Alþýðublaðið - 18.11.1964, Síða 9
V
sagði hann við mig, að hann
yrði að hætta að starfa fyrir
blaðið, hvort ég gæti ekki tek-
ið það að mér. Og það varð úr,
en um líkt leyti var Dagsbrún
lögð niður og hafin útgáfa á
dagblaði, Alþýðublaðinu. Ég
starfaði svo að sölu þess þetta
eina ár sem ég átti eftir að eiga
heima á Eyrarbakka. — Vitan-
lega las ég allt, sem Ólafur
Friðriksson skrifaði, og allt
sem um hann var skrifað. Ég
hlustaði líka af ákafa þegar um
hann var talað, og það skipti al-
veg í tvö horn, eins og gera má
ráð fyrir þegar rætt var um
mann, sem vakti svo mjög
storma og stríð sem hann. Svo
gerðist það, að ég hvarf til
Reykjavíkur til þess að reyna
að fá eitthvað að gera. Og þá
hitti ég Ólaf. Ég kom í af-
greiðslu Alþýðublaðsins til að
ræða við afgreiðslumanninn.
Sigurjón Á. Ólafsson. Þar sá ég
velklæddan mann með skegg
og hattinn aftur á hnakka. Ég
trúði varla mínum eigin eyrum
þegar Sigurjón kynnti okkur.
Ég hafði gert mér allt aðrar
hugmyndir um þennan mikla
baráttumann og brautryðjanda.
Hann tók mér ljúfmannlega,
ræddi við mig nokkra stund,
en bað mig síðan að koma heim
til sín um kvöldið. Þá átti Ólaf-
ur heima í turnherbergi Iðn-
skólans og þar sat ég langt
fram á kvöld. Þarna voru fleiri
gestir, þar á meðal Pétur G.
Guðmundsson, Ingólfur Jóns-
son og fleiri.Rætt var eingöngu
um málefni verkafólks, jafnað-
arstefnuna og Alþýðublaðið.
Baráttugleðin sindraði af Ólafi,
Allt virtist honum fært. Hvergi
sá hann svo miklar torfærur, að
þær yrðu ekki yfirunnar. Það
var eins og ég laugaðist ein-
hverskonar birtu, sem mig
hafði að vísu dreymt um, en
aldrei trúað á í raun og veru.
Og uppfrá þessum degi vorum
við Ólafur vinir og samherjar.
Hins vegar skarst stundum í
odda, en aldrei erfði hann neitt
ósamkomulag eða deilumál.
Eins og gefur að skilja koma
upp fjölmörg deilumál í nýjum
samtökum, en Ólafur átti alltaf
ákaflega erfitt með að sætta sig
við þau og virtist undrandi
hvað þau höfðu mikil áhrif á
störf einstakra félaga. Ég get
ekki í þessum stuttu minninga-
slitrum um Ölaf rakið dæmi.um
þetta. Að vísu tók Ólafur ákaf-
Framh á bls 10
Þetta er sjálfsævisaga Heinz Knoke, eins fremsta
orustuflugmanns Þjóðverja I siðari heimsstyrjöld-
inni. Hann lýsir hinum æsispennandi loftorustum
-af svo mikilli snilli, að atburðirnir eru ljóslifandi
fyrir augum lesandans og frásögnin heldur honum
föngum frá byrjun.
Hann háði meira en 2000 viðureignir og skaut niður
fimmtíu og tvo andstæðinga.
Bókaútgáfan F í F I L L
Strojexport
Rafmagnstalíur
400 — 800 — 1500
kg-
fyrirliggjandi
HEÐINN
Vélaverzlun
Skrifstofuhúsnæði
í Hafnarhúsinu verður um áramót laust skrif
stofuhúsnæði að stærð um 110 ferm.
Upplýsingar á hafnargjaldkeraskrifstof-
unni.
Hafnarstjóri.
KOMIN í BÓKABÚÐIR
ALÞYÐUBLAÐIÐ — 18. nóv. 1964 9