Alþýðublaðið - 12.11.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.11.1964, Blaðsíða 16
Alþýðublaðið kost- ar aðeins kr. 80.00 á ^ mánuði. Gerizt á- skrifendur. Fimmtudagur 12. nóv. 1964 Barnatónleikar í Háskólabiéi Reykjavík, 11. nóv. OÓ. Sinfóníuhljómsveit íslands held ur barnatónleika í Háskólabíói n.k. laufifardag kl. 3 eh. Stjórnandi verður Igor Buketoff og Lárus Pálsson, leikari, verðu kynnir off flytur skýringar. Efnisskráin verð rsws.'. i~* ur mjög- fjölbreytt og verkin mið uð við hæfi barnanna. Leikin verða verk eftir Mosart, Liadov, Gluck, AVeber, Bizet og Strauss. Fyrstu barnatónleikar Sinfón- íuhljómsveitarinnar *voru haldnir Framhald á 14. síðu AlþýSuflokksfélag Reykjavíkur heldur spilakvöld annað kvöld (föstudag) kl. 8.30 í ISnó- Húsið er opnað klukkan 8. Sameiginleg kaffi drykkja og dans á eftir. Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stund víslega. 1 %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%* „Upp í 104 meldingar á einum sólarhring" Rætt við Markús Þórðarson á Dalatanga Reykja\ík, 11. nóv. - GO ÞAÐ voru fleiri en sjómenn- irnir, sem höfðu langa útivist og einangrun á síldveiðitíma- bilinu í sumar. Sitthvað þurfti að gera í landi í sambandi við veiðarnar og þann 8. júní í vor komu tveir menn á einn af- skekkta&ta stað landsins og sett ust þar að sumarlangt. Menn- irnir voru Jóhannes Halldórs- son og Markús Þórðarson, en þeim var skákaö niður í skjól vitavaröarins á Dalatanga, þar sem þeir voru svo síldarflotan- um til halds og trausts meðan á þurfti að halda. Við hér á Al- þýðublaðinu þurftum oft að gera þeim ónæði með hringing um okkar, en þeir tóku okkur ævinlega sem sannir séntil- menn þótt auðvitað kæmi fyrir að örlítill súrkeimur væri af, eins og gengur. Sömu sögu er að segja um starfsbræður þeirra á Raufarhöfn. Þeir Markús og Jóhannes eru báðir gamlir uppgjafaskipstjór ar. Markús er nú búsettur á Hellissandi og var formaður við Breiðafjörð í 30 ár. Hanu leit inn til okkar í dag, líklega tll að sjá framan í þessa fugla, sem voru síhringjandi í sumar og síspyrjandi misgáfulegra spurninga. — Hvernig stóð á því Mark- íis, að síldarleitin var flutt frá Seyðisfirði að Dalatanga? Markús Þórðarson frá Dalatanga. — Þannig var, að skilyrði eru miklu betri þar útfrá. Við er- um nær bátunum og höfum meiri yfirsýn. Okkur var Iíka ætlað það hlutverk að fylgjast með ástandinu í öllum bræðsl- um sunnan Langaness og gefa bátunum upplýsingar um hvar fljótlegast væri fyrir þá að losna við aflann. — Urðuð þið þá ekki að fylgj ast með ástandinu á söltunar- stöðvunum? f’ramhald á síðu 4 tMMMMWMMWWWMWWWViWWVMWM VWWWtWWWWMWHWWWWMWWW Stjórn Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar endurkjörin ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Hafnar jijarðar hélt aðalfund sinn mánu- daginn 9. nóv. sl. Var stjórn félagsins öll endur- tijörin í einu hljóði, en hana skipa eftirtaldir menn: Aðalmenn: Þórður Þórðarson, fönn,, Stefán Gunnlaugsson, vara -lorm., Eyjólfur Guðmundsson, vfitari, Ólafur A. Kristjánsson, ^fjaldkeri og Gunnar Bjarnason, fjármálaritari. Varamenn: Sigurður Emilsson, Jón Guðmundsson og Helgi Jóns- son. Þá fór fram á fundinum kosn- ing fulltrúa á 30. flokksþing Al- þýðuflokksins, sem háð verður seint í þessum mánuði. Þessir hlutu kosningu. Aðalfulltrúar: Emil Jónsson, Þórður Þórðarson, Kristinn Gunn arsson, Stefán Gunnlaugssón, Yngvi R. Baldvinsson og Gunnar Bjarnason. Varafulltrúar: Helgi Jónsson, Eyjólfur Guðmundsson, Guðlaug- ur Þorsteinsson, Jón Guðmunds- son, Sveinn V. Stefánsson og Guð- laugur Þórarinsson, (f'ramhald á 5. síSu). Elliheimilið Grund stækkað Reykjavík. 11. nóv. GO. NÝLEGA var tekin í notkun viðbót við elliheimilið Grund hér í Reykjavík. Þar er rúm fyrir 30 vistmenn, aðallega í einstakl ingsherbergjum, en þó eru þar 2-3 tveggja manna herbergi. Þeg ar er skipað í 22 rúm, þannig að 8 eru laus ennþá. Viðbótin er til húsa að Blóm- vallagötu 12, þar sem áður var aðsetur starfsfólks, reyndar býr starfsfólk enn á tveim efstu hæð unum en ætlunin er að leggja húsið algerlega undir gamla fólk ið að lokum og koma starfsfólk- inu fyrir annarsstaðar. Heimilið nefnist Minni Grund. Þar eru 50 herbergi, sem skiptast þannig, að 18 eru notuð fyrir starfsfólkið 28 fyrir vistfólk og 4 herbergi eru notuð sameigin.Vega, sem setu- stofa, borðstofa o.s.frv. Þarna verður eingöngu fólk, sem hefur ferlivist og getur farið á milli húsanna í mat. Að vísu er eldhús á hverri hæð, eu mötuneyti hefur ekki verið skipt ennþá. Húsið er fjórar hæðir og kjallari. Gangar allir, stigar og gólf er teppalagt allt málað í björtum og hreinum litum. Húsið í stuttu Gísli Sigurbjörnsson forstjórl Grundar sýndi blaðamönnum hús ið í dag. Hann lét þess getið við það tækifæri, að hann hefði mik inn áhuga á að færa enn út kví- arnar og þá helzt með því að kaupa hentugt hús í nágrenninu. Dvalarkostnaður á elliheimil inu Grund er 130 krónur á dag þar eru nú 397 vistmenn, ef heim ilið í Hveragerði er talið með, en í Reykjavík eru vistmenn 348 tala ins. 750 TONN FRYSI í ÓLAFSVÍK Ólafsvík, 11. nóv. - OÁ-ÁG FRÁ því 24. október síðast lið inn hefur verið saltað í 1450 tn. af síld hjá Frystihúsi Ólafsvíkup og í 886 tn. hiiá Kirkjusandi. Síð an síldarmóttaka hófst hér hafa verið fryst 400 tonn lijá Kirkju- sandi og 350 tomi hjá Frystihúsi Ólafsvíkur. Laudlega var hér i gær, en gott veður í dag og ailip bátar úti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.