Alþýðublaðið - 12.11.1964, Page 4

Alþýðublaðið - 12.11.1964, Page 4
RAGNAR JÓNSSON (S) tók í dag sæti á Alþingi í stað Guð- laugs Gíslasonar (S) sem verður fjarverandi um hrjð. SJÁLFV<IRKUR SÍMI í HAFNIR. Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráðherra (S) gaf þær upplýs- ingar í svari við fyrirspurn í sameinuðu þingi í dag, að í næsta mánuði yrði væntanlega hafizt handa um að teg.ja Hafnir við sjálf- virka símakerfið á Suðurnesjum. Sagði ráöherrann að þetta liefði dregizt lengur en ætlað var í fyrstu, vegna tafa á afhcndingu efnis. Það efni, sem liefði átt að nota, hefði komið til landsins 1963 en bilað í flutningum og því hefði orðið að panta nýtt, og mundi unnt að byrja á verkinu I næsta mánuði. Þá sagði ráðherrann ennfrem- ur að samkvæmt áætlun.'sem gerð hefði verið 1960 ættu aliir kaup- staðir, kauptún og þéttbýlli sveitahéruð að vera búin aö fá sjálf- virkt símasamband árið 1968. KEFLAVÍKURVEGURINN. í svari við fyrirspurn um hvenær lokið yrði við Keflavíkurveg- inn nýja, sagði samgöngumálaráðherra Ingólfur Jónsson (S) í dag, að lokið yrði við veginn næsta sumar. 1 lok þessa árs eða byrjun næsta árs, er 'áætlað að lokið verði undirbyggingu vegarins alla leið að bæjarmörkum Keflavíkur, en þá er eftir að setja varanlegt slitlag á 22 kílómetra kafla. Verður 'það gcrt næsta sumar. Ráðherra gaf ennfremur þær upplýsingar um Vesturlandsveg, að búið væri að ákveða vegarstæðið fyrir Kollafjörð. Áætlanagerð í sambandi við þetta verk væri ekki lokið, en málið mundi hins- vegar koma til kasta Alþingis áður en langt um liði, þegar vegaá- ætlun yrði lögð fram. Þingsályktunartillaga um stóriðjumál kom til umræðu á ný í sameinuðu þingi í dag. Var henni vísað til síöari umræðu og fjár- liagsnefndar. Lúðvík Jósefsson (K) kvaddi sér hljóðs um þingsályktunartil- lögij um kaup seðlabankans á víxlum iðnaðarins. Mótmælti Lúðvík ýmsum atriðum í ræðu, sem Þórarinn Þórarinsson hélt fyrir nokkru. Ræddi Lúðvík einkum um hin mismunandi hlutverk Seðlabankans og viðskiptabankanna. TÆKNISTOFNUN SJÁVARÚTVEGSINS. Gils Guðmundsson (K) mælti fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur um Tæknistofnun sjávarútvegsins. Sagði liann, aö nauð- synlegt væri að taka öll þessi mál fastari tökum, en áður hefði ver- ið gert, því við mættum ekki að dragast aftur úr á þessu sviði. Gils fór nokkrum orðum um stjórnarfrumvarpið sem lagt hefur verið frani um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, og sagði að ef til vill mætti bæta inn í það ýmsum ákvæðum, sem fælust í tillögu sinni, en sín skoðun værí samt sú að heppilegra væri að láta þessi mál heyra undir sjálfstæða stofnun, sem hefði töluvert rekstrarfé. AKFÆRT UMHVERFIS LANDIÐ. Töluverðar umræður urðu um þingsálvktunartillögu nokkurra Framsóknarmanna um að gert verði bílfært hringinn í kring um landið. Óskar Jónsson (F) mælti fyrir tillögunni og reifaði málið -og benti á hverjar væru helztu hindranir í vegi fyrir framkvæmd þess. Hann benti á hve gifurlega það mundi stytta leiðina til Aust- fjarða ef hægt væri að fara sunnan jökla. Þetta væri ekki aðeins •Ihagsmunamál þeirra, sem þarna byggju heldur allra landsmanna, ■sagði hann. - Lúðvík Jósefsson (K) kvaðst áður hafa flutt tillögur um þetta efni, en þá hefði ekki borið mikið á áhuga framsóknarmanna. .Hann kvaðst vera þeirra skoðunar að hrinda yrði þessu máli í fram kvæmd sem allra fyrst, því það þyldi ekki verulega bið. Auk fyrrgreindra tóku til máls. Jónas Pétursson (S), Ragnar fJónsson (S) og Páll Þorstein'sson (F). BÚFJÁRRÆKTARLÖG. - Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp til nýrra búfjárræktar- ilaga. Frumvarpið er mikill lagabálkur í 9. köflum, 82. greinum. Er það sarnið af nefnd tilkvaddri af stjórn Búnaöarfélags íslands. Verða frumvarpinu gerð nánari skil þegar það kemur til umræðu. Lúðvík Jósefsson (K) hefur lagt fram þingsályktunartillögu um opnun vegasambands miili Fljótshverfis og Suðursveitar, þannig að vegakerfið myndi órofa hringleið um landið. Þá hefur Lúðvík cinnig lagt fram frumvarp til laga um breytinu á lögum um bann .gegn botnvörpuveiðum og gerir það ráð fyrir verulega hækkuðum sektum fyrir brot á lögunum, 4 12. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 12 ÁRA BORN VERDA PRÓF- UÐ I UMFERDARREGLUM Reykjavík 11. nóv. EG. Allmiklar umræður spunnust um umferðarkennslu í skólum í sameinuðu þingi í dag. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra (A) svaraði fyrirspurnum um þessi mál frá Jóni Skaftasyni(F) og sagði þá meðal annars, að í vor myndu börn í tólf ára bekkjum í öllum barnaskólum í kaupstöð urn hér á landi taka próf í umferð arreglum. Fyrirspurn Jóns Skaftasonar (F) var á þá iund hvernig ákvæði um umferðarkennslu héfðu verið framkvæmd og hver kostnaður hefði orðið við kennsluna. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála ráðherra. (A) svaraði fyrirspurn- inni og benti á það í upphafi ræðu sinnair að sívaxandi umferð væri stórfellt vandamál sem vafalaust ætti eftir að versna með aukinni bifreiðaeign lands- manna. Gylfi rakti sögu umferð ar^cyu|slunaf í skóluniim, sem framkvæmd er samkvæmt reglu gerð frá A960. Markmið kennsl- unnar skal vera sam- kvæmt reglu- gerðinni. að gera nemend- um Ijósar þær hættur, sem umferð- in skapar, kenna hem- endum um- ferðarreglur í samræmi við þroska þeirra og kenna þeim að hlýðnast settum reglum um þessi efni. Skýrði ráðherrann síðan nánar hvernig kennslunni er liagað í skólum landsins og gat þess að bæði Kennaraskólinn og íþrótta kennaraskólinn hefðu sérstök nám skeið um þessi mál fyrir kennara efni. Árið 1960 var þess farið á leit við nefnd sem fjallar um ráðn ingar nýrra opinberra starfsmanna að ráðinn yrði sérstakur maður til að hafa eftirlit með þessari kenns lu. Aðeins fékkst ráðinn maður hálfan daginn og varð fyrir val inu Jón Oddgeir Jónsson, sem síðan hefuir gegnt þessu starfi. Hefur hann m.a. skrifað umferð arbók, sem dreift hefur verið í átta þúsund eintökum meðal skóla nemenda. Jón hefur haldið nám skeið með fjölmörgum starfandi kennurum og aflað fræðsluefnis og í vor mundu börn í tólf ára bekkjum í öllum kaupstöðum landsins gangast undir próf í um ferðarreglum er þau ljúka burt fararprófi. Þá gat ráðherra þess að verið væri að undirbúa kennslu bók í þessum efnum fyrir ung- lingaskólana og yrði hennar ekki ýkja langt að bíða. Um kostnaðinn sagði ráðherr ann, að hann væri nú hálf laun þamkvæmt 17. launaflokki, eDa um 60 þús. kr. á ári. Annar kostn aður væri borinn uppi af hinu almenna skólakerfi. Gylfi Þ. Gíslason kvaðst vera þeirrar skoðunar að þessa kennslu þyrfti að efla í skólum landsins og mundi hann beita sér fyrip því að svo yrði. Urðu síðan nokkrar umræður um málið og vitnaði Jón Skaftai son i tímaritsgrein, þar sem þessl mál voru talin í mesta ólestrl og gífuryrði ekki spöruð. Menntamálaráðherra kvað um- mælin í nefndri tímaritsgrein vera mjög orðum aukin og nálgast það að vera sleggjudómar. Ráðherr ann endurtók að lokum og lagði áherzlu á að þessi kennsla mættl og ætti að verða meiri, og mundi hann gera það sem í hans valdl stæði til, að svo gæti orðið. Auk fyrrgreindra tóku til mála Alfreð Gíslason (K) og. Hanni- bal Valdimarsson (K). MtMHMMmUMMMMUMMMUUVHHIMMMVMtMMUMMM) Upp í 104 Framhald af síðu 16. — Nei, reyndar ekki. Hver staður hefur sitt radíó, sem söltunarstöðvarnar reka í sam- einingu og bátarnir melda sig venjulega beint, en auðvitað sögðum við þeim það sem við vissum. Ég held að þessi bú- staðaskipti síldarleitarinnar hafi yfirleitt mælst vel fyrir, a. m. k. veit ég ekki annað, en fleiri séu ánægðir en hitt. — Nú mæddi mest á ykkur í sumar. Var þá ekki mikið að gera suma daga? —- Ég man nú ekki hvaða dag það var, en einu sinni komust meldingarnar til okkar upp í 104 á einum sólarhring. Þá höfðum við mikið að gera. Nú, á hverjum degi urðum við að gera 4 skýrslur um sólarhrings veiðina. Eina handa fiskifræð- ingnuum, svo kallaða jakobs- skýrslu, þá færslu í meldinga- bók stöðvarinnar, dagbók fyrir Landsímann og aðra dagbók fyrir stöðina sjálfa um við- skipti dagsins. Það var mikil skriffinnska maður. — Það hefur þá ekki verið mikið næði þrátt fyrir einangr- unina? — O, jú, blessaður vertu, þetta var ósköp friðsælt og ró- legt, nema tarnir og þessi ómiss andi liávaði, sem hlýtur að fylgja hverju síldaiieitarradíói. Maður talaöi nokkuð mikið og er oröinn liás eins og þú heyr- ir. — Hver stjórnaði síldarleit- inni? — Barði Barðason var síldar- leitarstjóri í landi, en á hinn bóginn má segja að Jakob Ják- obsson hafi verið síldarleitar og síldveiðistjóri til sjós. — Hvernig var samgöngum háttað og hvernig var búið að ykkur þarna útfrá? — Við fengum póst með báti sem gekk frá Norðfirði að Brekku í Mjóafirði. Þessi bát- ur á að ganga á hverjum fimnitudegi, en á því vildi nú verða nokkur misbrestur. Jeppa vegur er að Dalatanga um Mjóaf jarðarheiði ofan af Egils- stöðum, en þó vegurinn sé ekki nema úm 60 kílóinetra langur, er þetta 4ra tíma keyrsla, svo er nú hraðinn mikill og skutlið þessa leið kostar 1500 krónur. Samband við umheiminn höfð- um við svo gegnum talstöð og síma. Við bjuggum hjá Halldóri Víglundssyrii vitaverði og var aðbúnaður aliur og viðurgern- ingur í fæði eins og best varð á kosið. — Þú segist hafa verið skip- stjóri við Breiðafjörð í 30 ár. Ferðu þá ekki á sjóinn aftur fyrst nú er komin útgerðarað- staða á Rifi? — Ileldurðu að ég hafi ekki róið frá Rifi? O-jú, en mér finnst ég vera búinn að gera nóg og hef ekki liug á að' byrja aftur. Hitt getur verið, að við spjöllum saman aftur næsta sumár gegnum sömu línu frá Reykjavík austur að Dalatanga. — Og hvenær lokuðuð þið svo búð og liættuð að liöndla? — Það var í gærmorgun klukkan 9. Við flugum svo til Reykjavíkur samdægurs og cr- um þá búnir að vera þarna eystra í 5 mánuði. Öll aðkomu- skip voru hætt þegar við fórum og ekki nema eiF.hvað 5 heima- skip eftir, sem ekki var einu sinni víst að færu oftar út á mið. iWtWMWWWWMWWVWWWWWMVWWWWMWW

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.