Alþýðublaðið - 05.11.1964, Side 14
'?C5'%4*
Tvíkvænismaður, það er
sá, sem af tvennu illu velur
báða kostina.......
Kvenfélag
Alþýðuflokksins
Bazar Kvenfélagfs AlþýðU'
flokksins verður í byr jun des
ember. Starfið er hafið. Fél
agrskonur hittast í skrifstof-
unni í Alþýðuhúsinu á
fimmtudagfskvöldum. Hafið
samband við Bergþóru Guð
mundsdóttur, Brávallagötu
50, sími 19391, Krjgjtbjörgu
Eggertsdóttur, Grémmel 2,
sími 12496, Ingveldi Jónsdótt
ir, Brávallagötu 50, síml
15129, Rannveuru Eyjólfs-
dóttur, Asvallagötu 53, sími
12638, Svanlivíti Thorlacius
Nökkvavogi 60, sími 83358,
Fanney Long Brekkugerði 10,
sími 10729 og Hólmfríðl
Björnsdóttur, Njarðargötu 61
sími 11963. —
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN
Nýlega voru gefin saman í lijóna
iband af séra Ólafi Skúlasyni ungfr^j
Margrét Kristjánsdóttir, iþrótta-
kennari og Hannes G. Thorarensen
húsasmíðanemi. Heimili þeirra er
l Breiðagerði 10.
(Ljósmynd Stúdio Gests, Laufás
vegi 18.)
Nýlega voru gefin saman í hjóna
band af séra Gunnari Árnasyni
í Kópavogskirkju ungfrú Guðrún
Ólafsdóttir og Ómar Jónsson iðn-
nemi. Heimili þeirra er að Kárs-
nesbraut 69, Kópavogi.
(Ljósmynd Stúdio Gests, Laufás
vegi 18.)
Minningarspjöld Menningar og
mjnningarsjóðs kvenna fást á eft |
irtöldum stöðum: Bókabúð Helga- j
fells, Laugaveg 100, Bókabúð j
Braga Brynjólfssonar, Bókabúð ísa i
foldar í Austurstræti, Hljóðfæra-
húsi Reykjavikur, Hafnarstræti 1
og í skrifstofu sjóðsins að Laufás- >
veg 3. — Stjói-n M. M. K.
Listasafn Einars Jónssonar er
opið á sunnudögum og miöviku-
dögum kl. 1.30 - 3.30.
Frá Ráðleggingarstöðinnl, Llnd
argötu 9. JLæknirinn og Ijósmóðir
in eru til viðtals um fjölskyldu-
áætlanir og frjóvgunarvarnir á
mánudögum kl. 4-5 e.h.
Eldsvoði
Framh. af 1. síðu.
einkum vefnaðarvöru á 6. hæð.
Slökkvistarfi var lokið um
klukkan 10 í morgun, en bruna
vakt var á staðnum til klukkan
11.30. Mjög erfitt var að gegna
slökkvistarfi í húsinu. Það er
steinsteypt, 6 liæða og urðu
slökkviliðsmenn að þreifa sig
áfram um liúsaskipan til að
byrja með, en bráðlega komu
kunnugir til lijálpar. Sjó var
dælt úr höfninni ósleitilega og
má því segja að Atlantshafið
hafi ráðið úrslitum í því að
ráða niðurlögum þessa elds-
voða. Auk þess sem skemmdist
beint af eldi og reyk, skemmd-
ist að sjálfsögðu mikið af vatni
og sjó. Talið er að skemmdir
nemi tugum milljóna.
7.00
12.00
13.00
14,35
15.00
17.40
18.00
18.20
18.30
18.50
20.00
Fimmtudagur 5. nóvember
Morgunútvarp — Tónleikar — Fréttir —.
7.50 Morgunleikfimi — 8.00 Bæn.
Hádegisútvarp.
„Á frívaktinni", sjómannaþáttur (Sigríður
Hagalín).
„Við, sem heima sitjum": Margrét Bjarna-
son ræðir við Sigrúnu Jónsdóttur um batik.
Síðdegisútvarp.
Framburðarkennsla í frönsku og þýzku.
Fyrir yngstu hlustendurna.
Sigríður Gunnlaugsdóttir og Margrét Gunn
arsdóttir.
Veðurfregnir.
Þingfréttir. —. Tónleikar.
Tilkynningar. —. 19.30 Fréttir.
Rondo í C-dúr, K. 375 eftir Mozart og
Caprísa nr. 17 eftir Paganini. Erick Fried-
20.10
20.35
20.55
22.00
22.10
22.30
23.00
23.35
man leikur á fiðlu og Brooks Smith á píanó.
Erindi: Æska og menntun. Skólaþroski og
námsárangur. Jónas Pálsson sálfræðingur
flytur.
LTpj^estur: „Huldukonur Frakklands“ og
„Spegillinn“ eftir Daudet, þýð.: Málfríður
Einarsdóttir.
Guðrún Ásmundsdóttir les.
Útvarp frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands í Háskólabíói: Fyrri hluti. — Stjórn
andi Igor Buketoff.
Einleikari Gerhard Puchelt.
Fréttir og veðurfregnir.
Kvöldsagan: Úr endurminningum Friðriks
Guðmundssonar; Gils Guðmundsson les, VI.
Djassþáttur. Ólafur Stephensen.
Skákþáttur: Ingi R. Jóhannsson.
Dagskrárlok,
í hálfa stöng
ViðburSarásin váleg er.
Ég veit ekki, hvernig heimurinn fer.
Nató dafnar, en nazisminn þver,
og nú er hann fallinn, hann Goldwater.
KANKVÍS.
N.k. sunnudag þann 8. nóv. hefj
ast sýningar aftur á hinu vinsæla
barnaleikriti Mjallhvíti í Þjóðleik
húsinu og er sýningin kl. 3 e-h.
Á s.l. leikári var leikurinn sýnd
ur 32 sinnum í Þjóðleikhúsinu og
var uppselt á flest öllum sýning-
um. Sýningargestir urðu alls um
20 þúsund. Það hefur verið fastur
liður í starfsemi Þjóðleikhússins
undanfarin ár að sýna barnaleikriti
og hafa mörg þeirra orðið mjög
vingæl hjá yngstu' kyn:fl<>tjinni
og gengið vel.
Alls koma fram um 20 leikarar
í Mjallhvíti auk margra aukaleik
ara og dansara. Carl Billich er
hljómsveitarstjóri, en leikstjóri er
Klemenz Jónsson.
Þessi teiknimynd er af þremur
dverganna í leiknum.
Verkakvennafélagið Framsókn
minnir félagskonur sínar á Baz-
arinn 11. nóv. í G.T.-húsinu.
Komið gjöfum til skrifstofunnar
sem allra fyrst.
ATH. Skrifstofan er opin n.k.
laugardag kl. 2-6. e.h.
Bazarstjórnin
Suðvestan og vestan gola, þokuloft og súld öðro
hverju. í gær var hægviðri og rigning norðan-
lands, en hæg suðvestlæg átt, þokuloft og súld
vestanlands. í Reykjavik var logn, þokuslæðing-
ur og 8 stiga hiti.
MOCO
Kellingunni Ieið illa I
prentaraverkfallinu.
Henni fannst hún aldrei
verða södd, af því hún
fékk ekki blöðin eftir
matinn........
14 5. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ