Alþýðublaðið - 06.10.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.10.1964, Blaðsíða 3
Frá þingi Sjómannasambandsins. Jón Sigurðsson í ræðustól. Alit þings Sjómannasambands Islands: SJÓMENN SAMBAND ÞINGI Sjómannasambands ís- lands lauk í gærkvöldi eftir að nefndir höfðu skilað áliti. Nefnd- irnar störfuðu í gærmorgun, en Þær voru kjaranefnd, öryggis- málanefnd og allsherjarnefnd auk fjárhagsnefndar. Tillögur nefnd- anna voru allar samþykktar ein- róma að Ioknum nokkrum umræð- Um um nefndarálitin. Fjárhags- nefnd lagði til að ársgjald til sam bandsins yrði hækkað úr 18 krón- um á meðlim í 30 krónur. Frá öðr um samþykktum verður sagt síð- ar. Á laugardaginn flutti Jón Sig- urðsson formaður SSÍ skýrslu stjórnarinnar. Stjóm sambands- ins hélt 8 fundi á kjörtímabilinu, en auk þess voru stjórnir félag- anna kallaðar 5 sinnum á sameig- inlega fundi. Aðildarfélögum hef- ur ekki fjölgað, en hins vegar hef- ur fjölgað nokkuð í félögunum sjólfum, þannig að nú á samband- ið 25 fulltrúa á ASÍ-þing í stað 24 áður. Jón Sigurðsson lagði rika á- lierzlu á nauðsyn þess að sam- eina alla sjómannastéttina í einu sambandi, líkt og nú væri verið að gera með verkamenn í Verka- mannasambandinu. X þessu sam- bandi minntist hann á að áhugi væri að vakna hjá mönnum f Farmanna- og fiskimannasam- bandinu um að samböndin yrðu sameinuð, en skiljanlega væru skipstjórar þar í sé'rstöðu. Fleiri félög munu hafa aðild að sam- bandinu til athugunar og nefndi hann þar til einkum tvö félög Norðanlands. Jón lagði áherzlu á, að öll aðstaða sjómamia gagnvart löggjafarvaldinu yrði sterkari ef þeir kæmu fram í einu lagi, en ckki þríklofnir í sérsamböndum. Væri þetta því mikilvægara sem cngin stétt í landinu ætti jafn mikið undir löggjafanum og ein- mitt sjómenn. Á tímabilinu náðist sá árangur, að heildarsamningar voru gerðir fyrir bátasjómenn innan sambands ins með síldveiðisamningunum haustið 1962. Atkvæði voru greidd í hverju félagi fyrir sig, en talin sameiginlega og íréði sameig- inlegur meirihluti. Samningar þessir eru nú búnir að gilda í nærri 2 ár og væri eitt af verk- efnum þessa þings að taka afstöðu til þeirra, hvort segja ætti þeim upp eða ekki. Á kjörtímabilinu gerði Sjó- mannafélag Reykjavíkur samning við Björgun h.f. vegna dæluskips- ins Sandeyjar. Þeir samningar voru sniðnir eftir farmannasamn- ingunum, að öðru leyti en þvf að þeir voru nokkru hærri vegna lengri vinnutíma. Þá gerðu SR og Sjómannafélag Hafnarfjarðar sam eiginlegan samning um flutning á bátum. Samningur var áður til um þetta efni, en hafði verið felldur niður um nokkur ár. Þetta var í desember 1962 og gerðu matsvein ar svo svipaðann samning ári seinna. Þá gerði Sjómannafélag Reykja víkur samning við Hval h.f. í fyrra. Náðist þar fram talsverð kaupliækkun til samræmis við kjör togarasjómanna og nýmæli í samningunum er að slysatrygging hækkar úr 200.000 krónum á mann í 250.000 krónur. Þá gerði SSÍ viðbótarsamning við báta- samningana, þannig að afli úr róðri sem farinn er á samnings bundnum frítíma, er upptækur til viðkomandi félags. 15. september í fyrrahaust gerði Sjómannafélag Reykjavíkur samn inga fyrir farmenn og náðist þar veruleg kauphækkun auk þess sem aldursuppbót fékkst viðurennd. SR gerði svo aftur samninga fyrir sömu aðOa í márz sl. og þá fékkst enn veruleg lagfæring á kaupi og kjörum. Fyrri samningurinn náðist ekki fyrr en eftir að komið hafði til verkfalls á hluta kaup- skipaflotans. Tvívegis hefur verið talað við togaraeigendur á kjörtímabilinu, Nokkur lagfæring hgfur fengizt, en hvergi nærri viðtmandi og þarfnast togarasamningarnir enn endurbóta. Hins vegar er þetta versti vettvangurinn sem barizt er á fyrir bættum kjörum, vegna þess hve afkoma togaranna er fá- dæma léleg og útgerð þeirra berst í bökkum. Loks minnist formaður á störf Verðlagsráð, þar sem tólf menn sitja á rökstólum um fisk- verðið, 6 frá fiskkaupendum og 6 frá seljendum (3 frá LÍÚ og 1 frá hverju sambandi fyrir sig, SSX, FFSÍ og ASÍ). Hann gerði síðustu ákvörðun um síldaxverðið fyr- ir sunnan og vestan að umtals- efni og taldi að sú ráðstöfun að fækka síldarvefðunum myndi mæl ast vel fyrir. Engar umræður urðu um skýrslu stjórnarinnar, en for- manni voru þökkuð góð störf í þágu sambandsins á kjörtímabil- inu. Að loknum fundarstörfum á laugardag var svo boð fyrir full- trúana hjá sjávarútvegsmálaráð- herra, Emil Jónssyni. Þinginu lauk með stjórnarkosn ingu í gær. Stjómin var öll ein- róma endurkjörin, en hana skipa Jón Sigurðsson formaður og Magnús Guðmundsson frá Mat- sveina fél. SSÍ, Geir Þórarinsson, frá Keflavík, Sigríkur Sigríksson, Akranesi, Hilmar Jónsson Reykja vík, Ragnar Magnússon, Grinda- vík Sigurður Pétursson, Hafnar- firði meðstjórnendur. Vai’astjórn var einnig endur- kjörin og skipa liana Jóhann S. Jóhannesson Akranesi, Ölafur Sig urðsson, Keflavik, Hilmar Guð- Framliald á 14. síðu TSHOMBE MEINUÐ LENDING I KAIRÓ Kairó. 5. okt. (NTB-Reuter). Moise Tshombe, forsætisráð- herra, sem dvelst í Aþenu, þar eð flugvél hans var meinað að lenda í Kairó í dag, tilkynnti í kvöld, að hann væri staðráðinn í að fara til Kairó á morgun, þótt hann væri ekki velkominn til ráðstefnu hlutlausu rikjanna. Tshombe sagði, að enginn hefði rétt til að meina forsætisráðherra Kongó, sem væri sjálfstætt ríki, lýðræðislegt og lagalega stjórnað, að sitja ráðstefnu, sem Kongó hefði tekið þátt í að leggja grund- völl að. Egypzk yfirvöld hafa neitað því að forsætisráðherra Kongó, Moise Tshombe hafi verið meinað að lenda í Kairó í dag. Flugvél for- sætisráðherrans lenti í Aþenu seinna í dag. Opinberir formælendur í Kai- ró segja, að flugvél Tshombes hafi verið vísað frá, þar eð banda- rísk einkaflugvél hefði tilkynnt, að hún ætti í erfiðleikum yfir Port Said, og að hún yrði að nauð lenda á flugvellinum í Kairó. Formælandi Arabiska sambands- lýðveldisins sagði, að það væri með öllu rangt, að Sabena-flug- véiin, sem flutti Tshombe frá Leo- poldville til ráðstefnu hlutlausra ríkja í Kairó hefði fengið skipun um að lenda ekki. Formælendur yfirvalda og flug- vallarins í Kairó hafa neitað að skýra frá því, hvort einkaflugvél hafi nauðlent á flugvellinum í dag. Sagt er, að þótt Tshombe komi til Kairó fái hann ekki að sitja ráðstefnuna. Nokkur rikja þeirra, sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni, hafa tekið eindregna afstöðu gegn Tshombe, þar eð þeir telja hann eiga sök á láti Patrice Lumumba, fyrsta forsætisráðherra Kongó. Nasser forseti setti ráðstefn- una í Kairó kl. 18,15 að staðar- tíma í dag. U Thant aðalfram- kvæmdastjóri og Krústjov forsæt- isráðherra sendu ráðstefnunni heillaóskir. U Thant minntist á fjárhagsörðugleika SÞ í skeyti sínu og kvaðst vona, að ráðstefn- an mælti með ráðstöfunum, sem efla mundu friðarhlutverk SÞ. Kairó-ráðstefnan er haldin þrem árum eftir fyrstu ráðstefnu hlut- lausra ríkja í Belgrad. Búizt er við, að mikill tími muni fara í Tshombe-vandamálið. HÁSKÓLANUM FYRIRLESTUR í Fil, lic, Lena Östérlöf, kennari við International Graduate Scool í Stokkhólmi, er stödd hérlendis og flytur fyrirlestur í boði Há- skóla ísland^ mitfvUcudagiím 7. október. Efni fyrirlestursins er: „Diktarens ordval och ordbok- ens exakthet. Nágra spráklinga problem i C. M. Bellmans Fred- mans epistlar". Fyrirlesturinn verður fluttur £ I. kennslustofu og hefst kl. 5.30 e. h. Metgróði hjá SAS ALLT bendir til þess, að starfsárið 1903-’64 hafi verið hið bezta í sögu Skandinaviska flugrfélagrsins SAS að sögn for- stjóra félagsins, Karl Nilssons. Reikningar félagsins munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir tvo mánuði svo að ekki er enn vitað um hagnað félagsins á árinu. En talið er, að hann verði mun meiri en í fyrra. Þá nam nettóhagnaður 29 milljón- um norskra króna. Fréttabréf SAS hermir, að aldrei hafi verið ferðast eins mikið með vélum flugfélagsins og í ágúst sl. Sætanýting var bezt á leiðunum Norðurlönd- New York . Chicago eða'93.7%. Norðurlönd-Los Angeles 78,8% — Norðurlönd - England 70.7- % og norskum innanlandsleið- um 96.6%. Nilsson forstjóri segir i fréttahréfi SAS, að aðstæður allar hafi sjaldan verið SAS eins hagstæðar. Engin óró i stjórnmálum hafi dregið úr ferðaáhuga manna og stórat- burðír eins og lieimssýningin í New York haft örvandi áhrif. Heppni og dugnaður hafi gert það að verkum, að hægt hafi verið að flytja þennan aukna fjölda farþega án verulegra erfiðleika. Nilsson hendir á, að SAS greiði ekki skatta beint, en.ef það væri gert væri liagnaður- inn helmingi minni. Karl Nilsson forstjórí stað- hæfir enn fremur, að liagnaður SAS í ár muni gera félaginu kleift að vinna aftur nokkuð af því fjármagni, sem tapað- ist á hinu erfiða tímabili árin 1960 til 1962. WWMMWttVWtWWWtWMWWWtWWWIttWWtWWWMMIWU ALþÝÐUBLAÐIÐ -4 6. október 1964 ^3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.