Alþýðublaðið - 12.11.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.11.1964, Blaðsíða 11
Kjartan Guðjónsson sfökk 7,93/n. í hást. Á mánudag var háð keppni í frjálsíþróttum inhanhúss á Akur- eyri milli Menntaskólans og Sam- vinnuskólans. Einnig var keppt í körfuknattleik og knattspyrnu. Allgóður árangur náðist i frjáls- íþróttum, t. d. sigraði Kjartan Guð jónsson, M, í hástökki, stökk 1.93 m., sem er hans bezti árangur innanhúss. Annar varð Jóhannes Gunnarsson, M, 1.73 m., og þriðji ungur piltur frá Samvinnuskólan- um, sem einnig stökk 1.73 m. — í þrístökki án atrennu sigraði Haukur Ingibergsson, M, 9,22 m,, annar varð Reynir Unnsteinsscn, M, 9.07 m. og þriðji Kjartan Guð- jónsson, 8.98 m. í langstökki án .atrennu sigraði Reynir Unnsteins- son, 3.04 m., annar varð Haukur Ingibergsson, 2.95 m. og þriðjl Kjartan Guðjónsson, 2,85 m. —> Menntaskólinn sigraði með mikl- um yfirburðum í keppninni, enda eru margir af beztu frjálsíþrótta- mönnum landsins meðal nemenda. í körfuknattleik sigraði Menntaskólinn með 50:45, en Sam ! vinnuskólinn var hlutskarpai'i í ' knattspyrnu, skoraði 2 mörk I gegn 1. Knattspyrnan í Skotlandi: St. Mirren er í mikilli fallhættu Kjartan Guðjónsson í hástökki á Laugardalsvelli í sumar. Vandamál íbróttahreyfing- arinnar rædd á Austurlandi UM síðustu helgi boðuðu íþrótta- samband íslands og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands til ráðstefnu að Eiðum. Til hennar voru boðaðir formenn ungmenna- og íþróttafélaga af sambands- svæði Ungmenna og íþróttasam- bands Austurlands og mættu til ráðstefnunnar fulltrúar fyrir 14^ félög af sambandssvæðinu, ásamt sambandsstjórn. Einnig voru mættir frá íþrótta sambandi íslands þeir Gísli Hall- dórsson forseti ÍSÍ, Hermann Guð- mundsson framkvæmdastjóri og Jens Guðbjörnsson form merkja- nefndar. Þá var mættur Óskar Ágústsson form. Héraðssambands suður Þingeyinga. Á Ráðstefnunni voru rædd vandamál iþróttahreyf ingarinn'ar á Austurlandi og íþróttahreyfingarinnar í heild. — Einnig voru rædd framtíðarverk- efni íþróttahreyfingarinnar í land- inu og hlutverk hennar í uppeldi æskumannsins. sem flestir leggja í þau orð. — Ágóði þeirra verður ekki talinn í tölum né lagður samstundis inn á bankabækur. En fái heilbrigð íþrótta- og æskulýðsstarfsemi að þróast í réttum farvegi eru heil- brigðari, glaðari og jákvæðari þjóðfélagsþegnar afrakstur henn- ar. En þessi starfsemi þarf sínar aðstæður og þær aðstæður kosta fé. íþrótta og æskulýðsstarfsemi þarf sín íþróttamannvirki, sína kennara og leiðbeinendur, svo eitt hvað sé talið. Ekkert af þessu sprettur upp úr jörðinni, einung- is aukið fjármagn og aukinn skiln ingur almennings getur hjálpað til í þeim efnum. Austfirzk íþrótta- og ungmenna- lireyfing hefur dregist aftur vir á umliðnum árum. Veldur þar margt. Ofurspenna í atvinnulífi, almennt tómstundaleysi, er hvoru tveggja skapar slæman jarðveg fyrir frjálsa félagsmálahreyfingu. I Flestir sjá hins vegar að slíkt ástand getur ekki varað til lang- frama, þar eð það myndi leiða til andlegrar þvingunar og varan- legrar líkamlegrar þreytu almenn ings. Slíkt ástand mundi leggjast jöfnum höndum á einstaklinginn og byggðarlag hans, smádraga úr báðum líkamskraft og andlegt þrek. Því teljum við að hér verði að grípa til raunhæfra aðgerða, er EINS og við skýrðum frá í blaðinu í gær hefur St. Mirren, félagi Þór- ólfs Beck gengið fr^kar illa það sem af er keppnistímabilinu. Fé- lagið er í 17. s«ti í deildinni, eða næst neðst með 5 stig og lélegustu markatöluna, hefur fengið á sig 25 mörk en skorað aðeins sex. Þórólfur Beck lék ekki með St. Mirren á laugardag, þegar liðið mætti Hiberhlán, en leiknum lauk með jafntefli. Hér eru úrslit leikja á laugár- dag: Airdrie 2 — T. Lanark 1 Clyde 2 — Dundee Utd. 0 Dundee 3 — Dunfermline 1 Falkirk 2 — Hearts 2 Hibernian 1 •— St. Mirren 1 Kilmarnock — Motherwell 1 Morton 0 — Partick 3 Rangers 2 — Aberdeen 2 St. Johnstone 3 — Celtic 0 Efstu liðin: Hearts 11 9 2 0 21- 6 2* Hearts 11 7 4 0 35-14 1» Hibernian 11 8 1 2 25-15 17 Dunferml. 11 6 2 3 25-13 14 Celtie 11 6 2 3 22-19 14 Clyde 11 6 2 3 21-22 14 Neðstu liðin: Dundee Utd. 11 1 3 7 11-19 &■ T. Lanark 11 2 1 8 13-26 9 Str'Mirren 11 1 3 7 6-25 S Airdrie 11 1 2 8 17-40 4 ★ Rússneski markvörðuriim Le* Jasjin varði nýlega vítaspyrnu i- leik við Austurríki. Þetta var 100» vítaspyrnan, sem Jasjin ver. ★ Eiginkonur Ieikmanna í Rapáð og Wiener Sportklub hafa móÞ* mælt því harðlega, að eiginmenifc þeirra æfi of mikið og séu sjaldaa heima! 1 Framhald á 5. síðu. Að ráðstefnunni lokinni var gef ið út sameiginlegt ávarp sem fer hér á eftir. „Það er viðurkennd staðreynd um heim allan, að æskunni séu hollar íþróttir og heilbrigð félags- starfsemi vænleg meðöl til andlegs og líkamlegs þroska. Flestar nútímaþjóðir kosta kapps um að búa svo í haginn fyr- ir æskufólk sitt, að það fái notið þessara uppbyggilegu dægradvala. íslenzka þjóðin hefur vissulega stigið þau skref, þótt betur megi ef duga skal. íþróttir og æsku- lýðsstarfsemi eru ekki fjárhags- legar gróðalindir í þeim skilningi, Ungir knaft- spyrnuménn í Hafnarfirði MIKILL og vaxandi áhugi er fyrir knattspyrnu í Hafnar- firði. Myndin er af yngstu kynslóðinni í FH, en piltar þessir léku við jafnaldra sína í KR sl. haust. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. nóv. 1964 1*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.