Alþýðublaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 8
a ðfmæli Verkakven eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson HALF ÖLD er liðin síðan fyrsta stéttarfélag kvenna var stofnað hér á landi. Verkakvennafélagið Framsókn var stofnað 25. október árið 1914. Hér verður ekki gerð tilraun til þess að rekja sögu félagsins i einstökum atriðum heldur aðeins drepið á helztu atriðin og þá fyrst og fremst þau, sem marka þróunina, svo að yfirlit fáist um : þýðingu þess fyrir þær konur, sem leituðu atvinnu utan heimil | is síns, og þjóðfélagið i heild. Til þess að geta gert sér grein fyrir því í hvað konurnar réðust. I þegar þær stofnuðu félag sitt er | nauðsynlegt að minna á það þjóð- félagsástand sem ríkti og það fé- j Iagsmálaástand, sem fólkið í land j inu bjó við. Um þetta leyti var fólksflóttinn | úr sveitunum hafinn, en hann staf i aði fyrst og fremst af því, að tog- | araútgerðin hafði tekið við af ; skútuútgerðinni, en stórútgerðin i dró til sín fólkið, safnaði því sam | an á helztu útgerðarstaðina. Það | hafði eignazt von um iað geta I komizt úr kreppunni og þó að kjör | in væru bág og þrældómurinn | ósfcaplegur a togurunum, sóttust ; bændur, bændasynir og vinnu- menn mjög eftir því að komast á þá. Var jafnvel sagt: „Honum er borgið. Hann hefur fengið tog- arapláss." Á þessum árúm var borgin hérna við sundin að skapast. Hún var að breytast úr litlu fiskiþorpi í borg. Fólkið streymdi að úr öll- um áttum, að vísu örsnautt en von glatt, dugmikið fólk „með eymd í arf". hn hajrðvítugt og þaul æft í átökum við óblíða náttúru út við. nes og inn til dala, hert við orf eða undir ári, við gegningar og göngur. Það hafði hvorki talið eftir sér vinnu og starf eða spor- in mörg. Það hafði þrammað órudda jörð og hraunfláka illa klætt og með smátt í maga — og bjóst varla við því að dvölin við sjóinn, gæti orðið erfiðari eSa gæfi minna í aðra hönd. Dæmið ler nærtækt. Jóhanna Egilsdóttir, sem lengst og bezt hefur gegnt formennsku í Verkakvennafélag- inu gekk ásamt unnusta sínum með eigur sínar á bakinu austan úr Ölfusi og til Reykjavíkur án þess að eiga nokkurn vissan samastað. Þau voru að leggja út í lífið. Um líkt leyti og togaraútgerðin var að safna fólkinu saman við sjóinn fór fram andleg og félags- málalee bylting. Sjálfstæðismálið var efst á baugi og barizt hart. Frelsið átti að sækja í greipar herraþjóðar, sem hér hafði haft tögl og hagldir í áraraðir. Sá eld ur magnaði flóttafólkið. Það fór að hugsa á annan hátt. Það fann til nýs máttar. Það rétti úr bognum bökum, brölti á hnén og leit upp. Það fann á sér að nýir tímar voru framundan og „Sjá! hin ungborna .tíð, vekur storma og stríð" Einars Benediktssonar varð frelsis- og vakningar-söngur þess. Heimili þessa fólks við sióinn voru fáskrúð ug. Tugir manna hafa lýst þeim fyrir mér: Lít.n. herBergiskytra undir súð, eldhús með öðrum . . . og þar fram eftir götunum. Oa atvmnan var stopul. Það var mikil guðs gjöf að fá verk að vinna og lítið var spurt um kaupið, enda réðu aðrir því og þá fyrst og fremst reiðarar og fiskikaupend- ur. Mörg konan beið í ofvæni eft.- ir því hvort fyrirvinnan kæmi heim að morgni eftirað hafa far- ið niður á eyri eldsnemma. Ef maðurinn kom heim þýddi það, að hann hafði ekkert fengið. „Ég kveið því mest að koma heim þegar ekkert var^að fá", ságði einn við mig. „Ég vissi að konan beið bak við gardínuna. Þess vegna reyndi ég að koma heim með fisk ef mögulegt var, ég vissi að það mundi draga úr vonbrigðunum." Konurnar reyndu að fá verk að vinna. Þær stunduðu kola- og salt burð og fiskvinnu. Enn lifa konur Núverandi stjórn Verkakvennafélagsins Framsóknar. Talið frá vinstri: Guðbjörg- Þorsteinsdóttir, ritari, Ingibjörg Örnólfsdóttir, fjármálarit- ari, Jóna Guðjónsdóttir, formaður, Ingibjörg- Bjarnadóttir, gjaldkeri ogr Þórunn Valdimarsdóttir, varaformaður. sem unnu svona vinnu og henni hefur vérið lýst í blöðum og bók- um. Fiskþvottur var algengasta vinnan. Hún byrjaði á vetrum með því að brjóta klakann af kör- unum — og enn lifa konur með sinaskeiðabólgu í handleggjum eftir þann starfa. Þær hafa aldrei losnað við hana. Fiskbreiðsla var og algeng á sumrum og ekki var það óalgengt, að konur fóru með brjóstabörn sín í fiskbreiðsluna, lögðu þau í sólargeisla undir vegg og hlupu til þeirra til þess að gefa þeim að sjúga: „Ég gat aldrei feng ið mig til þess að draga af kaupi brjóstbarnakvenna", sagði Sigurð ur í Görðunum. „En vitanlega af köstuðu þær ekki eins miklu og hinar. Þær þurftu alltaf að vera að hlaupa frá . . . " Um þetta leyti varð vakning meðal verkamanna. Verkamanna- félagið Dagsbrún hafði verið stofn að 1906 og það þóttu ekki lítil tíð indi. Prentaráfélagið hafði verið stofnað fyrir aldamót, en verka- menn uppgötvuðu ekki þá þegar að þeirra beið sama hlutverk. Það var nokkuð djúp staðfest milli fag lærðra manna og daglaunamanna og ekki orðið ljóst þá, að launþeg arnir áttu allir að vera í einum hóp eins og síðar varð, en er nú aftur að raskast. Einnig voru fleiri blys á lofti. Konur höfðu stofnað sín kvenfé- lög og kvenréttindafélög. Þær kröfðust jafnréttis á við karl- menn, en ekki í launamálum. Þær hugsuðu ekki svo hátt heldur lögðu þær alla áherzlu á sama rétt og karlmenn við kjörboroið. Sú barátta þeirra kostaði mikið erf- iði. Stórt spor var stigið um 1908 þegar konur fengu rétt til kjör- gengis og atkvæðis í bæiarstjórn Reykjavíkur. Það var þá, sem kon ur settu fram sinn bæjarstjórnar- lista — og fengu allar konurnar á listanum kosnar öllum til stórr- ar furðu. En almennan kosninga- rétt fengu þær ekki fyrr en um 1915. Allt þetta stefndi að ákveðnu marki: að efla alþýðu manna til samtaka, að krefjast réttinda og lífvænlegra launa. í raun og veru hneig allt að því að skapa bylting- arástand með þjóðinni: breyttir at vinnuhættir, þjóðflutningar, bar- \ttan fyrir sjálfstæði þjóðarinnar af erlendum klafa, herhvöt Einars og Þorsteins, heimkoma jafnaðar manna úr verkalýðsstétt frá Ame- ríku (Seyðisfjörður) og Danmörku, barátta og skipulagning Góðtempl ara og kvenréttindafélag. Vorið 1913 hóf Jónína Jónatans dóttir, sem þá um skeið hafði starf að í kvenréttindahrevfingunni máls á því í Kvenréttindafélagi ís lands, hvort félagið gæti ekki gert eitthvað til hjálpar konum, sem stunduðu vinnu utan heimilis síns og þá sérstaklega þeím, sem stund uðu fiskþvott. Árangurinn varð sú að kosin var nefnd til þess að athuga málið. Ekki varð þó úr félagsstofnun þá þegar, en þessar umræður urðu þó til þess að kaup ið hækkaði um haustið úr 17—13 aurum í 20 aura um tímann. Næsta vor hélt nefndin svo fund með verkakonum og hafði Jónína enn framsögu. Varð ákveðið að nota sumarið til undirbúnings fé- lagsstofnunar og var gengið með lista meðal verkakvenna — og 25. október, sem var sunnudagur eins og nú, var boðað til íundar í Góðtemplarahúsinu og sóttu margar konur fundinn eða 68 að tölu. Á þessum fundi var ákveðið að stofna félagið og bráðabirgða- stjórn kosin. Næsti fundur var svo haldinn rúmum mánuði seinna og lög samþykkt og félaginu valið nafnið Framsókn eftir tillögu Jón- ínu. í bráðabirgðastjórninni áttu sæti: Jónina Jónatansdóttir for- maður, Karólína Siemsen, vara- formaður, Bríet Bjarnhéðinsdóttir ritari, Jónína Jósefsdóttir fjár- málar;tari og Maria Pétursdóttir gjaldkeri. í þessum fyrstu lögum félagsins' segir um tilgang þess: „Tilgangur félagsins er: : 1. Að stvðia og efla hagsmuni og atvinnu félagskvenna. 2. Að koma betra skipulagi á alla dagla"navinnu þeirra. 3. Að takmarka vinnu á óllum helg;dögum. 4. Að efla menningu og sámhug félagsins. Síðar nrðu nokkrar breytingar á tilgangsorðuw'm og þær gerðar til samrænvs við breytt ástand í félagslegum máiefnum verkafólks ins. Strax eftir stofnun félagsins hófst það handa um að fá einhverj ar brevtinfar á kiörum verka- kvenna, en baráttan var erfið. Ann arsvegar var hópur umkomulauss fólks, sem fann að vísu þörfina fyrir endnrbótnm. en hafði ekki nógu gó«an skilning á því að allt valt á því að samtökin væru heil og allar gerðu skvldu sína gagn- vart þeim. ¦ en hins vegar algert skilningslevsi gamalla og rótgró- inna atvinn"rekenda, sem höfðu alizt upp við þann hugsunarhátt, að þeir ..veittu vinnu" en keyptu hana ekki — og þess vegna ættu þeir einir að ráða því hvað þeir borguðu fyrir hana. 8 5. nóv. 1964 ALÞYOUBLAÐIÐ /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.