Alþýðublaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 16
ÞriSjudagur 8. desember 1964 UtanríkisráÓ- herra er nú á batavegi UTANRÍKISRÁÐHERRA Gu'ð- mundur í. Guðmundsson er fyrir nokkrum dögum kominn heim af sjúkrahúsi, þar sem hann hefur dvalizt síðan hann fékk aðsvif á fundi fyrir rösk- lega tveim vikum. Ráðherrann er nú á batavegi, afgreiðir mál i síns ráðuneytis, en þarf nokkra i hvíld, áður en hann getur kom- Ið að fullu aftur til starfa, síð- ar í þessum mánuði, Frá þessu skýrði Emil Jóns- son á fundi miðstjórnar AI- þýðuflokksins í gær. Sagði hann einnig í svari við fyrirspurn, að ekki hefði komið til tals að setja annan mann í starf Guð- mundar um stundarsakir. NORRÆNN FJÁR- FESTINGARBANKI? Reykjavík, 7. okt. í SÍÐUSTU viku sótti Gylfi Þ. Gislason, viðskiptamálaráðherra fund þeirra ráðherra Norðurland- anna, sem fjalla um efnahagssam- vinnu laudanna, og sameiginlegan fund ráðherranna með efnahags- málanefnd Norðuriandaráðs. í framhaldi af þessum fundum sótti viðskiptamálaráðherra áriegan ráff herrafund Efnahags- og framfara stofnunarinnar í París. Alþýðublaðið hefur leitað fregna.hjá Gylfa Þ. Gíslasyni um þessa fundi og fórust honum svo orð: — Svo sem kunnugt er heldur Norðurlandaráð næsta fund sinn hér í Reykjavík í febrúar næst- komandi. Mér er ætlað að leggja fyrir íþann fund, þau mál, sem undir þessa ráðherrafundi heyra, en skýrsla um þau hefur verið undirbúin. Ennfremur var til um ræðu sérstök skýrsla sérfræðinga nefndar um stofnun norræns fjár- festingarbanka, en það mál höf um við íslendingar stutt. Á fund inum með efnahagsmálanefnd Norðurlandaráðs var einkum rætt um viðskiptaþróunina í Vestur- Evrópu, áhrif hennar á Norður- lönd og skilyrði Norðurlanda til að hafa óhrif á hana. — En hvað um OECD? — Ráðherrar þeir, sem fara með málefni Efnahags- og fram farastofnunarinnar í París halda einn fund á ári. íslendingar hafa á síðari árum haft mjög mikið Hætt var við lyfja fræðikennsluna Reykjavík 7. des. GO. Tvær stúlkur, er stundar hafa nám í lyfjafræði lyfsala við læknadeild Háskóla íslands, komu að «náli við blaðið og sögðu sínar ■£arir ekki sléttar. í haust áttú fiaqr að hefja jjriðja námsár í mámsgrcininni, en var þá tilkynnt að ekkert yrði úr kennslu í vetur, þar sem þær væru aðeins tvær ■©g reglugerð skólans hafi verið ■fereytt I fyrra á þann veg, aö ekki yrði kennt undir þeim kringum- •fitæðum. Að sögn stúlknanna getur far- ið svo, að þær verði báðar að hætta námi vegna þess arna, þar eð þær verða að hafa lokið því innan 6 ára frá innritun í skól- ann. Þeim var að vísu boðið að halda náminu áfram næsta vetur, en það fer í bága við þær áætl- anir sem þær voru bunar að gera um framtíðina og þær geta ekki horfið frá. Kennari í lyfjafræði við lækna- Framhald á 4. síðu AlþýSuflokksfélag Reykjavíkur heldur spilakvöld næstkomandi föstu dag klukkan 8,30 í Iðnó. Húsið er opnað klukkan 8. Sameiginleg kaffi drykkja og dans á eftir. Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stund víslega. gagn af aðild sinni að þessari stofnun, og má í því sambandi minna á þau hagstæðu lán og yfir drætti, sem við höfum fengtð þar ásamt mikilli tækniaðstoð. Á þessum fundi var fyrst og fremst rætt almennt um stefnuna í efnahagsmálum aðildarríkjanna, og stefnu í viðskiptamálum í sam bandi við aðstoð við þróunarlönd in. Hinn nýja toll Breta bar auð- vitað mjög á góma, en Bretar voru vel undir það búnir, þar sem Framhald á 4. síðu Reykjavík, 7. des. ÓTJ. í DAG var tekið fyrir í Saka dómi Reykjavíkur málið gegn Lárusi Stefánssyni fyrir meinta morðtilraun á Guðríði Erlu Kjartansdóttur, og fyrir a» hafa valdið áverka á Þónmni Guðmundsdóttur. og bakað varanlegt heilsutjón. Það var 12 maí sl. sem Lár- us réðist á Guðríði á heimili hennar með hníf ^að vopni, og stakk hana sjö sinnum. í svipt ingunum fór hún auk þess úr axlarlið. Á flótta frá árásar- staðnum mætti Lárus svo Þór- unni Guðmundsdóttur vinkonu Guðríðar Erlu, og sló hana í andlitið. Tvennt var nýstárlegt við þessi réttarhöld. í fyrsta lagi sátu þau þrír sakadómarar í stað eins, óg er það í fyrsta skipti í íslúnzkri réttaíþögu. Breyting á réttarfarslögum, sem gerð var árið 19^1, heimiiax þetta, ef um sérstakiega flókið eða átórfellt mál er að ræða. í öðru lagi krafðist ákærði þess að vera viðstaddur réttar höldin, og var það leyft. í dómarasætum voru Þeir Þórður Björnsson, yfirsakadóm ari, Halldór Þorbjömsson, saka dómari, og Gunnlaugur Briem sakadómari. Ákærandi var full- trúi saksóknara, Jónatan Þór- mundsson og verjandi Örn Clauseh hæstaréttariögmaður Ákærandi las upp vitnisburð þeirra Lárusar, Guðríðar og Þórunnar, og var hann sam- hljóða úm flest atriði. Þau Lár us og Guðríður höfðu kynnst IHMMMMHMMIMMWMUMtW á dansleik árið 1962. Viku síð ar fór hún til Englands, og var þar nokkra mánuði. Á því tíma bili höfðu þau ekkert samband hvort við annað. Þegar hún svo kom heim, tóku þau upp kunn- ingskap að nýju, og voru mikið saman þar tíl Guðríður fór á skóla í Danmörku 1933. Þá skrifuðust þau á. En þegar hún kom frá Danmörku, vildi hún ekki af honum vita framar, öðruvísi en sem vini. Kvað hún áhuga sinn hafa farið minnk- andi, er henni var skrifað, að hann væri að skemmta sér með öðrum stúlkum. Eftir heimkomuna frá Dan- möku hittust þau nokkrum sinnum, og vildi Lárus alltaf taka upp fyrra samband þeirra en hún ekki. Þó fóru þap þrisv ar út saman. Kvöldið, sem árás in átti sér stað, höfðu þær vin- Alþýðublaðið kost- ar aðeins kr. 80.00 á mánuði. Gerizt á- skrifendur. konumar setið nokkra stund og talað saman er Lárus kom. Bauð Guðríður honum inn, og sat hann og spjallaði við þær góða stund. Þegar Þórunn skrapp heim til sín, í næsta hús til þess að sækja sér kápu, þar sem þær voru að fara út, bað Lárus Guðríði að lieita sér éig inorði, og koma með sér norður í Vatnsdal, þar sem hann hafði ráðið sig á bóndabæ. Hún neit- 'aði, og sagði honum jafnframt að hún væri byrjuð að vera með öðrum mannl. Rétt á eftir réðist hann á hana. Þórunn var að koma aftur, er hún heyrði skerandi neyðaróp vin- konu sinnar, og hljóp upp stig- ánn. Á stigabrúninni mætti hún Lárusi, sem sló hana í and- íitið, og þaut svo út. Þórunn fór svo inn tij vin- Framhald á 4. síðu ÞRÍR SAKADÓMARAR VIÐ RÉTTARHÖLDEN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.