Alþýðublaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 11
 Þegar KS tók v/ð Norðurlandsbikarnum Eins og komið hefur fram í frétt um, urðu Siglfirðingar Norður- landsmeistarar í knattspyrnu 1964 Úrslitaleikur keppninnar fór fram á Akureyri fyrir nokkru og vann KS. þá Þór með þrcm mörk um gegn einu. Tryggðu Siglfirð ingarnir sér þar með sigurinn. 1 hófi, sem haldið var nýlega á Siglufirði, til heiðurs Norður landsmeisturunum, var þeim. af- hentur bikar keppninnar. Tómas Hallgrímsson formaður KS. bauð gesti velkomna, og þá sérstaklega nokkra velunnara KS. sem gýnt hefðu félaginu einstaka velvild og hjálpsemi, hvenær, sem til þeirra hafi verið leitað. Þeir hefðu lagt á sig bæði vinnu og erfiði endurgjaldslaust og styrkt félagið og starfsemi þess á ýmsan hátt. Síðan snéri Tómas máli sínu meistara. Kvað hann það öllum Siglfirðingum mikið gleðiefni, að KS. hafi borið sigur af hólmi í keppninni um Norðurlandsmeist aratitilinn. Sagði Tómas, að hin góða frammistaða strákanna hefði lífgað upp á deyfð sumarsins á Siglufirði, og sagðist hann vona að þeir létu hér ekki staðar num ið, heldur héldu áfram á þessari braut. Kvað Tómas hina ungu og efnilegu KSinga eiga miklar þakk ir skyldar fyrir glæsilega frammi stöðu. Til að undirstrika orð sín um það hve almenna ánægju það hefði vakið, að KS. vann Norðurlands- meistaratitilinn, las Tómas upp nokkur skeyti, sem félaginu höfðu borizt af þessu tilefni. Voru þau frá ýmsum aðilum bæði til sjós og lands, m.a. frá skipstjóra og skipshöfn bv. Hafliða og knatt- spyrnufélaginu Leiftri, Ólafsfirði. til hinna nýbökuðu Norðurlands Þegar Tómas Hallgrímsson hafði Aage Schiöth, formaður ÍBS afhendir Frey Sigurðssyni, fyrirliða lokið máli sínu tók til máls Aage Schiöth formaður íþróttabanda- lags Siglufjarðar. Greindi hann fyrst frá störfum þings Í.S.Í. sem hann hafði þá nýlega setið, og kvaðst þess fullviss eftir það, að aldrei hefði verið meiri gróska í íþróttamálum þjóðarinnar en í dag Sagði hann síðan, að sér hefði verið falið að afhenda Knattspyrnu félagi Siglufjarðar bikarinn fyrir Framhald á síðu 13. Þrír harðir karlar, sigurvegarar í 400 m. grindahlaupi I Tokyo, talíð frá vinstri: Morale, Ítalíu, Cawley, USA, og Cooper, Englandi. Guðmundur Þórðarson skrifar frá Svíþjóð: Slappur árangur Norður landabúa í frjálsíþróttum Nörrköping, 23. okt. 1964. ÞAÐ ER HÉR eins og annarsstað- ar, eitt aðalumræðuefni meðal íþróttafréttaritara, er geta eða réttara sagt getuleysi íþrótta- manna Iandsins og verða þá frjáls íþróttamenn einna verst úti. Ég hef haft mjög góða möguleika til að sjá Olympíuleikana í sjónvarp- inu, oft allt að 2 klukkutíma á dag. Það sem maður hefur séð þar, heyrt í útvarpinu og lesið í blöð- unum, hefur haft áhrif og langar mig nú til að setja niður á pappír nokkur sjónarmið og hugleiðingar. Allir geta verið sammála um það, að Norðurlandaþjóðirnar hafa staðið sig mun Iakar en búizt j var við fyrir leikana, og þjóðirnar hafa orðið fyrir miklum vonbrigð- um. Að vísu hafa nokkrir komið á Lið Knattspymufélags Siglufjarðar, sem vann Norðurlandsmeistaratitilinn í knattspyrnu 1964. Ó. R óvart eins og Nevala í spjótkast-1 ínu. Sárafá landsmet hafa verið sett en flestir frjálsíþróttamenn og konur Norðurlanda hafa brugð- ; ist vonum manna. Því er það, að i fólk spyr sig sjálft um orsakir þess og eitt er víst, að framtíðin mun sýna minnkandi aðsókn að frjálsíþróttamótum, sem nú er í minnsta Iagi, mun minnka næsta ár. Fólk mun ekki koma til þess að horfa á afrek olympíufaranna vegna afreka þeira í Japan. Af hverju hefur árangurinn ekki orðið betri? Svörin eru auðvitað mörg, og þau munu verða fleiri, en ein augljósasta ástæðan er þó án efa Iiin mikla útþensla, sem frjálsíþróttirnar eru í nú (eins og reyndar flestar aðrar íþróttir). Fjöldi Afríkuríkja hafa komið fram á sjónarsviðið nú með mjög góða menn, sem ekkert var vitað Um áður. og svo virðast Banda- ríkjamenn verða betri og betri. Og löndin austan járntjalds sækja fram á öllum sviðum, enda nota ríkisstjórnir þeirra landa keppni eins og Olympíuleika mjög mikið í áróðursskyni fyrir land og stjórn arkerfi. Rússum hefur að vísu ekk- ert farið fram í frjálsiþróttum nema síður sé. íþróttakappar þeirra eru flestir þeir sömu og fyrir 8-12 árum og virðast vera á niöurleið, vel mettir á sigrum og framgangi. Rússneska kvenfólkið, sem hingað til hefur staðið mun framar en frjálsíþróttakonur ann- ara þjóða, virðast ekki lengur neinar ofurmanneskjur. Þær tapa alveg éins og karlmennirnir. Það hefðu einhverntíma þótt fréttir, að rússneskur 10 km. hlaupari væri einum og hálfum hring á eft- ir sigurvegáranum og það sjálfur olympíumeistarinn frá Róm, Bo- lotnikov. En það er ekki aðeins keppnis- mótstaðan, sem er orsök hins lé» lega árangurs Norðurlandabúa- Flestir frjálsíþróttamanna Norð- urlanda komust ekki nálægt sínu bezta fyrr á keppnisárinu. Eina af þeim fáu var Svíinn Lars Erik Gustavsson, sem í undanrásinnt hljóp á nýju Norðurlandameti og Framhald á síðu 13. Hðndbolti Hér eru lírslít í leikjum yngrí flokkanna á Meistaramóti Reykja- víkur í handknattleik. ! 2. flokkur karla: Ármann—Fram 6:7 KR—Valur 6:14 j Víkingur—ÍR 10:13 Fram—Valur 8:7 Ármann—KR (A. gaf) Keppt er í tveim riðlum i 2L flokki, í a-riðli eru Fram, Árinann, KR og Valur, en í b-riðli leika ÍR, Þróttur og Víkingur. 3. flokkur karla: ÍR—Víkingur 4:6 Valur—Fram 5:3 ÍR—KR 5:8 Víkingur—Valur 1:9. 1. flokkur karla: KR-Ármann 7:4 Valur—Þróttur 6:7 I ÍR—Víkingur 6:12, Fram—KR 6:9. 1 í 1. flokki er keppt í riðlum, i a- riðli eru Valur, Þróttur, ÍR, og Vikingur, en í b-riðli eru Fram* Ármann og KR. 2. flokkur kvenna: KR—Fram 2:7 Valur—Víkingur 4:2, KR—Ármann 2:5 Fram—Valur 3:0. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. nóv. 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.