Alþýðublaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 2
Ritstjðrar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt GröndaL — Fréttastjðrt: Arnl Gunnarsson. — BltstjómarfuUtrúi: Eiður Guðnason. — Simart 14900-14903. — Augiýsineasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskrlftargjald kr, 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðufiokkurinn. 729 MILLJÓNIR í LOK síðasta ófriðar fékk Olíufélagið h.f. yfirráð olíugeyma þeirra, sem reistir höfðu verið í Hvalfirði. Komu þessir geymar íslendingum í góðar þarfir næstu ár, sérstaklega hinum nýja togaraflota. og voru notaðir fyrir atvinnuvegi okk- ar, þar til reistar höfðu verið nýjar olíustöðvar í Laugarnesi, Örfirisey, Hafnarfirði og á Akureyri. Þegar þörf íslendinga fyrir Hvalfjarðargeym- ana minnkaði, var komið til landsins varnarlið í Kóreustyrjöldinni. og leigði það geymana af sér- stöku hlutafélagi, sem var um þá stofnað. Síðan er liðinn meira en áratugur, og hefur Framsóknar- flokkurinn aldrei haft neitt við það að athuga, að geymdar væru í Hvalfirði hernaðarolíur, að þar væri bryggja og legufæri, svo að olíuskip gætu athafnað sig. Þess má geta, að varnarliðið hefur greitt dótt- urfélagi Olíufélagsins í Hvalfirði samtals um 3 milljónir dollara í leigu undanfarin ár, en það er á núverandi gengi yfir 129 milljónir króna! Það er þetta, sem gerir framsóknarmenn æfa út af Hvalfirði. Þeir óttast, að þeir kunni að missa gífurlega gróðalind, þegar nauðsynleg endumýjun á tönkum og löndunaraðstöðu í Hvalfirði fer fram. En það er ósk almennings, að Tíminn geri nákvæm- lega grein fyrir, hvað orðið hefur af þessum 3 milljónum dollara síðasta áratug. Í:. I • OLÍUSTÖÐVAR HALDIÐ ER FRAM, að olíugeymar í Hval- firði, bryggja og legufæri fyrir olíuskip, sem þar á að endurnýja, séu hernaðarmannvirki. Alþýðublaðið vill í þessu sambandi benda á, . að í Laugamesi eiga íslenzk olíufélög stóra olíu- geyma og fullkomin legufæri fyrir stór skip. í Ör- firisey á Olíufélagið sams konar aðstöðu, stóra tanka og legufæri út af eynni. í Skerjafirði eru ^enn stórir tankar, bryggja og legufæri. í Hafnar- firði eru olíutankar og bryggja og á Akureyri stór tankur og bryggja. Eru allt þctta herstöðvar? Ef svo er, af hverju krefjast kommúnistar ekki, að þessar stöðvar verj&i eyðilagðar eða fjarlægðar? Sannleikurinn er sá, að öll hafnarmannvirki og alla flugvelli má að einhverju leyti nota á hern- aðartímum. En stöðin í Hvalfirði er í sama flokki og þau alíslenzku mannvirki, sem hér hafa verið talin. Að lokum er rétt að minna á, að kjarnorku- kafbátar nota ekki olíu og hafa ekkert við olíu- stöðvar að gera. •miiiiiiiMMiiiiinuimiiiiM'iMiiMimiiiitiiiiiiiimiiiiiiMiimiiiMiimiMniimiiiiiiimiiiiimiiiMiiMiiniiiiiiiiiiiiMiiiir Fjögurra daga vinnuvika tekin upp á Alþingi. Hættulegt fordæmi þingmanna. Jr Hálkan og hættan af lögbrjótum. Jt Hættulegasta gatan í Reykjavík- nilMIMIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIMIIIIIIMIIIIIimillllllltllllllMIIIIIMMMIIinillllllllllllllllllMIIIIIIIIMIIIIllii PALLAGESTUR sendir mér eft irfarandi Unur: „Mig furðar dá- IítiS á því, a* enginn virðist hafa neitt við' það að athuga, iað um leið og launakjör alþingisananna voru bætt, ákváðu Þeir <að taka upp fjögurra daga vinnuviku. Við hækkun iaunanna geri ég ékki neina athugasemd, þvi iað vitan- Hega veróa laun alþmgismhnna 'að standast samanburð við laun annarra, en þegar þeir ákveða sjálfir svona upp á sitt eindæmi að liætta 'að starfa bæði á föstudögiun og laugardögum þá á gagnrýni rétt á sér. ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ er sú, að með þessu gefa þeir hættu legt fordæmi. Hvað þarf að líða langur tími þangað til ýmsir hóp ar í þjónustu hins opinbera taka upp sama hátt. Væri nokkuð at- hugavert við það, þó að ýmsum opinberum skrifstofum væri iok að, ekki aðeins fyrsta dag vik- unnar eins og verið hefur, held- ur og tvo síðustu daga hverrar viku. — Ég hygg að alþingismenn hafi þarna gengið allt of langt. Mér er sagt, að í þessu máli hafj tveir stærstu flokkarnir ver ið hjartanlega sammála og ráð|ð málinu til lykta.“. Norskt Prjónagartf í gjafakössum Allt í peysurnar PALLAGESTUR TÚLKAR í bréfi fiínu sjónarmið, sem óg hef •mjög orðið var við þó að nú fyrst sé minnzt á þetta mál. Ég vil hins vegar benda á, að fyrri hluta þingtímans starfa nefndir mjög og gera má ráð fyrir, að eitthvað sé unnið í nefndum og mál undirbúin þessa frídaga. Einnig vil ég vekja athygli á því, að síðari hluta þingtímans eru kvöld- og nætur-fundir mjög tíð ir, og þingmenn munu ekki fá neitt næturvinnukaup eða eftir- vinnukaup. BIFREEÐARSTJÓRI SKRIFAR: „Útvarpið eða réttara sagt slysa- varnafélagið og lögreglan, hafa aðvarað fólk æ ofan í æ þegar hálka er á götunum. Bifreiða- stjórar eru beðnir að hafa anna® hvort keðjur á hjólum eða hafs snjódekk. Vitanlega á enginn a8 aka bifreið sinni í hálku án þess að hafa annað hvort. En feþrf' kærulausir eru fjölda margir, a® þeir vaða út í umferðina án þess. ÞETTA HEFUR VALDH9 fjölda mörgum árekstrum og slys um. Maður á bíl, sem hvorki lief ur snjódekk eða keðjur, er irétt- indalaus í umferðinni. ÞaÖ er önnur hlið málsins. Hin hliðiK snýr >að vegfarendum og öðruin ökumönnum, því að af þessurt bílum stafar geigvænleg hætta. Ég legg til, að hver sá, sem brýt ur þessa reglu, sé tafarlaust tek Framhald á 13. síðu. ; ?í Sjónvarpsreykjarpípur! Sjónvarpsreykjarpípa verður mörgum sjón- varpsnotendum kærkomin jólagjöf. Komið, skoðið, sannfærist Verzlunin ÞÖLL gengt Hótel íslands-bifrelðastæðinu. Sími 10775. — Uppskrift — Prjóaar — Hnappar. - HOF - Laugavegi 4. Ceres undirkjólar NÁTTKJÓLL NÁTTTREYJUR NÁTTFÖT STAKAR BUXUR Og SKJÖRT lir prónasilki og nylon. - HOF - Laugavegi 4. Skrifstofan: Hallveigarstíg 10. Vöruafgreiðslan við Sheliveg Sími 2-44-59. Spónaplötur Nýkomið: Hörplötur: 8, 12, 16, 18, 20 og 22 mm. Novopan: 8, 12, 13, 15, 19 og 22 mm. Gaboon: 16, 19, 22 og 25 mm. Stærðir 4x7’-4x8’ og 5x10’. Birkikrossviður: 5 mm. Furukrossviður: 8 mm. Gatað harðtex: Ys" — 4x8’. Olíusoðið harðtex: Va" — 4x9’. Trétex Yz" — 4x8 og 4x9’. Teakspónn Eikarspónn Hljóðeinangrunarplötur Líin fyrir hljóðelnangrunarplötur Pattex-lím (sem límir allt). Teakolía 5 Plastlakk (glært) Plastplötur (vinyl) á gólf. Gólfflísalím Harðplast á borð og veggl. Slipimassi. SAMVINNUTRYGGINGAB RPFVTT símanomer: 8. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ .iiimiiniiiiHiiiniiHHnnnniit

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.