Alþýðublaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 10
Bazar - Kaffisala KVENFÉLAGIÐ HRINGURINN heldur sinn árlega jólabazar í húsi Almennra trygginga, Pósthús- stræti, n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Margt fallegra, ódýrra og nytsamra muna. — Kaffisala verður að Hótel Borg. Lúðrasveit drengja Ieikur á Austurvelli, ef veður leyfir. Komið og styrkið þetta géða málefni. Allur ágóði rennur í barnaspítalasjóð. Danskennsla Framhald af síðu 7. vegna samvinnuáhuga Sigríðar og Minervu, að þær ekki vildu fá lærðan kennara til að annast um- j rætt 4 vikna námskeið árið 1962 ■ ■, og er það þá ef til vill af sömu orsök, að þær ekki eru í Dans- ,/ kennarasambandi íslands? ■(, Ég skil ekki betur en að með sífelldu staili á orðunum „telja sig Iærða kennara" séuð þér. að efast um þekkingu mína á dansi; Til þess að fá úr benni skorið, vil ég hér með skora á þær Sigríði j Þ. Valgeirsdóttur og Mincrvu Jóns dóttur í danskeppni. Tel ég rétt, að keppt verði í Enskum Valsi, i) Foxtrot, Tangó, Quickstep, Samba, ;1 Rúmbu, Paso Doble, Jive, Cha- Cha-Cha og Vínarvalsi. Til þess að 'fá gullmerki The Imperial í þess- um dönsum, þarf að kunna um 200 spor. Legg ég til, að við not- um þau öll. Vilji þær fá að nota fleiri spor en þessi 200 standard spor, er ég reiðubúinn til að sam- þykkja það. Ég legg til, að keppn- in í suður-'ameríku dönsunum fari fram á Hótel Sögu, en í „Ball- room“ dönsunum í Sjálfstæðishús- inu eða Lídó. Ég er reiðubúinn nú þegar, bíð þess eins, að ákveð- inn verði staður og stund. Hafni þær þessari áskorun minni krefst ég þess, að þér viðurkennið mig þeim fremri í samkvæmisdöns um. Mig varðar ekkert um, hverja þér teljið getu mína í þeim döns- um, sem þær hafa samið. Virðingarfyllst, Heiðar Ástvaldsson, I.S.T.D. (H. Comm.) L.B., A.D.T.V. E. S. Ef þér ekki skiljið titil minn, þá biðjið kollega mína að þýða hann; þær eiga að vita, hvað þetta þýðir. 100 ár frá fæðingu Frh. af d. síðu. komist i tízku eftir hátíðahöldin í tilefni af hundrað ára afmælinu, sem Frakkar hófu snemma á þessu ári í Albi, heimabæ málarans. Til er fjöldmn aliur af góðum end- urprentunum, og sem betur fer er tækni Toulouse-Lautrec þann ig, að hún er vel fallin til endur- prentunar með nútíma aðferðum. Þær endurprentanir eru t. d. miklu betri en endurprentanir af verk- um Van Goghs. (Candide í Arbeiderbladet). Æskulýössiarf Framhald úr opnu. menn spyrja ef til vill, hvern- ig hægt sé að hýsa svona mikla starfsemi. Til. þess þarf að sjálfsögðu mikið húsrými. Nærri niá telja fullvíst, að Æskulýðsheimilið væri ekki jafn merk stofnun og það er, og einnig að starfsemi þess væri ekki með svo miklum blóma, ef Síldarverksmiðjur ríkisins hefðu ekki látið Æsku- lýðsráði í té hús það við Vetr- arbraut, sem starfsemin fer öll fram í, og nú er nefnt Æsku- lýðsheimili Siglufjarðar. Húsa kynni öll éru þar mjög vistleg og skemmtileg. Starfsemin er á tveim hæðum og er þarna mjög góður salur með tilheyr- andi eldhúsi, auk 10 herbergja og eru þessar vistarverur not- aðar til fundahalda og skemmt- ana. Segja má að aðstaðan sé eins góð og bezt verður á kos- ið, og gildir það einnig um aðsóknina. Daglegir gestir heimilisins eru frá 100 til 300 og til dæmis má geta þess, að síðastliðinn föstudag voru 184 viðstaddir kvikmýndasýningul kl. 5 og kl. 9 um kvöldið voru þeir 128. BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíöum, vélum og áhöidum, efni og lagerum o. II. •4,J,0 28. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Skíðagangan Framh. af bls. 11. Framkvæmd hinnar Norrænu skíðagöngu innan hvers íþrótta- héraðs er falin stjórnum héraðs- sambanda (íþróttabandalaga) og skíðaráða, þar sem þau eru til. — Þessum aðilum er treyst til að skipuleggja þátttöku göngunnar með aóstoð stjórna íþrótta- og ung mennafélaga hinna einstöku byggðarlaga. Þær leiti síðan sam- starfs við skólastjóra og kennara þeirra skóla, sem eru á félagssvæði þeirra. Við í framkvæmdanefndinni höf um látið gera skráningabækur, þátttökumerki, auglýsingar og 'afl að hins sameiginlega Norræna göngumerkis. Ykkur eru send þessi gögn í trausti þess, að þið annist dreif- ingu þeirra til félaga og skóla. Við óskum þess sérstaklega, að okkur sé tilkynnt nafn og heim- ilisfang þess einstaklings, sem stjórn héraðssambandsins útnefn- ir sem formann framkvæmda- nefndar í héraði. Þá viljum við leggja sérstaka á- herzlu á, að þið eða framkvæmda- nefndin gangi ríkt eftir því, að stjórn hvers íþrótta- eða ung- mennafélags skipi trúnaðarmann eða framkvæmdanefnd. Þessum aðilum skal sérstaklega bent á eftirfarandi: 1) leita samvinnu við skóla- stjóra og kennara; aðstoða skól- ana; leitast við að komið verði á keppni milli skóla, deilda eða bekkja. 2) koma á keppni milli félaga, stofnana, sveitarfélaga, bæjarhluta o. s. frv. 3) auglýsa vel hvar göngubraut er lögð og á hvaða tíma trúnaðar- maður er þar staddur til eftirlits og skráningar. 4) skipuleggja sölu merkja og hvetja þátttakendur til þess "að kaupa þau, svo að takast megi með því að greiða kostnað, en tekjuaf- gangur rennur til eflingar sldða- iðkana í landinu. 5) geyma vel skráningarbækur og senda þær ásamt uppgjörl nierkja til landsnefndarinnar fyr- ir 15. maí n. k. Gætið þess að merkja uppgjör vel. Merki þessarar Norrænu skíða- göngu eru þannig gerð áð líma má þau á skíði eða annan skíðaútbún- að, t. d. skíðastafi, skíðastakka, skíðahúfur og vettlinga. Verð hvers merkis er kr. 10.00. Sá fram- kvæmdaaðili, sem sér um viðkom- andi göngustað og annast sölu merkja, fær kr. 3.00 af andvirði hvers selds merkis. Afgangurinn kr. 7.00 sendist landsnefndinni. Auglýsingum skal dreifa sem víðast, t. d. í skóla, á samkomu- staði, verzlanir, benzínsölur o.s.frv. Séu blöð gefin út í byggðarlag- inu, getur framkvæmdanefndin sent myndamófc af merki hinnar Norrænu skíðagöngu. Vonum við að brugðist verði vel við þessum tilmælum okkar um virkt samstarf að giftudrjúgri þátttöku íslands í þessari fyrstu Norrænu skíðagöngu. Tilgangur göngunnar er sá, að koma sem flestum til þess að iðka skíðaíþróttir og njóta útivistar að vetri í glaðværum hópi góðra fé- laga. Heilir til starfa. í framkvæmdanefnd Norrænu skíðagöngunnar: Ólafur Þorsteinsson Stefán Kristjánsson Sigurgeir Guðmundsson Þorsteinn Einarsson. SMURT BRAUÐ Snlttn' Oplð frá kl. 9—Í3.S0. Brauðstofan Vesttire-otn 25 Sím 16012 Eyjólfur K. Sigurjónsson Ragnar A. Magnússon Löggiltir endurskoðendur Flókagötu 65. 1. hæð, sími 17903 MMÐ vantar unglinga til að bera hiafjið til áskrif- enda í þessum hverfum: Hverfisgötu Bergþórugötu Högunum Afgreiðsla AlþýðuMaSsín* Síml 14 900. SENDISVEINN óskast. — Vinnutími fyrir hádegi. Aiþýðubla&ið Sími 14 900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.