Alþýðublaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 15
Hvernig í ósköpunum . . . John leit niður og var hálf undrandi, en skammaðist sín svo lítið um leið. Skyldi konan, sem hjálpaði honum hafa tekið eftir því að hann var í sokkum, sem voru srtt af hvoru tagi? Audrey hætti að jagast í hon um og kleip hann í aðra kinnina og hló. Ég má ekki skamma þig, sagði hún, en skelfilega ertu ann- ars utan við þig hvað sjálfum þór viðvíkur, en ekki um það sem öðrum viðkemur. Það var ■ hugulsamt af þér að senda mér skeyti, það hefðu ekki allir gert. Ég -fékk skeytið, þegar ég var að fara á æfingu. Leo Tolley þrælar okkur út eins og hann mögulega getur út af þessum útvarpshljómleikum. Sem hún sagði þetta tók hún skjalatösk- una úr hendi hans. — Hvar er liin taskan þín? — Hún hlýtur að vera á hótelinu í London, ég hef steingleymt henni. Hann leit iðrandi á Audrey og þau fóru bæði að skellihlæja. Audrey Cort var þrítug, næstum tiu árum yngri en. John. Hár hennar var ljósbrúnt og leit út fyrir að hafa verið snyrt með garðklippum. Hún var grann- leit en glaðleg í andliti. Þótt þau væru mjög ólík komst maður ein hvern veginn hjá því að taka eftir því strax að þau hlutu að vera systkini. Sennfle.ga hafði Audrey dýrkað bróður sinn frá þvi að þau voru lítil börn. Þegar hann var laus við skjalatöskuna tók hann vinstri höndina úr frakkavasanum. Andrey hrópaði upp yfir sig. Blóðið var komið f gegnum bráðabirgðaumbúðirnar og þetta var allt annað en fögur sjón. John, Cort, hvað hefur eig inlega komið fyrir þig. Lestin rakst á einhvern fjár- ann, einmitt, þegar ég ætlaði að r fara að stökkva út úr henni og. ég kastaðist út. Það þarf senni lega að taka nokkur sdoi' í lóf- ann. Það er líklega bezt að ég fari yfir á slysavarðstofuna á spítalanum, þegar við erum bú- in að borða, og fái einhvern þar til að líta á þetta. Það er ýmis- legt á seyði í tilrannastofunni, svo ég þyrfti hvort sem er helzt að skreppa. Hjálpaðu mér nú að hreinsa þetta sem snöggvast. Áudrey kom með það sem til þurfti og setti það á eldhúsborð ið. Vatnið var rjúkandi heitt og sótthreinsiefnið var sterkt en hann stakk höndinni ofan í skál ina án þess að blikna né blána. Vökvinn í skálinni varð sam- stundis rauður. Fjandinn sjálf- ur, hann mundi þurfa að hafa umbúðir á þessu í nokkra daga. — Hver er þetta spurði And- rey, þegar hún sá litla vasaklút- inn, sem orðinn var gegndrepa af blóði, en samt sást ísaumað ur stafur í einu horni hans. — Hver er ,,R“? Ertu alveg viss um að þú hafir farið til London til að vera viðstaddur þennan fund, eins og þú sagðir mér áð- ur en þú fórst? Það var prakkarahreimur í rödd hennar, og henni brá. þegar hún sá að bróðir hennar roðn- aði og varð bersýnilega reiður, 5 og það sem einkennilegra var, að þegar hún sneri sér aftur að skálinni var vasaklúlurinn horf inni. Það er nýbúið að gera íbúð- ina í stand fyrir yður sagði hjúkrunarkonan sem sýndi nýju yfirhjúkrunarkonunni hvar hún átti að búa. Fröken Jenks réði hvernig öllu hér var háttað. — Það var vingjarnlegt af WWWWWWWWMMWHW * SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — ogr kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Sími 18740. M%WWWW%MWWWW%WMMW henni, sagði Ruth af einlægni. Veggfóðrið var með stórgerðu rósamjtostri og fyrir gluggum voru gluggatjöld úr sirsefni. Áþreiðurnar á gólfunum voru með blómamynstri, og raunar mátti segja að blóm eða blóma myndir blöstu við hvert sem litið var. Það var hvar sem öðru leið vingjarnlegt af fröken Jenks að hafa lagt það ómak á sig að liafa umsjón með því hvernig íbúðin yrði búin út. íbúðin var á fyrstu hæð í hjúkrunarkvennabústaðnum og samanstóð hún af einu svefnher bergi, setustofu og baðherbergi. Ibúðin sneri út að garðinum þar sem blómskrúð nú skartaði í dýrlegum litum. Mjór gangstíg- ur lá til spítalans frá húsinu. Ruth sá sjálfa sig í anda ganga þennan stíg á hverjum einasta morgni klukkan fimmtán mínút ur yfir átta á leið til skrifstofu sinnar í aðalbyggingunni, þar sem einkaritari mundi þegar vera farin að sýsla við morgun póstinn. Þjónustustúlka sá um að halda íbúðinni hreinni fyrir hana, svo hún þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af þvi. Fröken Jenks borðaði yfir- leitt alltaf hérna í íbúð sinni, sagði hjúkrunarkona, sem var að sýna henni íbúðina. Hún átti orðið dálítið erfitt með gang undir það siðasta, en þér viljið ef til vill borða hérna lika? Þetta var fallega hugsað, því hún mundi ekki hafa mikinn tíma til að vera ein í íbúð sinni. Samt sem áður sagði Ruth bros andi að hún kysi heldur að borða með 'hinum hjúkrunarkon unum. — Þannig kynnist ég ykk ur bezt, sagði hún. Eins og þér viljið, sagði hjúkr unarkonan, sem var afsakplega sakleysisleg i framan er hún sagði þetta, en Ruth sá samt, að þetta mundi ekki verða vin- sæl nýbreytni. Hún vissi sem var að hver spítali hafði sínar föstu reglur, sem oftast nær voru óskrifaðar, en hún hafði vonast til að hinar hjúkrunarkonurnar yrðu eins ákafar í að kynnast henni og hún var í að kynnast þeim, svo þær gætu sem fyrst byrjað að leysa í sameiningu þau vandamál, sem við var að etja. Nú sagði hjúkrunarkonan: Sannleikurinn er sá, að hér hef ur eiginlega enginn agi verið undanfarið og verðið þér vænt- anlega að taka tillit til þess svona fyrst í stað. Ruth þagði. Já hún yrði að taka ^illit til þess. Frökein Jenks hafði verið orðin full- orðin kona, sem átti bágt með gang, eh samt hafði hún gegnt starfi sínu þrjá mánuði til við- bótar vegna þess að móðir Rutli veiktist. Hún var ekki á móti frjálslegri framkomu í hjúkruna kvennabústaðnum, en hvað við kom framkomu og aðstoð við sjúklingana, þá yrði þar ekki um SÆNGUR . V* ^ * ' * Endurnýlimi ♦'ömlu sængtumar. Seljum dún- ©g fiðurheld ver. NÝJA FIÐUEHREINSUNIN Hverflsgöíu S7A. Sfmi 16738. neinn undanslátt að ræða. Þess ar athugasemdir hjúkrunarkon- unnar gerðu það að verkum, að hún sá, að framundan mundi verða erfiður tími, að minnsta kosti fyrst í stað. Hjúkrunarkonan var dálítið, áhyggjufull og hefur sjálfsagt verið hrædd um að hafa nú sagt of mikið. Ruth leitaði í huga sínum að einhverju til að hug-:- reysta hana, Eitt sé ég strax, sagði hún, hér eru góðar þjón- ustustúlkur, þessir gluggar hér eru glampandi' hreinir og gólf . in eru öll stífbónuð. Ég reyni að sjá til þess að þetta sé almennilega gert, sagðl hjúkrunarkonan, en það var ein. mitt í hennar verkahring að sjá um að þessir hlutir væru 1 lagi. ■ Ég reyni að hafa það í huga að hjúkrunarnemarnir okkar eru; flestir að heiman í fyrsta skipti , og svolítil auka þægindi gera; það að verkum, að þær kunna. margfalt betur við sig hérna. > — Ég hugsa að yfirhjúkruna j konan komi einnig til að kunna. strax betur við sig af þessum sök ■ um, sagði Ruth og nú var hún i alveg búin 'að fá þessa hjúkrun arkonu á sitt band. — Ég skal láta senda yður te hérna inn, sagði hún. Stúlkan; mun svo koma og taka upp úr töskunni yðar. Kvöldmaturinn er klukkan sjö og svo vill dr. Rodway gjarna hitta yður yfir; kaffibolla eftir matinn, konan hans hringdi rétt áðan. GRANNARNIR F) — Nú ort þú einasta vonin okkar mamma. Allar hinar mömm urnar í hvarfinu hafa neitað okkur um að fá að koma inn og leika oldiur. TE§KNAR8í Q DíO @ 00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.