Alþýðublaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 15
MARGARET BAUMANN piltinn? Við vitum ekki einu sinni hvert hann var að fara í kvöld. Það gæti einhver hafa átt von á honum og verið farinn að óttast um hann. — Lögreglan sér um það allt saman. Svona slys valda ýmsum ruglingi, að ekki sé meira sagt. Það hjálpar piltinum ekkert að vera með áhyggjur hans vegna. Nú skulið þér fara og hvíla yð- ur. Það tók dálítinn tíma að eiga við lögregluna. Ruth fékk sér te- sopa í snatri áður en hún fór í bað og fór svo í emkennisbún inginn sinn og fór til kvöldverð ar. Þegar hún stóð upp frá borð um til merkis um að máltíðinni væri lokið sá hún eina af þjón ustustúlkunum koma inn og hvísla einhverju að einni deild arhjúkrunarkonunni. Hún sagði við hana: — Einn af nemunum er eitthvað lasinn og ég ætla að líta til hennar. —. Er það kannski fröken Pardew? spurði Ruth. Henni gramdist það, að stúlkan skyldi hafa óhlýðnast henni og mætt til kvöldverðar, þrátt fyrir að hún var húin að segja henni að koma ekki. En í aðra röndina fannst henni þetta gott hjá henni, því hún hafði ekki viljað fá neina sér meðferð, þótt þetta hefði komið fýrir. — Seglð stúlk unni, að fara í rúmlð og fáið lækni til að lita til hennar, sagði Ruth. Hún lenti í slysi í kvöld, og ég held að þetta sé ekkert alvarlegt, en það er samt örugg- ara að það verði litið á hana. Ég lít kannski til hennar seinna í kvöld. — Ágætt, sagði deildarhjúkr unarkonan. og flýtti sér burt. — Rúth fór nú til að vita hvernig pilturinn hefði það. Það voru miklar umbúðir um höfuð hans, og hann virtist vera afskap lega varnarlaus og mikið veik- ur. Henni sárnaði, þegar hún stóð við rúmið hans, að hún skyldi sjálf hafa átt talsverðan þátt í að slysið vildi til. Það hafði einhvernvegínn verið svo sjálfsagt og eðlilegt að kalla til hans, og svo þegar Nona hafði komið á fullri ferð fyrir horn- ið, þá hafði slysið skeð. — Hann er að jafna sig, sagði hjúkrunarkonan, sem hjá hon- um var. Pilturlnn bylti sér eirðarleys- islega í rúminu. — Er lögreglan búin að hafa samband við fólk ið hans? sp.urði Ruth. Hann var í leiguherbergi, og konan sem hann leigir hjá, seg- ir að fólkið hans húi í Kan- ada. Ruth hugsaði með sér að hún yrði að skrifa þeim strax og hún fengi heimilisfangið. Það yrði ekki auðvelt að skrifa það bréf. Hún var varla kominn inn ' litlu íbúðina sína fyrr en þjón ustustúlkan hennar kom inn og boðaði komu gests. Gesturlnn var Kevin Reid. — Þakka yður fyrir að vilja hitta mig þótt seint sé, sagði hann. Rödd hans gerði það að verk- um að hjartað tók kipp í brjósti hennar. Hann hafði bersýnilega ekki þekkt hana. Það var aðeins kveikt á litlum leslampa, og sennilega hafði hann búist vlð að hitta fröken Jenks. Hann stóð -rétt við dyrnar hávaðtnn og myndarlegur og hár hans var svolítið farið að grána í vöngun um, og það setti á hann virðu leikablæ. REST-BEZT-koddar Endurnýjnm gömln sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Sími 18740. Ég kom hérna til að sækja bíl, sagði hann. Hún frænka min, — Nona Pardew, sem er að læra hjúkrun hérna hjá ykk ur, hringdi til mín og sagði mér hvað skeð hafði og þá kom ég strax og ég gat losnað af skrif- stofunni. Hún var alveg í öng- um sínum út af þessu slysi. Hún var svo rugluð að ég skildi varla nokkurn hlut í því sem hún var að reyna að segja mér. Ég veit ekki einu sinni hvort bíll- inn er svo illa farinn að ég verði að láta draga hann héðan. i— Það kom ekkert fyrir bilinn yður. Við fengum hann bara lán aðan til að geta komið drengn um eins fljótt úndir læknishend ur og mögulegt var. Nona var viss að yður væri sama þótt við fengjum bílinn. Það eru sjálf- sagt einhverjir blóðbletir á klæðinu í aftursætinu, en það er vafalaust hægt að þvo þá burt. Þegar hann heyrði rödd henn ar var honum greinilega brugð- ið. Hann starði á Ruth sem nú stóð við arininn og horfði beint á hann. Ruth, guð minn góður .... sagði hann og stikaði þvert yfir herbergið með útréttar hendur. Kevin .. hún hafði næstum þvl gleymt sér og ekki munaö eftir, að heil veröld skildi þau að. Hún jafnaði sig samt rétt strax og rétti honum aðra hendina og brosti. — Er þetta ekki skrýtin tilvilj un? — Hvers vegna vildirðu ekk- ert segja mér um nýja starfið, sem þú áttir að fara að taka við? spurði Kevin. Það er ófyrir gefanlegt. Það kom aldrei til að ég segði neitt, sagði hún. Þú spurð ir mig aldrei og ég hafði um svo margt annað að hugsa. Rödd hennar titraði ofurlítið. Ég hafði heldur ekki minnstu hug mynd um að Wooleigh væri neinsstaðar hér í grendinni. Þú sagðir mér aldrei nákvæmlega hvar þú ættir heima. Ég vissi það meira að segja ekki fyrr en slysið vildi til í dag. Slysið, hann yggldi sig svolít ið yfir að verða hætta í svipinn að hugsa um þennan óvænta fund þeirra. Ruth dró til sín hendina og benti honum að setj ast í hægindastól. Nona hafði verið heima hjá þér allan daginn, og var að leggja af stað til spitalans aft- ur á hjólinu sínu. Hún hjólaði allhratt, og ég var ný búin að kalla til stráksins, þar sem hann gekk með bakpoka á bakinu og vegarkort i hendinni. Ég var að leita að einhverjum sveitabæ, þar sem ég gæti fengið keyptan tesopa. Þetta skeði allt i sekú- undubroti. Ég gerði ráð fyrir að reiðhjólið hennar Nonu sé hér um bil ónýtt, og pilturlnn liggur nú hérna á spítalanum hjá okk- ur. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængnmar. Seljum dún- og flðurheld var. NÝJA jraiURHREÍNSUNIN Hverfiajföiu UA. Sfml 16788. — Já, var hann með kort f höndunum, sagði Kevin. Hanrf liefur ábyggilega gengið á miðj-í um vegi og hvorki litið til hægrf né vinstri. Það verður ágætt a0? muna þetta. þegar hann fer að heimta skaðabætur af okkur. Ruth horfði rugluð á hann^ Hún hafði verið honum þakklát fyrir hve vel og drengilega hanní hjálpaði henni með allt í St^ Aygulph, en hann hafði alltaíj verið svo örlátur og vingjamleg; ur, að henni fundust þessi orð| varla hæfa honum. Henni fund-j ust þessi orð ennþá Ijótari, þeg-j ar henni varð hugsað til drengs4 ins, sem lá særður og í mókij inni á einhverrí sjúkrastofunni, En hann hafði ábyggilega ekki. meint þetta eins og hún hafðii skilið það. — Eg er búin að gefa lög-j reglunni skýrslu, sagði Ruth, ogf Nona gefur skýrslu á mórgun. ‘i Ég bað þá um að láta hana I friðij Hún var svo æst út af öllu þessU og ég sendi hana bara í rúmið. ■) •— Já, mér finnst raunar ákafj lega leiðinlegt að hugsa til þess.J að barnið hún Nona, skuli þurfa! að fara að hafa einhver afskipti af lögreglunni. — Ef hún ætlar sér að verða hjúkrunarkona. sagði Ruth, p& er ég hrædd um að hún verði að gera ýmislegt, sem er verra en það. — Já, en svona okkar á milli sagt, sagði Kevin, þá hef ég enga trú á að hún tolli neitt við þetta. En hún var alltaf að suða GRANNARNIR © PIB :oriNMA«M ; _1 Ég kom sjálf með mat, ef 'þi« skýlduð ékkÉbjóSa'méft ‘.i 'm'l "^fli WÆithCDiS WSKOCaSQSB ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. des. 1964 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.