Alþýðublaðið - 12.11.1964, Page 7

Alþýðublaðið - 12.11.1964, Page 7
Sjónvarpsmál, stjórnarskrármálið og fleira ★ EITT BOKASAFNT. Handritin úr Árnasafni eiga eð fara að koma heim til íslands. Hvenær það verður er þó ekki með íullu vitað enn þá. Þau eru sögð vera um það bil 1800 talsins og mun ekki fara næsta mikið fyrir þeim. Handritasafni Landsbóka- safnsins hefur nú verið komið prýðilega fyrir í Landsbókasafns- húsinu þar sem Náttúrugripa- safnið var áður til húsa. Er það rógur einn, þegar því hefur ver- ið haldið fram, að Landsbóka- safnið sjái ekki vel fyrir geymslu handrita sinna, en þau eru sögð vera um 12000 talsins. í salar- kynnum handritasafnsins eru á- kjósanleg vinnuskilyrði, enda munu nú starfa þar að jafnaði 2 Starfsmenn Handritastofnunarinn- ar og 3 styrkþegar, auk bókavarða Landsbókasafns og þeirra fræði- manna er einkum vinna að hand- ritarannsóknum. Handrit Lands- bókasafns tilheyra ekki Handrita- Stofnuninni, sem á að taka við handritunum úr Árnasafni. — í geymslum handritasafns Lands- bókasafnsins mun vera mikið meira en nóg rúm til að geyma handritin úr Árnasafni, þegar þau koma, a.m.k. til bráðabyrgða. Nú ber svo undarlega við, að allt í einu er ákveðið að byggja sérstakt Safnhús fyrir handritin úr Árna- safni. Skal það hús rísa suður á háskólalóðinni og vera sambyggt kennslustofum fyrir kennslu í ís- lenzkum fræðum. Byggingu þess hluta hússins sem á að vera fyrir handritin ætlar svo ríkissjóður að kosta með hvorki meira né minna en 10 milljónum króna. Háskólanum mun ætlað að bera kostnaðinn af byggingu hins hluta hússins. Þetta var nú um bygg- ingarmál hinnar nýju handrita- stofnunar. En hvað þá um bygg- ingu og húsnæðismál annarra rík- issafna, svo sem Landsbókasafns- ins og Háskólabókasafnsins. Við skulum líta ögn nánar á þau mál: í september 1956 skipaði Al- þingi 5 manna nefnd til þess að athuga hvort fjárliagslega og skipulagslega muni eigi hag- kvæmt að sameina Háskólabóka- safn og Landsbókasáfn að ein- hverju eða öllu leyti, þannig, að Háskólabókasafnið verði fram- vegis handbókasafn fyrir Háskól- ann en Landsbókasafnið taki við öðrum hlutverkum þess, í nefndinni áttu sæti próf. Þorkell Jóhannesson- fyrrv. landsbóka- vörður, Björn Sigfússon háskóla- bókavörður, Finnur Sigmundsson | landsbókavörður, ’ Bjarni Vil- { hjálmsson cand. mag. vist frá Ríkisskjalasafninu og Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Þessi nefnd skilaði eftir 4 mánuði 11. janúar 1957 rökstuddu áliti þar sem niðurstöður hennar og aðal- tillögur eru svohljóðandi: „1. Að Landsbókasafn og Há- skólabókasafn. verði sameinuð. Landsbókasafn verði aðalsafn en Háekólabókasafniö verði miðað.1 við handbóka og námsþarfir stúd- enta og kennsluundirbúning og rannsóknir háskólakennara. 2. Að reist verði bókasafnshús í næsta nágrenni við Háskólann til þess að sameining bókasafn- anna verði framkvæmanleg.” Alþingi féllst svo með þingsá- lyktunartíllögu, er það samþykkti á árinu 1957, algerlega á tillög- ur nefndarinnar. Síðan hefur elckert af máiinu heyrzt fyrr en auglýst er bygging húss yfir hand rit Árnasafns og tilkynnt að skip- uð hafi verið rammbyggileg bygg ingarnefnd til þess að sjá um að reisa það hús. Af þessu sem að framan segir virðist augsýnilegt, að mikil þörf er á að reisa nýtt og fullkomið bókásafnshús og sameina Háskóla bókasafnið og Landsbókasafnið eins og nefndin lagði til. Virð- ist auðsætt að Árnasafn fái eins og væntanlega Ríkisskjalasafhið og Handritasafn Landsbókasafns- ins heppilegan samastað í því húsi. Að fara að eyða fyrst 10 milljónum í byggingu húss yfir 1800 bindin úr Árnasafni, hvenær sem þau svo koma til íslands, myndi áreiðanlega tefja fyrir lausn á vandamálum bókasafn- anna, bæði hvað snertir samein- ingu þeirra og byggingu heppi- legra húss fyrir þau. ★ RAFMAGNSMÁL. Þá ætla ég að minnast örlítið á rafmagnsmálin. Einhver var að spá því hér í útvarpinu um dag- inn að Blanda yrði ekki virkjuð fyrir aldamótin næstu. Eg vil ekki neita því að svo geti ekki farið, því að vegir vatnsorkumála- stjórnar vorrar virðast vera órann- sakanlegir. En sannast að segja er það harla torskilið að fullnað- arrannsókn á þessari virkjun skuli ekki vera látin fara fram. Sig- urður Thoroddsen telur í skýrslu sinni um virkjanlegt vatnsafl á ís- landi að þarna sé hægt að virkja 360 þús. kílówatt eða rúm 500 Myndin er frá skólasjónvarpi í Bretlandi. þús. hestöfl en raforkumálaskrif- stofan fer varlegar í sakirnar og telur að þar megi þó virkja tæp 400 þús. hestöfl. Því er ekki hægt að neita að Blönduvirkjun hefur umfram alla aðra kosti, svo sem lágan virkjunarkostnað á hestafl þann mikla kost, að bún liggur þannig miðsvæðis að með virkjun hennar væri sjálfkrafa komin landsrafveita, þegar búið væri að I tengja liana við virkjanir fyrir ' sunnan, norðan og vestan. Þá er | það mikill kostur að Blönduvirkj- I un er ekki á landskjálftasvæði og að mannvirkin þurfa ekki að standa á hrauni sem ef til vill lek- ur. Margir sem lítið þekkja til orkumála álíta að vatnsafl á ís- landi sé allt að því óþrjótandi. Því fer þó fjarri að svo sé. Sam- kvæmt reynslu undanfarandi ára má reikna með að orkuþörfin tvö- faldist á hverju tíu ára tíma- bili. Ef fullnægja á þessari orku- þörf með vatnsafli eingöngu verða íslendingar samkvæmt útreikning- um raforkumálaskrifstofunnar að hafa lokið við að virkja allt nýti- legt vatnsafl á íslandi eftir 49 ár eða árið 2013. Sést m. a. af þessu hvílík fjarstæða er allt tal um það, að virkja íslenzkt vatnsafl til útflutnings á raforku, þótt þetta væri hægt tæknilega séð, sem er mjög vafasamt sé miðað við hinn gífurlega kostnað við slíkar aðgerðir. Áður en ég skil Sigurður Jónasson, fyrrverandi forstjóri, flutti erindi í útvarpið síðastliðihn mánudag í þættinum Um daginn og veginn. Alþýðublað ið hefur fengið leyfi tij að birta erindi Sigurð ar í heild. íVWWWWVWWWWVWVWVVWWW við þetta mál, vil ég geta þess, 1 að heyrzt hefur, að sérfræðingar leggi til að leysa beri raforku- vaudamálin utan Suðurlandssvæð- isins með því að setja upp og reka olíukynntar gastúrbinustöðvar. — Minnir þetta ískyggilega mikið á það, þegar tillaga kom fram frá ábyrgum aðilum í Bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1928, um að leysa raforkumál Reykjavíkur með því að reisa 600 kílówatta rafstöð suður á Melunum í stað þess að hefjast þá handa um virkjun Sogsins. ' Fyrir einu eða tveimur árum hélt einn helzti orkumálasérfræð- ingur Norðmanna fyrirlestur í Reykjavík um orkumál Norð- manna. Lýsti hann ýtarlega hve mikið væri búið að virkja í Noregi af vatnsafli til raforkuframleið- slu. Voru Norðmenn mikið hærri en íslendingar, en þó tók út yfir þegar borið var saman hve mikið var verið að virkja af vatnsafli í Noregi og hve lítið hér á landi. Til þess að jafnast við Norðmenn þyrftum við að virkja árlega a. m.k. 20 þús. kílówött og hafa Norðmenn þó eins og áður var sagt þegar virkjað miklu meira vatnsafl en íslendingar svo virkj- anir vorar þyrftu í rauninni að vera miklu meiri árlega en 20 þús. kw. til þess að við hefðum von um að ná þangað með tærn- ar sem Norðmenn hafa hælana í þessum efnum. ★ SKÓLANÁMIÐ. Það er ómaksins vert, að lesa fjárlagafrumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi. Það má bæði lesa sem skemmtilesningu en mörg atriði eru þar alvarlegrar umhugsunar verð svo sem 459 milljóna áætluð útgjöld vegna kennslumála. Og sagan er ekki öll þar með sögð, bæirnir og sveitar- félögin béra líka nokkurn kostn- að, t. d. Reykjavík 40 milljónir umfram tillag ríkisins. í Reykja- vík munu vera hartnær 14 000 börn og unglingar í skólum. Sitja þau á skólabekk nokkuð mismun- andi langan tíma á dag í 8-9 mán- uði á ári í 7-9 ár. Mikill ætti nú árangurinn að verða af þessari miklu skólabekkjasetu. Nú er ver- ið að tala um að lengja tímann um 1 ár, sem að vísu gildir ein- göngu um þá unglinga sem ekki taka viðbótarnámið hvort sem erf En þctta sýnir hvert stefnii* og alltaf klingir það sama við, ö$ lengd skólabekkjasetunnar er gagnrýnd. Tíminn er lengri á Norðurlöndum. Eins og íslending- um beri skylda til að tyggja allt upp á dönsku, sænsku eða norsfci* í þessum efnum. En hvað er 'riúi til ráða áður en í fullkomið óéto.i er komið. íslendingar eru mikiti fvrir að skipa nefndir, ef leysa þarf eitthvert vandamál, þó. þvt miður gefist þetta ekki of vel stundum. Samt hygg ég að reyn- andi væri að Alþingi skipi stóra nefnd, segjum 20-30 konur 6g karla og ekki endilega allt séi’- fræðinga til þess að rannsaka alla möguleika á því að gera skólanárp- ið allt.frá barnaskólum upp í há- skólann ódýrara og ekki eins tíma frekt og nú er, en ná þó sarha eða betri árangri. Hygg ég' að helztu möguleikarnir til þess, séu fólgnir í því, að taka nýjustu tækni i þjónustu skólafræðslunn- ar og skólauppeldisins og hygg að þar verði íslenzkt fræðslusjón- varp þyngst á metunum. í fram- tíðinni. ★ SKÖLASJÓNVARP. _ Nú þegar hefur verið hafinn all mikill undirbúningur að stofnuu íslenzks sjónvarps, þótt varla megi segja að það hafi þegar bein- línis verið stofnað. Samkvæmt útreikningum sérfræðinga vírðist allgott útjit fyrir að stofnkostnað- ur ríkissjónvarps sem byggt verði upp á 5 til 7 árum þurfi ekki nð verða hærri en 180 milljónir króna og geti það sjónvarp þá náð til allra landsmanna. Virðast ljér á landi að ýmsu leyti vera.betri að- Framhald á síðu 10. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12. nóv. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.