Alþýðublaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 14
 &mr- í upphafi skapaði guð him- inn og jörð og hvíldist síðan. Þá skapaði hann manninn og hvíldi sig:, síðast skapaði hann konuna og upp frá bvi hefur hvorki guð eða maður inn fengið hvíld. ■iHliiHiiiniipinniiiiiniiiiiiiRirimnimiiiinniTiiiiimmmnm MUNIÐ jólasöfnun- I ina, Njálsgötu 3- Opiö | frá kl. 10—6 daglega. j Gleðjið einstæðar . mæður og börn fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd. Ameríska bókasafnið: Næsta þjóðiagakvöld 'ameríska bókasafnsins verður haldið n.k. fimmtudagskvöld 10. des ki. 8.30, aðgangur er ókeypis, en fólk er beðið að tilkynna þátttöku og fjölda gesta í síma 19900 eða 19331. 11111 . Húsmæffrafélag Reykjavíkur vill minna á jólafundinn að Hótel Sögu (Súlnasal) þriðjudaginn 8; des. kl. 8, s.d. Félagsknur sæki að göngumiða að Njálsgötu 3 föstu daginn 4. des. kl. 2.30—5,30, það sem eftir verður, verður aflient öðrum reykvískum húsmæðrum laugardaginn 5 des. sama stað og tíma, sjá nánari fréttir í dagblöð unum. Stjórnin Verkfall á Skagaströnd Framhald iaf síðu 1. Þá hefur ekki heldur sést liér síld arsporður í jafnlangan tíma. Um aðra atvinnu hér er ekki að ræða. Verzlun er lítil, enda fer hún að mestu fram á Blönduósi. Samgöngur eru litlar, og iðnaður svo lítill að vart er hægt að nefna. hann því nafni. Útgerðarmenn hófu haustvertíð- ina í þeirri von, að þeir fengju einhvern styrk til útgerðarinnar. Einnig hafa frystihúsin búist við einhverri fjárveitingu, en aurarn- ir hafa því miður ekki sést. Það má reyndar segja, að ekki sé heppilegt, eins og stendur, að reka hér tvö frystihús. Þau eru bæði arfur betri tíma og byggð meðan íbúar Skagastrandar liorfðu björtum augum til framtiðarinnar. Frystihús Kaupféiagsins var byggt 1938 en Hólsnesfrystihúsið 1944. Hafa þau bæði reynt að halda í horfinu, en aflaleysi mein- að það. Vegna þessa bága ástands hefur talsvert af fólki flutt burtu. Á síð- ast liðnu vori fóru 7-8 fjölskyld- ur, og ef útlitið batnar ekki, má búast við að sú tala verða enn hærri næsta vor. Hér á Skaga- strönd búa um 600 manns. Á síðast liðnu ári leituðu rúmlega 100 at- vinnu annars staðar. Sama er uppi á teningnum í ár. Það er ekki und arlegt að menn, sem fá góða og næga atvinnu í öðrum byggðarlög- um, og eru að 'heiman mestan hluta ársins, ákveði einfaldlega að flytja héðan með sitt fólk, í stað þess að lepja dauðann úr skel. Annað ógnar úú Skagstrending- um. Allar líkur benda til þess, að stóru bátarnir fari héðan til veiða annars staðar og minnkar þá enn atvinnulífið. Má jafnvel búast við því, að engin útgerð verði héðan eftir febrúarmánuð. Einn bátur hefur nú legið hér lengi bundinn við bryggju. Hólanesfrystihúsið hefur eignarhald á þessum báti. Gekk honum illa á síldveiðum í sumar og liggur á honum sjóveð. Hefur frystihúsið ekki haft bol- magn til að greiða skuldirnar og koma bátnum á veiðar. í, [ 7.00 i 12.15 13.00 14.40 15.00 17.00 18.00 18.20 18.30 18.50 19.30 19.45 20.15 Þriðjudagur 8. desember. Morgunútvarp — Veðurfregnir —- 7.30 Fréttir — 7.50 Morgunleikfimi 8.00 Bæn. — 9.00 Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. Hádegisútvarp. „Við vinnuna." Tónleikar. „Við sem heima sitjum". Vigdis Pálsdóttir talar um jólaskraut. Síðdegisútvarp. Fréttir. — Endurtekið tónlistarefni. Tónlistartími barnanna, Veðurfregnir. Þingfréttir. Tilkynningar. Fréttir. Útvarp frá Másshalen í Gautaborg. Sigurð- ur Sigurðsson lýsir leik Fram, íslandsmeist- ara og Redbergslid, Svíþjóðarmeistara í Ev- rópukeppninni í handknattleik. Þriðjudagsleikritið: „Heiðarbýlið" eftir Jón Trausta. II. þáttur. Valdimar Lárusson bjó tii flutnings í útvarp. Persónur og leikendur: Egill, hreppstjóri í Hvammi Róbert Ax-nfinnsson Borghiidur kona hans Guðbjöi-g Þorbjarnardóttir Þorsteinn, sonur þeirra .. Bjarni Steingrímss Ólafur bóndi í Heiðahvammi Guðm. Pálss. Halla í Heiðarhvammi .. Helga Bachmann Jóhanna, vinnukona í Hvammi Jóh. Norðfj. Þorbjörn, vinnumaður í Hvammi Baldvin Halldórsson Sveinn, vinnumaður i Hvammi Jón Júlíuss. Finnur í Bollagörðum .. Árni Tryggvason Sögumaður ................ Jónas Jónasson Leikstjóri: Valdimar Lárusson. 21.00 íslenzkt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. 21.15 Erindi: Á Indíánaslóðum I, Bryndís Víglundsdóttir. 21.40 Sinfóniuhljómsveit belgíska útvarpsins leik- ur „Dansa frá Polovetsiu" og „Á steppum Mið-Asiu“ eftir Boi-odin. Franz André stj. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr endurminningum Friðriks Guðmunds- son. XII. Gils Guðmundsson les. 22.30 Lög unga fólksins. Ragnheiður Heiðreksdóttir kynnir lögin. 23.20 Dagskrárlok. í fyrra gekk um þaS ferleg sögn. að frelsi í ástum magnist, og til séu þeir, sem agnar ögn á þessu kannske Ragnist. Ýmsir, sem stela, fá óspart hrós og umbun hjá frændum og vinum. Og einhverjir þeirra, sem eru til sjóffs, hafa áfegni í skorsteininum. Ég heyrffi um daginn — og hnykkti viff aff hinir og affrir drekki. Ja, Ijótt er aff fétta um lauslætið. — Eg líð þetta bara ekki. Kankvís. Fundur FUJ í Keflavík um húsnæðismál FÉLAG ungra jafnaðarmanna í Keflavík efnir til félagsfund- ar um húsnæðismál og lána- mál húsbyggjenda í hinu nýja samkomuhúsi, Njarðvíkur i kvöld (þriðjudag) U. 8.30 e. h. Framsögumaður flytur r ei G. Þorsteinsson alþm., for- maður Ilúsnæðismálastjómar. Auk hans er boðið á fundinn þeim Ólafi Sigurjónssyni odd- vita í Njarðvíkum og Sveini Jónssyni bæjarstjóra í Kefla- vík. — Alþýðufiokksmenn á Suðurnesjum eru hvattir til að sækja ftmdinn vel og stundvís- lega — Stjórnin, Breytileg átt, él en létt á milli. I gær var breytileg átt um land alit, éi við Suðurströndina, en bjart á Austfjörðum. í Reykjavík var logn, úrkomulaust, skyggni 30 kílómetrar. Brennivínið er cini óvinurinn, sem mannin- um liefur tekizt að elska. 14 8. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.