Alþýðublaðið - 06.10.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.10.1964, Blaðsíða 7
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA ALÞÝÐUBLAÐiÐ — 6. október 1964 GOÐIR FELAGAR MÉR hefur verið falið að flytja þinginu kveð.iur og árnaðaróskir frá Alþýðuflokknum og miðstjórn hans. Um þessar mundir er Samband ungra jafnaðarmanna 35 ára að aldri. Þetta er ekki hár aldur og 35 ára tími í stjórnmálasögu er ekki langur tími. Engu að síður hefur átt sér stað svo stórfelld þróun í sögu og lífi þjóðarinnar á þessum 35 árum, að jafna má til byltingar. Samband ungra jafnaðarmanna var stofnað um þær mundir, sem mikil kreppa í atvinnu- og fjár- málum skall yfir heiminn. Al- þýðuflokkurinn hafði þá náð að festa rætur í íslenzku þjóðlífi og umbótabarátta hans var hafin. — Nokkur viðurkenning hafði þá þegar fengizt fyrir ýmsum bar- áttumálum flokksins, öll áttu þau þó harðri andstöðu að mæta og mörg þeirra fengu um þessar mundir lítinn eða engan iiljóm- grunn. Heimskreppan hafði á áninum um og eftir 1929 mikil áhrif á líf þjóðarinnar og stjórnmálabaráttu. Atvinnuleysi var hér landlægt og launakjör almennings langt fyrir neðan það, sem við í dag nefnum þurftarlaun. Þetta ástand kallaði á aukin afskipti ríkisvaldsins af atvinnuháttum þjóðarinnar og krafðist meiri félagsmálaaðgerða af hálfu hins opinbera. En, um þessar mundir, voru afturhalds öflin mjög sterk í íslenzku þjóð- lífi og f járskortur einstaklinga og hins opinbera gerði þau ennþá að- gangsharðari. Alþýðuflokkurinn þurfti því að heyja harða og erf- iða baráttu fyrir auknum afskipt- um og aðstoð hins opinbera við atvinnumál þjóðarinnar og fyrir auknum aðgerðum í félagsmál- um. Það var til að leggja þessari baráttu lið, sem Samband ungra jafnaðarmanna var stofnað fyrir 35 árum. Við, sem eldri erum og þátt tókum í stofnun félaga ungra jafn aðarmanna, og höfum fylgst með baráttunni frá upphafi, munum vel yfirlýsingar afturhaldsins frá þessum árum, þegar stöðugt kvað við, að ástandið myndi lagast af sjálfu sér og mesta hættan væri sú, að ríkisvaldið færi að blanda sér í málin. Ég ætla mér ekki að telja hér nein einstök mál, eii öll þekkjum við andstöðuna gegn al- mannatryggingalögunum frá þess- um árum, yfirlýsingarnar um að mesta hættan í húsnæðismálum al- þýðunnar væri sú, að .ríkisvaldið i færi að blanda sér í þau með byggingu verkamannabústaða cða öðru slíku, bygging síldarverk- smiðja á vegum ríkisins væri þjóð arvoði og annað slíkt. Alþýðuflokkurinn hefur jafnan verið fámennur á Alþingi og aldr- ei haft holmagn til þess að koma einn fram áhugamálum sinum. Við höfum verið fátækir af fjár- munum, andstæðingar okkar fjár- sterkir og rekstur flokka og blaða á íslandi krefst mikils fjármagns. Hvað eftir annað hefur röðum okk ar verið sundrað með undirróðurs- starfi kommúnista til óbætanlegs tjóns fyrir íslenzka alþýðu. Rang- lát kjördæmaskipan hefur löngum svift Alþýðuflokkinn þeim styrk- leika á Alþingi, sem kjörfylgi hans veitti honum rétt til. Allt þetta og ótalmargt fleira hefur lamað flokk okkar og dregið úr eðlilegum vexti hans. En þó að við höfum jafnan vcr- ið fáliðaðir á Alþingi, þá hefur barátta og málflutningur flokks okkar borið mikinn og góðan ávöxt í íslenzku þjóðlífi. Andstæðirigar okkar hafa stig af stigi látið und- an, þegar þeir hafa séð að mál- flutningur okkar átti hljómgrunn með þjóðinni og andstaða var þeim hættuleg og líkleg til fylgistaps. Áhrif Alþýðuflokksins hafa þann- ig verið og eru enn í dag miklu rrieiri og ríkari með þjóðinni en þingmannatalan e'in gefur til kynna. Nú vilja aðrir flokkar eigna sér ýms af baráttumálum okkar, sem þeir stóðu áður harð- ast gegn. Allir vilja nú Lilju kveð- ið hafa. í starfi Alþýðuflokksins og stjórnmálabaráttu hefur unga fólkið og samtök þess haft mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Svo þýðingarmiklu, að ég myndi vilja segja, að starf unga fólksins hafi á ýmsan hátt haft. afgerandi þýðingu fyrir flokkinn. í mínum augum er meginverk- efni og tilgangur samtaka unga fólksins í Alþýðuflokknum þre- faldur. í fyrsta lagi er það verkefni ykk ar að ala upp og þjálfa unga flokksmenn í þeim tilgangi að taka síðar við ábýrgðinni á rekstri flokksins, stjórn hans, vexti og viðgangi. Framtíð flokksins veltur á því, að við eigum ætíð til yngra fólk til að fylla í skörðin, þegar hinir eldri víkja. 1 öðru lagi er þaff verkefni ykk- ar, að vera vökumenn flokksins, taka upp og bera fram ný baráttu- mál í samræmi við kröfu timans og breyttar aðstæður. Æskan á að hafa opin augun fyrir nýmælum og endurbótum og hún á að vera óhikandi í að bera hugsjónir sínar fram og berjast fyrir þeim. í þriðja lagi eigið þið að vera baráttulið flokksins í hinu dag- lega starfi og í kosningaátökum. Öll eru þessi þrjú verkefni þýð- ingarmikil og ekkert þeirra má vanrækja. Á fyrstu árum SUJ Guffmundur í Guffmundsson var mikið þrek og þróttur i sam- tökunum. Unga fólkið sást þá víða í fremstu víglínu. Hinir miklu sigr ar, sem flokkurinn vann á fyrstu árum SUJ eru án efa að ekki svo J litlu leyti að þakka unga fólkinu og samtökum þess. Forustumenn Alþýðuflokksins í dag hafa flestir fengið uppeldi sitt innan SUJ og þar voru þeir fyrst kvaddir til starfa. Og þannig á það að vera. SUJ á að vekja áhuga unga fólks- ins, laða það að flokknum og fá því verkefni. Úr þess röðum á flokkurinn að endurnýja sig og vaxa. Fyrir þcssu þingi ykkar liggja mörg vandasöm og merk mál. Ég ætla ekki að ræða þau hér, það er ekki mitt verk. Þó get ég ekki lát- ið hjá líða að vekja athygli á einu máli. Um áratugi hefur vaxandi verð- bólga og ofþensla í fjármála- og itvinnulífi þjóðarinnar verið eitt íöfuðverkefni allra ríkisstjórna. Þetta verkefni er vissulega i^andamál enn í dag og verður án 3fa enn um skeið. Við stöndum þó mdspænis öðru vandamáli, sem idð ekki megum gleyma, vegna látlausrar glímu við efnahagsmál- in í lieild. Tíma- og staðbundið atvinnuleysi segir nú til sín víða um land. Fólk hefur neyðzt til að yfirgefa blómlega átthaga sína og flytja í önnur héruð vegna at- virinuskorts heima fyrir. Þetta er hættuleg og alvarleg þróun. Al- þýðuflokkurinn væri hvorki sögu sinni né stefnu trúr, ef hann léti þetta mál ekki til sín taka. Frá fyrstu tíð hefur baráttan gegn at- vinnuleysi og fyrir atvinnuöryggi verið uppistaðan í starfi og stefnu flokks okkar. Þessvegna er það nú skylda okkar að vinna af ein- beitni og festu aó því að koma í veg fyrir hið tímabundna atvinnu- leysi í ýmsum byggðum landsins og skapa þar atvinnuöryggi. Þetta verður því aðeins gert, að atvinnu tæki og traustur atvinnurekstur verði staðsettur þar á landsbyggð- inni, sem hans er þörf og skilyrði eru fyrir hendi. Ég heiti á ykkur, ungu flokks- menn, látið þetta mál ekki fram hjá ykkur fara, ræðið það, berið fram ykkar hugmyndir og leggið því lið. Við ekkert málefni heíur Alþýðuflokkurinn slíkar skyldur sem stöðuga atvinnu og öryggi í atvinnumálum. Um leið og Alþýðuflokkurinn sendir ykkur kveðjur sínar og árn- aðaróskir. Þakkar hann ykkur starf ykkar á Iiðnum tímum :cg hvetur ykkur til starfs og dáða-i Við þökkum ykkur þann áhuga og það starf, sem þið hafið lagt fram á liðnum tímum. Það heíur verið flokknum mikil stoð á ótal sviðum. Starf unga fólksins er vissulega þýðingarmikið í sam- bandi við allar kosningai’, en ég hika ekki við að segja, að það er enn þýðingarmeira í hinu daglega starfi flokksins og við móíun stefnu hans og starfsaðferða. Við hvetjum ykkur til áfram- haldandi starfs fyrir flokkinn á komandi tímum. Þótt margt hafi áunnizt er ótalmargt enn óleyst og nýir timar kalla á ný verkefni og nýjar úrlausnir. Okkur öllum til mikillar ánægjti hefur mikill kraftur og fjör færzt í starfsemi SUJ og félaganna inn- an þesg á síðari árum. Fríður hcp- ur ungmenna hefur bætzt í raCir okkar og áhuginn og starfsgleðin hefur aukizt. Þetta er gleðilegur vaxtarbroddur, sem sýnir okkur, að flokkurinn getur horft vongóð- ur til framtíðarinnar. Það er von Alþýðuflokksins, að þetta þing ykkar taki fyrir mörs vandamál, þjóðmál og flokksmáí, og að tillögur ykkar verði mótað- ar af stórhug æskunnar og trú á bjarta framtíð þjóðarinnar á grund velli þeirrar hugarsjónar, sem v'ð eigum sameiginlega og trúum . á sem einu öruggu leiðina til yel- ferðarríkis á Islandi. Megi gæfa og gengi fylgja starfi þingsins. 20. þing Sambands ungra jafnaðarmanna var haldið um síðustu helgi, eins og kunnugt er af frétfum. IVIeáaí gesta var utanríkisráðherra Guðmundur í. Guðmunds- son, varaformaður Alþýðuflokksins, og fluttí hann viS. ujpphaf þingsins ræðu þá, sem hér birtist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.