bókina hafði hann einungis skrifað sem upp- eldislegar leiðbeiningar, sem drengjafélög gætu notfært sér ef þau vildu. Hann hafði aldrei í hyggju að stofna nýja æsku- lýðshreyfingu. Eftir þetta helg- ■aði Baden-Powell skátunum alla sína krafta. Hann ferðaðist með- al skátanna, hélt fyrirlestra, út- vegaði foringja, stjórnaði út- breiðslu hreyfingarinnar, sá um rekstur aðalskrifstofunnar í London, skrifaði gréinar í blöð og tímarit og mætti öllum þeim byrjunarörðugleikum, sem hlutu að skapast hjá hreyfingu, sem óx svo hratt. Áriðtl910 voru 110.000 drengjaskátar í Englandi einu. í dag eru um Í7 milljóriir skáta starfándi í yfir 90 löndum. Árið 1929 var Badén-Powell aðlaður af Englandskonungi og gerður að lávarði fyrir störf sín í þágu æskulýðsmála. Hann tók sér nafnið Lord Baden-Po- well of Gilwell. Fjöldamörg ríki veittu honum sln æðstu heiðurs- merki fyrir sömu störf. Sir Robert Baden-Powell dó 8. janúar 1941 í Kenía. Hann var jarðsettur þar, en í Westminster Abbey er minningargrafreitur ur hann, irieðal mestu mikil- menna Bretlands. Ólafur Proppé. m ,id/ fnninfjaróff/ I SMS Börn eða unglingar óskast nú þegar til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í Keflavík. Upplýsingar í síma 1122. Eftirtaldir námsflokkar hefjast á sunnudaginn kemur: Nr. 1. FUNDARSTÖRF OG MÆLSKA. Kennari: Hann- es Jónsson, félagsfræðingur. Námstímar sunnu- dagar kl. 4—6 e. h. 11. okt. til 13. des. 1964. Kennslugjald kr. 300,00 Nr. 7. HEIMSPEKI OG TRÚ. Kennari Gretar Fells, rit- höfúndur. Námstími sunnudagar kl. 3—4 e. h. 11. okt. til 13. des. 1964. Kennslugjald kr. 150,00. Verjið frístundunum á ánægjulegan og uppbyggilegan hátt. Innritun. í bókabúð KRON, Bankastræti. FÉLAGSMÁLASTOFNUNIN PÓSTHÓLF 31. — REYKJAVÍK. SÍMI 40624. IÍRI vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- enda í þessmn hverfum: Högunum Barónsstíg Lönguhlíð Framnesveg Bræðraborgarstíg Laufásveg Afgreiðsla AfþýSublaðsfns Sítttl 14 900. Duglegir sendisveinar ÓSKAST. Afgreiðsla Alþýðublaðsins. Sími 14 900. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. október 1964 J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.