Alþýðublaðið - 12.11.1964, Page 3

Alþýðublaðið - 12.11.1964, Page 3
Feikna vatnsflóð í Suður - Vietnam Saigon, 11. nóvember (NTB - Reuter) IHN miklu vatnsflóff, er orðiff hafa I miðliluta Suffur-Vietnam undan- farna daga, hafa þegar Ieitt til þess, aff eitt þúsund manus hafa' r'Mtiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi<iiiii>iin>i-iiimiiiiiiiiii i» C C j! Vilja banna b fóbaksauglýsingar I Reykjavík. 11. nóv. 1 = Eftirfarandi samþykkt var : E gjörff á fulltrúaráffsfundi í = Æskulýffssambands íslands I § í dag: i | „Fulltrúaráffsfundur Æsku j i lýffssambands íslands, hald- i = inn 10. nóv. 1964, lýsir yfir = j ugg sínum vegna tóbaksaug i i lýsinga í blöðum, kvik i j myndahúsum og á almanna i i færi. i i Vísindamenn hafa siann- j : aff, aff tóbaksreikingar eru f | aff, aff tóbaksreykingar eru j I skorar því Æskulýffssamband i i íslands á hæstvirt Alþingi i i aff hlutast til um, aff tóbaks i j auglýsingar verffi bannaffar i i meff lagasetningu.“ IIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllBk I1II1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIV' farizt og eitt hundraff og fimmtíu þúsundir manna hafa orffiff lieimil islausir. Aðeins í einum bæ, svo aff dæmi sé tekið (Da Mang), hafa 45 þúsund manns orðið heimilis- lausir. Bandarískar þyrlur voru í dag önnum kafnar við björgunarstörf- in á flóffasvæðinu en ekki hikuðu hinir kommúnísku hermenn Viet Cong við að reyna að skjóta þær niður. Ekki er þó vitað til að neinn hafi látið lífið við björgun- arstörfin. Víðast hvar er reynt að liafa stjórn á brottflutningi fólks- ins af ótta við að skæruliðar Viet Cong blandi sér með. Þá eru og umfangsmikiar ráðstafanir hafðar í frammi við að reyna að koma í veg fyrir að farsóttir grípi um sig en hætta á því er talin töluverð. Flóðin hafa fyrst og fremst komið hart niður á 13 héruðum og að- eins í einu þeirra, Binh Dinli, hafa 100-200 þúsundir manna orð- ið heimilislaus. Flóð þessi eru hin verstu, sem orðið hafa í Suður- Vietnam i 40 ár. Orsök þeirra eru tveir ofsalegir rigningakaflar í síð- ustu viku er herjuðu einmitt á svæði því, þar sem megin ríssins er ræktaður. Munaði aðeins fáum dögum að bændunum hefði tekizt að bjarga uppskerunni í hús. Svíar búa við met-velmegun Stokkhólmi 11. nóv. VIÐ búum nú við meiri efnahags- lega velmegun en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar, sagði Tage Erlander forsætisráðherra Sví- þjóðar í ræðu í dag. Iðnaðarfram- leiðslan setur í sifellu ný met og utanríkisverzlunin eykst stöðugt. Heildarframleiðsluaukningin verð- ur að minnsta kosti 6% á þessu ári, sagði hann ennfremur. Það, sem er einkennandi fyrir daginn í dag, er, að við hættum á að ofbjóða náttúruauðæfum okk- ar. Er það vegna metnaðar okkar og mikils vilja til að sækja hratt fram. Við erum nú önnum kafin við einstæða uppbyggingu skóla- kerfisins og svo hratt sækjum við fram á sviði íbúðabygginga, að á næsta ári munu verða byggðar 90 þúsundir nýjar íbúðir. Víst sigla efnahagslegar hættur að okkur í kjölfar hinnar miklu fjárfestingar I íbúðabyggingum, vegafram- kvæmdum og byggðakjörnum. Öll viljum við áköf bæta kjör eftir- launamannanna, hinna barnmörgu fjölskyldna, hinnar uppvaxandi æsku og þeirra sem örkumla eru, sagði ráðherrann. Og þegar við setjum fram framfarakröfur okk- ar er það gert á grundvelli þeirrar framfara-bjartsýni, sem er eðlileg fyrir róttækan flokk, sagði forsæt- isráðherrann. UIIIIHMHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilIllllliilllMIIIIIIIMIIII 1 47 börn I særðust | Frankfurt, 11. nóv. (NTB-DPA) Samtals 47 börn særðust : í morgun er handsprengja j sprakk í frímínútum í al- : þýffuskólanum í Hanau, ná- j Iægt Frankfurt í Vestur- : Þýzkalandi. Meðal þeirra er mest særff | ust er hinn 9 ára gamli Rud j olf Pospiech er hélt á hand | sprengjunni er húu sprakk. j Hafði hann fundiff sprengj I una í nágrenni skólans og haft hana meff sér þangaff. Hann skaddaðist mjög alvar- lega á hægri liandlegg. Mörg börn er voru nálægt Rudolf særffust illa af sprengjubrotum. Líti] telpa fékk sprengjubrot í lijartað og varð strax aff skera hana upp. Tvö börn misstu auga. Um þaff bil helmingur barn- anna fór heim til sín eftir aff hafa fengið skyndi-lijúkr- un í skólanum. Sprengjusérfræðingar segja að sprengjan liafi ver- iff amerísk eða þýzk. Sett hefur veriff á stofn rann- sóknarnefnd vegna málsins Forsætisráðher ra um heimsóknina til ísraefi Reykjavík, 1 11. nóv. - ÁG FORSÆTISRÁÐHERRA, dr. Bjarni Benediktsson og kona hans, frú Sigríður Björnsdóttir. komu til Reykjavíkur í gær eft ir vikulanga opinbera heimsókn til ísrael. Forsætisráðherra hélt fund með fréttamönnum í . gær, skýrði frá ferðinni og það helzta í frásögn forsætis- ráðherra hér á eftir. Hann sagði, að þeim hjónum hefði alls staðar verið tekið með hinni mestu vinsemd og virðingu. Þegar þau komu til ísrael, tóku á móti þeim á flug vellinum forsætisráðherra ísra el, aðstoðarforsætisráðherra og fólk þaff, sem átti að vera með þeim hjónum á ferðalögum þeirra um landið. Hvar sem þau komu blöktu fánar íslands og ísrael og skólabörn með litla íslenzka fána tóku víða á móti þeim. Hann kvað skreytingarn- ar hafa verið meiri, en við þekktum við komur þjóðhöfð ingja hingað. Hann hitti einn- ig helztu forystumenn á hverj um stað. Hann kvað það ekki hafa séð á móttökunum, að stjórnar- völdin ættu í innri örðugleik- um, m. a. hafði einn ráðherra sagt af sér, og eitt flokksbrot var að klúfa sig frá flokknum. Þrátt fyrir þetta hefðu helztu ráðamenn mætt á flugvellinum til að kveðja þau hjónin s.l. mánudag. Dr. Bjarni sagði, að i ræðum sínum hefðu ráðamenn lagt áherzlu á að ísland hefði á- vallt verið ísrael vinsamlegt í atkvæðagreiðslum hjá Samein uðu þjóðunum, og þessa vin- semd bæri að gjalda. Dr. Bjarni sagði, að hvergi þar sem hann hefði komið, hefði hann séð jafnmiklar fram kvæmdir, þ. e. að jafn mörgum verkefnum unnið á sama tíma. M. a. væru fsraelsmenn að reisa nýjan háskóla, nýtt þinghús, nýtt og mikið sjúkrahús skammt fyrir utan Jerúsalem mvvmuvvwvvvmuwimuvv og nýbúnir að taka i notkun vatnsleiðslu, sem liggur 250 km. út á eyðimörkina. Þá væru þeir að undirbúa byggingu á verksmiðju, sem á að vinna ferskt vatn úr sjó, og hafa þeir gert samkomulag við Banda- ríkjamenn um tilraunir í þess um efnum. Á verksmiðjan að vera komin í gagnið eftir 5—6 ár. Á stað, sem nefnist Ashdof eru þeir að gera höfn fyrir suð urhluta landsins, en þar hefur verið algjör hafnleysa. Þetta mannvirki á að kosta 50 millj. dala, og hafa ísraelsmenn tryggt sér lán til framkvæmd- anna. Sagði dr. Bjarni, að Reykjavíkurhöfn og væntan- leg Þorlákshöfn væru eins og barnaleikföng miðað við höfn ina í Ashdot. í þessa höfn verða ísraelsmenn að flytja grjót um 100 km. vegalengd. Skammt frá Ashdöt er ver- ið að reisa nýja borg Þar búa nú 20 þúsund manns, en búist er við að íbúar verði 200 þús- und eftir nokkur ár. Við Dauða hafið liefur verið unnin svo- nefnd pottaska. Þar er nú bú- ið að reisa nýja verksmiðju. sem þó hgfur ekki verið tekin í notkun ennþá. Kostaði hún 30 millj. dala, og er sjálfvirkni hennar svo mikil, að þar þurfa aðcins 8 menn að vinna sam- tímis. Verður þarna unnin pottaska og fleiri efni, sem not uð eru í sambandi við iðnað. Til marks um hina öru fjölg un í borgum landsins og fjölda innflytjenda gat forsætisráð herra þess, að eitt sinn er hann var á leið til borgarinnar Beers hheba við Dauðahafið, en þar er sagt að Abraliam heitinn og synir hans hafi búið, var hon- um sagt samkvæmt nýnítkomn- um ferðabæklingi, að í borg- inni byggju 20—30 þúsund- manns. Síðar kom í ljós, að í borginni bjuggu 75—80 þús- und og var fjölgunin mjög ör. Fjármagn til framkvæmda ísraelsmanna er fengið frá venjulegum lánastofnunum, eins og t. d. Alþjóðabankanum. Sumt er lagt fram af ættbræðr um þeirra í ýmsum löndum Há skólinn og spítalinn, sem áður var nefnt, eru þannig reistir fyrir gjafafé. Kvennasamtök gyðinga í Bandaríkjunum gáfu fé til spítalans. Forsætisráðherra sagði, að þær framkvæmdir, sem hann áður hefði nefnt, væri aðeins hluti af því sem gert væri. Á hverju ári taka ísraelsmenn við tugum þúsunda innflytj- enda. Kemur þetta fólk víða að, er á misjöfnu menningar- Framh. á 15. síðu. WmHMMMMHMMHMHMHMMMMHIMHMMtMMUHMWV BRIDGEKVOLD ALÞYÐU- FLOKKSFÍLAGS R.VÍKUR ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Reykjavíkur efnir til nýjung ar í starfsemi sinni mánudaginn 16. nóvember. Þá verffur hald iff fyrsta bridgekvöld félagsins í Iffnó uppi. Ekki er ennþá ákveð iff hvort um cinmennings-, tvímennings- effa flokkakeppni verff ur aff ræffa. Þaulvanur bridge-spilari mun stjórna keppninni. Þeir, sem vilja taka þátt í þessum bridgekvöldum eru vinsam lega beffnir aff tilkynna þátttöku sína sem allra fyrst, annað livort á skrifstofu Alþýffuflokksins í Reykjavík (sírnar: 15020 og 16724) effa til formanns skemmtinefndar Emelíu Samúels- dóttur (sími 13989). ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. nóv. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.