Alþýðublaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 9
agsins Framsóknar JÓNÍNA JÓNATANSDÓTTIR fyrsti formaður félagsins. JÓHANNA EGILSDÓTTIR formaður félagsins í áraraðir. JÓNA M. GUÐJÓNSDÓTTIR núverandi formaður félagsins. Hér er ekki mögulegt að lýsa baráttu verkakvenna í einstökum kaupdeilum, en sú saga er þó merkileg og viðburðarík eins og raunar annarra verklýðsfélaga frá frumbýlingsárunum. Verkakon- urnar háðu margar orrustur og stóðu oft í verkföllum og fór kaup ýmist hækkandi eða lækkandi og aðbúð við vinnu ^eranandi og batnandi. Þetta fór ekki aðeins eftir samheldni verkakvenna sjálfrá heldur og eftir því hvern ig aflabrögð voru og verð á fiski á hverjum tíma. Það var þá ekki hægt að leita sér vinnu annars- staðar meðan á deilunni stóð. í raun og veru vann verka- kvennafélagið ekki fullnaðarsigur í átökunum við atvinnurekendut fyrr en um og upp úr 1930, er verklýðshreyfingunni óx mjög fiskur um hrygg um land allt. En smátt og smátt og á hverju sem gekk í kaupgjaldsbaráttunni, óx afl og félagssambeldni í Fram sókn. Félagið fór hins vegar ekki varhluta af átökunum innan verk lýðshreyfingarinnar upp úr 1926 og síðan svo að áratugum skiptir, en sundrungadjöfullinn náði aldrei tökum á félaginu og kommúnist- um tókst aldrei að veiða það í sín svikanet. Það fór fyrir því eins og Sjómannafélagi Reykjavíkur, enda sýna verkin merkin. Verka- kvennafélagið stóð alltaf á verði gegn suúdrunaröflunum fyrst und . ir forystu' Jónínu Jónatansdóttur, sem var formaður þess til 1934, siðan undlr forystu Jóhönnu Eg- ilsdóttur, sem var formaður í 27 ár og nú hin síðari ár undir for- ystu Jónu Guðjónsdóttur. Frá upphafi stefndi Framsókn að því, að konur fengju sömu laun og karlmenn fyrir sömu vinnu. Það var lítið talað um það mál á fyrstu árunum, enda þótti það ,,fásinna“, en hert var á eftir að félaginu og verklýðshreyfingunni yfirleitt óx ásmegin og Alþýðu- flokksmenn ræddu um málið á Ég |p#f Wmmm. stjórnmálafundum, í Alþýðublað- inu og á Alþingi. Félagið gerði sér það ljóst, að hér var í raun og veru um stærsta hagsmuna og réttindamál kvenna að ræða, og stjórn þess og samn- inganéfnd drápu á það við samn ingsborðin næstum því árlega. Fé laginu var ljósí, að þetta mál var svo umfangsmikið, að það þyrfti að plægja og sá árum saman þar til hægt væri að vonast eftir upp sjæru. Loks á árinu 1953 tókst að fá atvinnurekendur til þess að ganga inn á að greitt skyldi kon um sama kaup og karlmönnum, þegar um erfitt st.arf væri að ræða. En fullnaðarsigur vannst ekki fyrr en Alþýðuflokknum tókst með stjórnmálabaráttu sinni að fá samþykkt á alþingi frumvarpið um launajafnrétti kvenna í áföng um. Nú hafa konurnar náð 91.1 af hundraði vinnunnar undir þessi lagafyrirmæli, en sam- kvæmt lögum skal greiða öllum konum fyrir alla vinnu sama kaup og karlmönnum árið 1967 og þá er launajafnréttið komið á. Þetta er tvimælalaust stórkost- legasti' sigurinn, sem verkakonur hafa unnið síðan þær risu upp og stofnuðu félag sitt. Það væri .l^istandii að geta margra góðra kvenna, sem unnið hafa fyrir Framsókn á liðinni hálfri öld. Að sjálfsögðu ber hæst Jónínu Jónatansdóttur, sem átti upptökin, gaf félaginu nafn og stjórnaði því í 20 ár. Jóhanna Eg ilsdóttir vann eins mikið starf og Jónina eftir að hún kom í stjórn félagsins — og oft mæddi mest á henni og félagssystrum hennar ' stjórninni: Sigriði Ólafs dóttur, Jóhönnu Blöndal, Stein- unni Þórarinsdóttur, svo að aðeins .fáar séu nefndar úr baráttunni þegar erfiðast var og andstaðan hörðust. En hér skal láta staðar numið með að telja nöfn. Sann- leikurinn er sá, að mikill fjöldi Framhald á 10 síðu 47 ára afmæli Sovétríkjanna minnst í Austurbæjarbíói föstudaginn 6. nóvember kl. 9 s. d. Avarp: Sendiherra Sovétríkjanna. Ræða: Sverrir Kristjánsson. Listdans þriggja nemenda úr balletskóla Þjóðleikhússins undir stjórn Fay Werner. Einsöngur: Kristinn Hallsson. Cellóleikur: Daníiel Safran. M. í. R. SKRIFSTOFA I.N.S.Í. er opin á mánudögum og fimmtudögum kl. 7,30 til 8,30. Sími: 14410. Iðnnemasamband íslands. M iðstöðvarketi 11 Notaður miðstöðvarketill (spiral) óskast. 1 — 1% rúmm. Upplýsingar í síma 37010. i Meö einu símtali í dag getiö þér tryggt framtíö yðar - á morgun getur það veriö of seínt. Hringiö í síma 17700 og ræöið viö „Almennar” um tryggingar. ^ ALMENNAR w TRYGGINGARf PÓSTHÚSSTRÆTI 9 StMI 17700 —111II—11!!■ IIII—IIIIMIIIIllllill I III IIII llll■lllllll■llllll■l■llll ■IIIHI— ALÞY0UBLAÐIÐ. 5. nóv. 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.