Alþýðublaðið - 18.11.1964, Page 8
til mmmm m óláf friðriksson
Hann kom þegar þörfin var mest
fyrir eldmóö og hugrekki
fc.
I.
„GUÐ GAF OKKUR OLAF
FRIÐRIKSSON. Hann kom til
okkar einmitt þegar við þurft-
um mest á honum að halda. —”
Þetta sagði kona við mig fyrir
mörgum árum, og ég hef oft
hugsað um þessi orð hennar. —
Það er næstum því yfirnáttúr-
legt hvernig þróunin eða fólk-
ið sjálft, finnur hæfa menn til
starfa að þjóðfélagshreyfingúm
í hvert sinn. Þeir heyra til
ákveðnu tímabili, móta það og
byggja upp, en hverfa síðan
eins og hlutverki þeirra hafi
verið lokið, en aðrir taka við
og halda byggingunni áfram.
Og þannig leysir einn annan af
hólmi.
Það var rétt hjá konunni. Ól-
afur Friðriksson kom á réttum
tíma. Allir hinir miklu hæfi-
leikar hans tilheyrðu ákveðnu
tímabili, urðu þá fullnýttir til
lifsbóta fyrir fólkið og þjóðina.
Hann var maður plægingar og
sáningar en ekki hægfara rækt-
unar og uppskerustarfs. Hann
var uppreisnarmaður í eðli
!»ínu, eldhugi og hugsjónamað-
ur, kyndilberi í broddi fylking-
ar, en ekki samningamaður til
langframa. Jón Baldvinsson
hefði ekki getað unnið starfið,
sem hann vann og Ólafur ekki
það, sem Jón vann. En báðir
voru jafnnauðsynlegir - beggja
starf giftudrjúgt fyrir al-
þýðuna. Án annars hvors væri
hér öðruvísi um að litast meðal
alþýðu.
//.
Snörustu þættirnir í skapferli
Ólafs Friðrikssonar voru rétt-
lætiskennd og óbilandi hug-
rekki. Hann stökk á fætur þeg-
ar hann varð vottur að því, að
óréttlæti ætti að fremja eða
hefði verið framið gagnvart
einstaklingum eða stéttum og
þá varð allt undan að láta fyrir
ákafa hans og baráttuvilja.
Það var þessi ríki þáttur í
skapgerð hans, sem gerði hann
að jafnaðarmanni á Kaupmanna
hafnarárum. hans, enda var
verkalýðshreyfingin og Alþýðu-
flokkurinn þar að taka eldskírn
ina og blað þeirra lýsandi kynd-
ill. Þá voru áhrifamestu blaða-
menn hreyfingarinnar, auk
stjórnmálamannsins Borg-
bjergs, A. C. Meyer, Peter Sa-
broe og Norman Bryn, sem all-
ir fóru um landið þvert og
endiiangt og skáru upp herör,
leituðu að olnbogabörnum, sem
höfðu orðið að þola margvís-
legt óréttlæti og tóku að sér
málstað þeirra. Ólafur Friðriks
son minntist oft á starf þessara
manna og sagði mér frá ein-
stökum málum, sem þeir höfðu
gert að blaðamáli og hvernig
þeir réttu hlut lítilmagnanna,
sem sviknir höfðu verið,
hnepptir í þrældóm og kúgaðir.
Hann dáðist að þessum mönn-
um, og ég er sannfærður um, að
þeir tendruðu þann neista, sem
gerði Ólaf að svo miklum braut
ryðjanda jafnaðarstefnunnar og
réttlætisins á íslandi sem raun
varð á, enda varð ég næstum
því daglega var við þennan
loga í störfum og athöfnum Ól-
afs öll þau mörgu ár, sem við
unnum saman.
III.
Ég hef talað við tvo æsku-
vini og leikbræður Ólafs Frið-
rikssonar: Guðmund Bjarnason
bakara, sem nú er látinn, en
frásögn hans er í bók minni
„Við, sem byggðum þessa
borg“ og Thor J. Brand fyrr-
verandi Þjóðgarðsvörð. Þeir
voru jafnaldrar og léku saman
á Eskifirði. Báðum ber þeim
saman í lýsingum á skapferli
vinar síns. Hann var ráðríkur
nokkuð í leikjum, en sættist
eins og hendi væri veifað. Eig-
ingjarn fyrst í stað yfir leik-
föngum sínum, en gaf þau síð-
an fljótlega. Hann var svo
hjálpsamur, að það var eins. og
það væri hans mesta nautn að
hjálpa öðrum. Hann kom þeim
oft á óvart með uppátækjum
sínum og bjó til ævintýri og
nýjungar, sem kom þeim í opna
skjöldu. Hann var svo tryggur
i lund, að aldrei .var hægt að
efagt um einlægni hans. Það
voru ekki tii svik í munni hans
né framferði gagnvart þeim eða
öðrum, en uppátækin voru
mörg og margvísleg. „Það var
eiginlega aldrel hægt að vita
hverju hann tæki uppá”. En
alltaf varð það til gamans og
skemmtunar í leikjum, aldrei
hrekkir eða á neinn hátt til
miska.
Ég held að Ólafur Friðriks
son hafi alla tíð verið svona. Ég
gleymi ekki atviki, sem ég varð
einu sinni vottur að fyrir utan
Gamla Bíó. Ég var að fara af
ritstjórninni, en staðnæmdist
um stund á pallinum við Al-
þýðuhússdyrnar. Ég sá hóp af
smástrákum, sem góndu upp á
myndir í sýningarglugga kvik-
myndahússins. Ailt í einu vatt
Ólafur sér framhjá mér og
dans er þögnuð
FRÁ því fyrsta að ég heyrði til Ólafs Friðrikssonar, fannst
mér honum vera svo mikið niðri fyrir, áhuginn svo brennandi og
krafturinn svo mikill, að hann slöngvaði frá sér orðunum með
þeim fimbulkrafti, að nægt hefði til að vekja hvem mann af
fasta svefni. En það var líka það sem hann var að gera. Hann
var að vekja fólkið, vekja það til umhugsunar, til baráttu og til
dáða. Hann vildi kynna mönnum úrræði jafnaðarstefnunnar, og
ekki nóg með það, heldur einnig hvetja þá til að færa sér þetta úr
ræði í nyt. Hann hóf þetta starf sitt með stofnun jafnaðarmanna
félags á Akureyri, átti mikinn þátt í starfsemi Hásetafélags
Reykjavíkur og undirbúningi að stofnun Alþýðusambands ís-
lands, landssambands verkalýðsfélaganna, sem um leið var póli
tískt baráttutæki verklýðsfélaganna, sem markaði tímamót í
sögu þeirra, en í þeim undirbúningi tók hann þátt sem fulltrúi
verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Hann stofnaði blaðið Dagsbrún
og var ritstjóri þess og síðar Alþýðublaðsins í mörg ár. Hann
sat í stjóm bæði Dagsbrúnar og Sjómannafélags Reykjavíkur
og Alþýðusambandsins og á þingum þess. Hann var fulltrúi Al-
þýðuflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur um skeið og fjölda
annarra trúnaðarstarfa gegndi hann fyrir verkalýðshreyfinguna
og Alþýðuflokkinn.
Þessi upptalning á störfum og trúnaðarstöðum, sem Ólaf-
ur Friðriksson gegndi, segir að vísu nokkuð, en þó hvergi nærri
allt. Til þess að kunna að meta hann þurfti að sjá hann og
heyra á stóium fjöldafundum. Þar naut hann sín bezt, þegar
hann með kynngikrafti og leiftrandi mælsku túlkaði ákvarðanir
sínar og hvatti áheyrendur til dáða. Ég hygg að fáir, ef nokkur,
hafi þar komizt í hálfkvisti við hann, enda var hann dáður af
fylgismönnum sínum, og hataður af ýmsum andstæðingum
Hann skeytti lítt um eigin hag, málefnið var honum allt.
Hann var brautryðjandinn, sem hóf merkið. Það merki mun
standa þó að maðurinn sé fallinn.
En Ólafur Friðriksson átti líka önnur hugðarefni, sérstak-
lega síðari hluta ævinnar. Hanti var mikill náttúruskoðari; og
eyddi mörgum-stundum í rannsóknarferðir um nágrenni Reykja-
víkur. Hann þekkti venjur og háttu fuglanna betur en margir
aðrir, hann stúderaði jarðmyndanir og reyndi að leysa ýmsar
gátur í sambandi við þær. Hann var að vísu leikmaður í þessum
efnum en ást hans á náttúrunni; bæði lifandi og dauðri leyndl
sér ekki.
Ólafur Friðriksson var sérstæður persónuleiki, kynngimagn
aður baráttumaður, en um leið tilfinningaríkur og næmgeðja.
Honum fylgja látnum innilegar þakkir fyrir brautryðjandastarf-
ið, frá Alþýðuflokknum, félögum hans í baráttunn:, og fjölda ai-
þýðumanna og kvenna, sem dáðu hann og virtu, þó að ekki þekktu
þau hann persónulega. Eftirlifandi aðstandendum hans sendi ég
hugheilar samúðarkveðjur.
Emil Jónsson.
gekk hratt upp Ingólfsstræti.
Hann staðnæmdist snögglega
hjá strákunum og fór að glápa
eins og þeir upp í gluggann.
Allt í einu segir hann: „Mikið
afskaplega langar mig á bíó”.
Strákarnir litu upp á 'þennan
skeggjaða karl, en sögðu ekki
neitt. Þá segir Ólafur: „Eigið
þið nokkra aura fyrir bíó,
/strákar?” Þeir óku sér og Ólxl'i
mun hafa skilist, að lítill sjóð-
ur. væri í vösum þeirra. Hann
fór þá að leita í sínum eigin
vösum, tíndi upp áura úr öll-
úm vösum, . sagði. einum að
koma með lófana og lét íiþá, en
allir strákarnir urðu að augum
og eyrum og hópuðust kring-
um sjóðinn. Svo var farið að
telja. „Nei, þetta er ekki nóg”,
sagði Ólafur. Strákarnir fóru
að tina saman úr sínum vösum
og svo' var enn talið. Ólafur
lét áhyggjur í ijós og þreifaði
í brjóstvasa sinn og kom upp
með seðil. „Þetta vissi ég ekkT’,
sagði hann, „nú : kulum við telja
einu sinni enn”, og Ólafur leið-
rétti talninguna. Svo ljómaði
hann og kallaði. „Það nægir og
nú getum við allir farið saman
í bíó. Það er svo gaman að fara
margir saman”. Og öll hersing-
in hvarf inn um dyrnar í Gamla
bíó. Allir voru þeir kátir, en
kátastur held ég að Ólafur
Friðriksson hafi verið.
Þó að þetta sé ekki merkileg
saga, þá hygg ég að hún lýsi
Ólafi Friðrikssyni vel.
IV.
Þegar ég var að alast upp á
Eyrarbakka var alþýðan að
vakna til meðvitundar um sinn
vitjunartíma. Verkamannafélag
hafði verið stofnað' þar mjög
snemma, eða 1904 og margir sjó ;
menn höfðu kynnst Bárunni í
Reykjavík. Gamall maður var
útsölumaður Dagsbrúnar og .
eftir mikið staut fékk ég föður
minn til þess að gerast áskrif-
andi. Ég gleypti í mig allt sem
stóð í blaðinu. Hvert einasta
orð var eins og talað út úr mínu
hjarta. Brátt gerðist ég vígreif- :
ur talsmaður blaðsins og kom
með svo marga áskrifendur að
gamli maðurinn varð undrandi:
„Hvernig ferðu að þessu”? .3
spurði hann, en ég vissi það .
ekki, „Ég bara tala og læt karl- a
ana aldrei í friði.” Gamli mað- .
urinn hafði lengi átt við van-
heilsu að stríða og einu sinni :
g 18. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ