Alþýðublaðið - 09.12.1964, Page 7

Alþýðublaðið - 09.12.1964, Page 7
Björn Jónsson ritstjóri. RÆÐA SÚ, sem Ármann Snæ- varr háskólarektor flutti á full- veldisdaginn, sýnist hafa vakið almenna athygli, enda vissulega þess verð. Þó mun hún sýnu ríkara íhugunarefni en ætla má af undirtektum blaðanna, sem minna helzt á kurteislegt lófa- tak við hátíðlegt tækifæri. Mál- efni háskólans eru svo fjölþætt og mikilvæg, að þau ætti að ræða af áhuga og þekkingu með. öll meginviðhorf nútíðar og fram- tíðar í huga. Slíkt lætur íslend- ingum hins vegar ekki. Við . rjúkum löngum upp til lofs eða lasts, en kunnum naumast að rökræða eða deila þannig, að skiptar skoðanir fái notið sín. Þetta stafar meðfram af ein- hæfni blaða okkar og tímarita. Þess vegna finnst mér viðburður að grein Ólafs Jónssonar í Al- þýðublaðinu á sunnudaginn var, þó að ég sé höfundi hennar öðru hvoru þsamdóma. Þar er fjallað um ræðu háskólarektors og ís- lenzka menningu og reynt að kryfja umræðuefnið til mergjar, hvort sem viðleitnin tekst eða ekki, en slíkt verður jafnan á- litamál. Og nú langar mig að fara nokkrum orðum um atriði, sem Ólafur víkur að og er harla tíma- bært — menntun blaðamanna og annarra, sem skyld störf vinna. Ólafi Jónssyni mælist svo eft- ir örstuttan formála: „Ekki vantar ádeilur og gagnrýni á allan þennan þátt menningar okkar. En því sést lítt hreyft hversu beri að vanda til hans betur en nú er gert. Eins og nú standa sakir verða varla gerðar neinar sérstakar menntunarkröf- ur til starfsliðs dagblaða, út- varps, sjónvarps, eða að minnsta kosti eru þær mjög á reiki. Og það hefur komið á daginn að er- lendir skólar verða aðeins að mjög takmörkuðu liði þar sem allar aðstæður okkar eru svo ó- líkar þeirra. Hér virðist einsætt verkefni fyrir Háskólann að leysa — að minnsta kosti að ein- hverju verulegu leyti.” Eg er greinarhöfundi sammála að kalla. En íslenzk blaðamennska er kannski skár á vegi stödd en Ólaf grunar. Launakjör blaða- manna og vinnuskilyrði eru orð- in eða verða þannig næstu ár, að þessi starfsgrein geti keppt við gömul embætti um menntað- an liðskost. Hef ég þá einkum augastað á kennaraskólafólki og þeim, sem lært hafa norræn fræði eða til BA-prófs við Há- skóla íslands, þegar sú deild hans kemst í viðunandi framtíð- arhorf. En íslenzk blaðamennska verður smám saman tvíþætt. Vandlátir lesendur gera kröfur til hennar með hliðsjón af er- lendum blöðum. í því efni eru íslendingar ennþá illa samkeppn- isfærir, enda ójafn leikur, ef að- stöðumunur er atþugaður. ís- lenzku blöðin hafa samt að sumu leyti stórbatnað síðustu áratugi. Þar veldur miklu ný tækni, sem komið hefur til sögunnar utan úr heimi, allt aðrir fréttamöguleik- ar en áður voru, meira efnisval og ævintýri í samgöngumálum. Blöðin hér eru orðin fallegri, efnismeiri og smekklegri, og sú þróun heldur áreiðanlega á- fram. Hitt orkar mjög tvímælis, að margir blaðamenn okkar nú séu jafnokar ritgarpanna forðum daga í íþrótt máls og stils. Og það, sem verra er: Sumir þeirra virðast naumast hafa til brunns að bera almenna menntun, sem krefjast ætti af mönnum' með lærdóm kennara og háskólaborg- ara. Það bendir ef til vill til þess, að menning okkar og veraldar- vit sé ekki í réttu hlutfalli við skólanám og próf. Blaðamennska verður numin erlendis með góðum árangri, en á annan hátt en Ólafur Jónsson lætur ráða úrslitum afstöðu slnnar. Útlendingar geta drjúg- um betur kennt íslendingum að láta blöð verða vel til fara að ytri búningi og notfæra sér tæki, handbækur og heimildarit en kostur er á hér heima. Þess vegna gegnír furðu, hvað fáir ís- lendingar hagnýta sér norræna blaðamannaskólann í Árósum, svo að dæmi sé nefnt. Honum stjórnar frábær kunnáttumaður í þeirri blaðamennsku, að frétt- ir og greinar séu fyrir sjónum lesandans með svipmóti spari- fata en ekki tötra, svo að ég við- hafi hæpna samlíkingu. Jafn- framt gerir hann strangar kröfur til máls og stíls fréttaritara og greinahöfunda. Skólinn kennir og örugga meðferð hvers konar hjálpargagna, sem nauðsynleg eru til góðrar og nýtízkulegrar blaðamennsku, gildi þeirra og notkunarreglur. Vitaskuld er allt þetta vandkennt og vandnumið, en verður þó duglegum og gáf- uðum nemanda tiltækilegt, ef námið er stundað af áhuga og einbeitingu. Snilli íslenzkrar tungu lærist aftur á móti aldrei í skólum. Hún er sjaldgæf náð- argáfa, sem þroskast svo með æfingu og reynslu, vægðarleysi við sjálfan sig og ævilangri sjálfsmenntun. Menn láti -sér ekki bregða hættulega, þó að ég, jafnaðar- maðurinn og þjóðnýtingarsinn- inn, minni í þessu sambandi á þörf samkeppninnar. íslenzkum blaðamönnum telst mikils virði, að þeir, er fram úr skara, hljóti viðurkenningu, sem öðrum þyki eftirsóknarverð. Því var stofnun Móðurmálssjóðsins, minningar- sjóðs Björns Jónssonar, árið 1943 mikilvægur atburður í sögu islenzkrar blaðamennsku. Til hans var efnt af niðjum Björns og ísafoldarprentsmiðju, en sjóðurinn hefur átt við of þröng- an f járliag að búa og þess vegna varla náð tilgangi sínum nema að gleðja sex íslenzka blaðamenn. Nú flytja blöðin þá frétt, að hlutafélagið Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, hafi gefið sjóðn- um 90 þúsundir af tilefni þess að í haust voru liðin níutíu ár síðan blað Björns Jónssonar, ísa- fold, hóf göngu sína. Morgun- blaðið er þvílíkt stórveldi meðal íslenzkra blaða, að það getur sýnt myndarskap í ráðstöfun peninga langt umfram öll hin. En sem gömlum blaðamanni og rit- stjóra finnst mér svo til um þetta framtak Árvakurs, að mér er ljúft að vekja á þvi athygli og votta hlutaðeigendum aðdá- un. Vilja ekki önnur fjársterk fyrirtæki, sem njóta góðs af ís- lenzkri blaðamennsku og vilja auka veg hennar og virðingu, gera slikt hið sama? Pcrsónulega veit ég, hvað móðui-málsverð- launin koma ungum blaðamanni slcemmtilega á óvart, örva hann og eggja. Hann reynir á eftir að gera hlut sinn meiri og betri en áður. Slíkt getúr reynzt ís- lenzkri blaðamennsku ærið full-, tingí, þó að ég væri ekki því afreki vaxinn á sínum tíma. íslendingar halda, að blöðin séu alltaf að rífast í heilagri reiði og minnsta kosti ritstjór- arnir heilsist varla, ef þeir hitt- ist á förnum vegi eða í sara- kvæmi. Þetta hefur sennilega aidrei verið svo, og nú er sani- búð íslenzkra blaðamanna með sérstakri prýði, ungra og gam- alla, starfandi og fyrrverandi. — Blöðin eru að þessu leyti alveg eins og alþingi. Menn deila ihb ólíkar skoðanir á málþingum, og komast sumir út jafnvægi í hita bardagans á líðandi stund. en orðaglíma, þótt snörp virðist, gerir ekki sæmilega drengi að ó- vinum. Gallar samkeppninnar eru engan veginn svo ómennskir á þessu sviði fremur en flestum öðrum. Blaðamennirnir liafa með sér ágætan félagsskap og vinna þar yfirleitt saman í miklu bróð- erni. Hins vggar ættu þeir af og til að leggjast á eitt í sam- eiginlegri baráttu fyrir einstök- um stórmálum, svo og til efling- ar samtökum sinum nú og fram- vegis. Iðulega er á þetta minnzt, og vil.iann vantar víst ekki. Fram- kvæmdirnar láta samt á sér : standa. Færi ekki mætavol á því, Framhald á 10. síðu Fólksfjölgunin hindrar hætt lífskjör Efnahagslega útþensla í Suður Ameríku hefur verið hæg og óregluleg, einnig síðustu þrjú árin, segir í skýrslu sem nýlega hefur verið birt um efnahags- ástandið í álfunni. Verzlunarskil yrði hafa vernsað og framleiðsl- an dregizt saman. Hin öra fólks fjölgun hefur gert ástandið enn alvarlegra og stuðlað að hinum óhagstæðu aðstæðum miðað við önnur svæði heimsins. ,,Ecorí^mic %rvey of Latin America, 1963“ er samin af Efna | hagsnefnd S. Þ. fyrir Latnesku Ameríku (ECLA) og' fjallar um þróunina á árunum 1960—63, sem rædd verður á næsta Allsherjar þingi. Árið 1960 jukust tekjur á hvern íbúa um 2,9 af hundraði og 1961 um 2,6 af hundraði, en árið 1962 var ekki um neina aukn ingu að ræða, og. 1963 voru til- hneigingar til samdráttar. Það var einkum tvennt sem | stuðlaði að þessari þróun: óstöð 1 ugleiki hinnar innlendu fram- Heiðslu og versriandi viðskipfta- skilyrði. Framleiðslan jókst árið 1961 um 2,5 af hundraði á hvern íbúa, en dróst saman árið eftir, og þar næsta úr fl933)'var hún minni en árið á undan í beinum töium. Á árunum 1958—63 hafa viðskiptaskilyrðin (terms of trade) versnað um 8 af hundraði og hafa haft áhrif á kaupmátt útflutningsins. Fólksfjölgunin í Latnesku Ame ríku er örari en víðas hvar ann ars staðar í veröldunni. Það er fyrst og fremst hún sem veldur því, að álfa.n getur ekki orðið samstíga öðrum svæðum heims- ins x efnahagslegum framförum. Framleiðsluþróuniir í Latnesku Ameríku var út af fyrir sig u.þ. b. jafnör og annars staðar í heim inum, í sumum tilfellum öari, en vegna mikillar fólksf jölgunar hefur framleiðslan á hvern í- búa í rauninni orðið minni Samdrátturinn í efnahagslegri útþenslu Latnesku Ameríku 1962 —63 átti fyr-st og fremst rætu-r að rekja til efnahagssamdráttar í Argentínu og hinnar miklu minnkunar framieiðslunnar i. Brasílíu árið 1963. Kúba er ekki tekin með ,ií þessu yfirliti yfir efnahagsástand ið í Latnesku Amerísku, heldUr er fjallað um hana í sérstökum kafla skýrslunnar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. des. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.