Alþýðublaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 1
SmMM' 44. árg. — Laugardagur 28. nóvember 1964 — 264. tbl. LDARAFLINN 30% MEIRIIÁR? Reybjavík, 27. nóv. - AG Sjávarútvegsmálaráðherra, Emil Jónsson, flutti í dag- ræSu á aðal- fundi Landssainbands isl, útvegs- manna. Hóf hann mál sitt á því að segja: „Mér þykir ánægjulegt að - geta hafiö mál mitt á því að minn- ast þess, að árið 1964 hefur verið gjöfult ár frá náttúrunnar hendi, og aflabrögð sennilega meiri en nokkru sinni áður”. Sjávarútvegsmálaráðherra sagði: „Skýrslur liggja að vísu enn ekki fyrir, sem hægt er að byggja end- anlega á, nema til júlíloka, en þá Nýtt skip LANGÁ Reykjavík, 27. nóv. FÖSTUDAGINN 27. nóv. var hinu nýja flutningaskipi Hafskips h.f. gefið nafn, og heitir það „Langá“. Heimahöfn þess er Nes kaupstaður. Frú Guðrún Sveinbjarnardótt ir, frá Vestmannaeyjum, kona Gísla Gíslasonar, stjórnarfor- manns Hafskips h.f. gaf skipinu nafn. M.s. „Langá, sem er fjórða skip Framhald á 4. siðu var aflinn orðinn 636 þúsund tonn, eða 149 þúsund tonnum meiri en um sama ley ti í fyrra, eða um 30% meiri". Sjávarútvegsmálaráðherra sagði, að ætla mætti að heildaraflinn í ár yrði um ein milljón tonn. Væri það furðu mikill afli miðað við þann mannfjölda sem veiðarnar stunduðu, og nálgast mjög heildar- afla Norðmanna, þó að um 10 sinn um fleiri stunduðu þar veiðarnar að staðaldri, — og enn fleiri sem ígripavinnu”.. í lok ræðu sinnar gat Emil þess, að ísland væri meðlimur í alþjóða- samtökum um fiskveiðar á norð- vestur Atlantshafi. Sú stofnun hefði haldið síðast fund sinn í Hamborg um mánaðamótin maí- júní sl. Á þessum fundi hefðu komið fram áhyggjur yfir því að fiskmagn í norð-vestur Atlants- hafi færi minnkandi. í skýrslu samtakanna hefði m. a. komið fram: „Síðan 1957 hefur heildaraflinn á veiðieiningu á norðurhluta samningssvæðisins lækkað um 40% samkvæmt þeim upplýsing- um, sem til eru um sóknina, og er það sennilega of lágt áætlað. Talið er, að nú séu fundin og reynd flest þau fiskimið, er nokkra þýðingu hafa á svæði þessu og að frekari aukningu veiðanna muni hafa í för með sér lækkandi afla á veiðieiningu”. VALA Kristjánsdóttir var aðalhetjan í söngleiknum „My Fair Lady”. Innan skamms mun Þjóðleikhúsið sýna annan söngleik, og einn ig þar, mun Vala leika aðal- hlutverkið. A baksíðu í blað inu í dag er viðtal við Völu um hið nýja hlutverk. Starffi fallhlifar- hermanna lokið Leopoldville, 27. nóv. (NTB - Reuter). HVÍTIR málaliðar sem farið hafa yfir Kongó-fljót frá Stan- leyville hafa fundið lík 28 hvítra manna, að því er banda- riska sendiráðið hér tilkynnti í dag. Einnig fundu þeir fjögur börn, tvær konur og tvo karl- menn á lífi. — Samtímis því, að þessar fréttir bárust, skýrðu flóttamenn, er komnir voru frá bænum Paulis, svo frá, að þeir hefðu heyrt að allir hvítir íbú- ar Wamba-þorps, um 50 talsins, hefðu verið teknir af lífi af upp VAXANDIHARKÁ / Reykjavík, 27. nóv. ÁG. BLAÐIÐ hafði í dag sam- band við Stefán Jóh. Stcfáns- son, ambassador íslands í Kaup niannahöfn, og ynnti hann eftir nýjustu fréttum af liandrita- málinu. Stefán sagði, að harlt an yrði sífellt meiri og mikið væri skrifað með og á móti af hendingu handritanna, þá meira á móti. Hann sagði, að nú hefði Stúdentafélag jafnaðarmanna í I-Iöfn gefið út yfirlýsingu þar sem segði, að félagið væri fylgjandi afhendingu. Aftur á móti hefði æskulýðshreyfing innan Radikalaflokksins tjáð sig vera á móti afhendingu, en þó ekki gefið út neina yfirlýs- ingu í þeim efnum. Annars sagði Stefán, að blaðaskrifin væru misjöfn. Margir væru mjög á móti af- hendingunni, en aðrir henni hlynntir. í skrifunum liefði þó borið meira á þeim, sem á móti væru. Yfirleitt væri mikil og sterk „pressa“ á móti afhend- ingunni, en fylgismönnum ís- lendinga hefði oft tekist vel í skrifum sínum^ þeir verið rök fastir og greinar þeirra vel rit- aðar. Stefán sagði, að óvíst væri, að handritamálið yrði tekið til annarrar umræðu í danska þinginu fyrir áramót. Málið væri enn hjá þingnefndinni, en fundur í nefninni yrði ekki fyrr en 3. desember. Væri nefndin Framhald á 4. síðu IWWWvtWWW.'.MWMMWIWMtWMWWIIMMWtWMWMWMIWWVMMWWWMWWWWWWWIM reisnarmönnunum. Ekki gátu þó yfirvöld í Leopoldville stað- fest frétt þessa. Að þeim með- töldum, er fundust látnir í dag, er tala þeirra, er uppreisnar- menn hafa myrt, komin upp í 80 manns, allir hvítir menn. Meðal þeirra eru margir prest- ar og: nunnur. Flóttamennirnir segja, að enn séu um 100 manns í og umhverfis Paulis, er ekk- ert hafi enn spurzt til. Að því er APF-fréttastofan seg- ir, skýrði málsvari belgíska utan- ríkisráðuneytisins svo frá í dag, að aðgerðir belgísku fallhlífarher mannanna í Stanleyville, Paulis og nágrenni, væru nú á enda. — Mætti gera ráð fyrir því að þeir yrðu komnir aftur til Belgíu á þriðjudag. Hann kvað það' ekki vera rétt, er áður hafði verið skýrt frá, að uppreisnarmennirnir í Paulis hefðu þvingað hvíta menn tit að koma meo sér inn í frum- skóginn. Síðustu evrópumennirn- ir í Paulis, 150-170 manns. komu til Leopoldville í dag og belgísku fallhlífarhermennirnir hafa snúið aftur til Kamina-herstöðvarinnar, sagði málsvari þessi. Reuter-fréttastofan hefur skýrt frá því, að margir evrópumenn, sem einangraðir eru í frumskóg- inum norður af Stanleyville, séu í alvarlegri hættu, er aukizt í sí- fellu með aukinni framsókn kong- ósku stjórnarhersveitanna. Eigi sér stað harðir bardagar um víg- hreiður, er uppreisnarmenn hafa skilið eftir á leið sinni til að verja undanhaldið. Ekki hefur neitt spurzt til þeirra hvítu manna, sem saknað er. Belgíski forsætisráðlierrann Theo Lefevre sagði á blaðamanna- fundi í dag að björgunarstörfum þessum lyki senn. Væri það gert til þess að ekki kæmi fram grun- ur um að gengið hefði verið lengra en þörf hefði verið á af mannáðar- ástæðum. Forsætisráðherrann lét i ljós þakklæti sitt við Bretland og Bandaríkin, hverra framlag hefðu gert þetta starf mögulegt, sagði hann. Línan Moskva- Washington rofnaði í gær Kaupmannahöfn, 27. nóv. (NTB - Reuter). Fjarritunarsambandið' beina milli Hvíía hússins í Was- hington og Kreml í Moskvu rofnaði í dag er jarðýta skar kabalinn í sundur á Sjálandi. Slitnaði og þar með aðal- fjarritunarsambandið milli Danmerkur og útlanda. Bú- izt var við að viðgerð myndi taka mestan hluta dagsins. Símasambandi hefur verið komið á með því að taka út- vat psbylgjur í notkun. Það voru þeir Kennedy Bandaríkjaforseti og Kxúst- jov • forsætisráðlierra, er komu sér saman um að setja upp línu þessa. IWWWWMtWMWWWtlHWMI Itttttttttttttttttttttt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.