Alþýðublaðið - 12.11.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.11.1964, Blaðsíða 9
óra Olympiuskáksveitarinnar og 15 um nætur. Regntíminn get uf fariS að hefjast hér hvað úr hverju og myndi gróðurinn þakka fyrir hann, svo og t.d. appelsínu bændur. En nóvember er á hvörf um sumars og komu vetrar og er því ærið oft einhver þægileg asti mánuður ársins á þessum slóðum, að sögn.Það eigum við skákmenn eftir að reyna. Við skruppum til Jerúsalem- bargar í blíffviðrinu í fyrradag og þáðum þar síðdegisboð forseta landsins, Shazars, sem er maður hinn -virðulegasti og einkar geð- þekkur. Hiann flutti skákmönnum fögur orð í ræðu og lét sig ekki muna um að hefja mál sitt og enda meff tfrumotrt/a ljéjði, því aff hann kvað vera skáldmæltur veL Forseti alþjóðaskáksambands ins, Folke Rogard lögmaður í Stokkhólmi, þakkaði með annari ágætri ræðu. Mjög þótti okkur íslendingum til þess koma, er við ókum inn í hina fornhelgu borg fyrsta sinni, að þar skyldu blakta hundruð íslenzkra fána við hún meðfram mörgum helztu götum. Var höfuð borg Ísraelsríkis þannig skreytt til heiðurs íslandi vegna forsætis ráðherrahjónanna er komu í opin bera heimsókn kvöldið áður, og hafði reyndar krossfáninn íslenzki heilsað okkur á flugstöðinni í Tel Avív kvöldið áður, en þangað komu heiðursgestirnir aðeins tæp ri stund á undan skákmannaflug vélinni frá Norðurlöndum, Boeing þotu frá E1 Al, aðalflugfélaginu hór. Eina byggingu komum við í aðra en forsetabústaðinn í Jerús alem. Það er mannvirki reist til minningar milljónum Gyðinga, er létu lífið fyrir hryllingaræði nazismans. Komum við fyrst inn í stóran sal, þar sem var að ljúka daglegri helgistund við flöktandi lýsingu frá opnum eldi. Þar eru í gólfið grópaðar hellur meff nöfn um u.þ.b. 20 útrýmingarbúða stríðsáranna, og er áletrunin með hebresku og latnesku letri. í öðr um salarkynnum gefur svo að líta myndir og minjar um þær yfirgengilegu hörmungar, sem fólkið varð að þola. Meðfram veg inum til Jerúsalem er 6 milljón trjáa greniskógur, sem er ekki jöngu risinn þarna til að' minnast einnig þessa fólks, hinna 6 millj. Gyðinga gasstöðva og eyðingar búða, opnast þá enn betur augu manns fyrir því hvílíkur aragrúi þetta hefur verið, þegar hvert tré í þéttum og stórum skógi svarar til eins mannslífs. Svo aftur sé snúið að skákmál um er þess næst að geta, að aldrei hefur fyrr verið haldið líkt því svo fjölmennt Ólympíuskákmót og sýnir það með öðru, hvilíkt aðdráttarafl landið helga hefur fyrir menn úr öllum heimshlutum. Hér eiga allar álfur sína fulltrúa, 'að vísu er aðeins ein sveit frá Afríku og Ástralíu, en þær eru sjö frá Asíulöndum, 15 frá Amer íku og 26 frá Evrópu. Held ég að ekki vanti aðrar Evrópuþjóðir í safnið en ítali, Albani og Möltu búa, og eiga þeir þó ekki um lang an vegað sækja. Mið- og Suður- Ameríkuþjóðir hafa aldrei verið svo fjölmennar sem nú. Vantar þó stærsta ríkið Brazilíu. Mexíkó kemur nú fram með skáksveit í fyrsta skipti, og er foringi hennar virðulegur ofursti úr hernum sem klæðist jöfnum höndúm græn um einkennisbúningi sínum og almennum fatnaði. Annar mikill persónuleiki, er eftirtekt vekur er frá Frakklandi, hár maður og óhemjulega umfangsmikill, al- skeggjaður með ósköp tilkomu- lítil gleraugu, og tautar hann löngum eitthvað fyrir munni sér við skákborðið. Sovétmenn eru auðvitað fræg astir skákmanna nú sem endra nær. Þar er heimsmeistarinn Petr osjan i broddi fylkingar, og honum næstir tveir fyrrverandi tignar menn slíkir, Botvinnik og Smysl off, en þótt þeir hafi yfir fjórða heimsmeistaranum að ráða er hann ekki með í för að þessu sinni, þ.e Tal. ’Mun það stafa af því að hann veiktist á síðasta áskorendamóti og tók svo ekki þátt í síðasta Rússlandsmóti. Keres, Stein og Spassky fylla hin þrjú sæti sovétsveitarinnar, og ætti bikarnum góða, sem kennd ur er við Hamilton-Russell að vera borgið í höndum slíkra sexmenn inga. (Ég get látið þess getið innan sviga, að ég sá þá báða í Moskvu á dögunum, vin minn Mikhail Tal og Hamilton-Russel bikarinn). Eitthvað er hér fleira af frægum rússneskum skákmönn um, t.d. Geller og Kotov, sem er fyrirliði sveitarinnar. Tveir erlendir kunningjar okkar frá Reykjavíkurmótinu í vetur eru hér, þeir Gligoric og Svein Jo- hannessen. Þeir fóru báðir hægt Frh. á 13. síðu. iiillliiiliilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiMii i ti iii ii llllllllllll•llllllllllllllllllll•lllllll|||||||||■ll■|||| iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiuiiiiiiiiin i ii 11 iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiuriiiir mri Geraldine Page fer með hlut- i verk Ölmu, leikur hennar er vel • Upp byggður og sannfærandi og . ég rek þau augnablik hiklaust til leikstjórans, þar sem brotalamir • verða á. Lawrence Harvey leikur i John Buchanan, margt tekst hon- um vel, en þó svo, að hann fellur í skugga Geraldine Page. Einnig þar þykist ég þá sjá áhrif leik- stjórans. Ógleymanlegur verður leikur Unu Merkel í hlutverki frú Wine- r miller. i Hér er ekki um að ræða mynd, i sem mun falla öllum í geð. Til þess eru mörk Williams of auð- i sæ á henni, hans orð og vanga- , veltur of stór þáttur, en aðdá- - endum hans mun vissulega ó- ■ hætt að fara og sjá þessa mynd. Eg leyfi mér og að mæla méð l henni, ekki vegna þess, að hún sé : eitthvert þrekvirki frá leikstjór- i ans hendi, en lmn er trú sjálfri sér og Tennessee Williams. H.E. ' ■■■ ' ■ DÖMUR FYRIR PRESSUBALLIÐ Ný sending: ýV SÍÐIR SAMKVÆMISKJÓLAR ☆ STUTTIR KVÖLDKJÓLAR ☆ KVÖLDTÖSKUR — HERÐASJÖL ýV HANZKAR, háir og lágir. i? SKARTGRIPIR >- r HJA BARU Austurstræti 14. NÁMSKEIÐ í HJÁLP í VIÐLÖGUM hefst þriðjudaginn 17. þ.m. fyrir almenning. Áherzla verður lögð á að kenna lífgun með blásturs* aðferð Kennslan fer fram kl. 5 til 6,30 eða 8,30 til 10, annan, hvern dag. Þátttaka tilkynnist strax í skrifstofu R.K.L, Öldugötu 4. Sími: 14658. Kennsla ókeypis. Reykjavíkurdeild Rauffa kross íslands. AFGREIÐSLUFÓLK Duglegt aígreiðslufólk óskast til starfa í eina kjötverzlun okkar. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Sláturfélag SuSurlands. Verksmiöjuvinna Starfsfólk, konur og karlar óskast til verk- smiðjuvinnu nú þegar. Yfirvinna, ekki unnið á laugardögum. Upplýsingar ekki gefnar í síma. HAMPIÐJAN H.F. Stakkholti 4. NÆLONSKYRTUR Ódýru vestur-þýzku prjónanælon skyrt urnar komnar aftur í dökku litunum. VERÐ KR. 235,00 Lækjargötu 4. — Miklatorgi. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiii"***‘miuu .111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiminimiiimimiiiimiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim’** ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. nóv. 1964 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.