Alþýðublaðið - 09.12.1964, Síða 10

Alþýðublaðið - 09.12.1964, Síða 10
Jólamarkaður: I Jóla- baksturinn Hveiti Strásykur Flórsykur Púðursykur Lyftiduft Sultur Dropar Krydd Sýróp Kókosmjöl rÆm. 9. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vietnam Frh. af 6. síðu. versnar stöðugt. Þetta varð til þess, að sendiherra Bandaríkjanna í Saigon, Taylor hershöfðingi, fór til Washington nýlega að ræða við Johnson forseta um nýjar ráðstaf- anir, sem hugsanlegt væri að gripa mætti til. Óhugsandi virðist fyrir Banda- ríkin að gefa Suður-Víetnam ein- faldlega á bátinn. Óttazt er, að afleiðingarnar yrðu of alvarlegar hvarvetna í Suðaustur-Asíu. Það sem vakir fyrir Bandarikjamönn- um er að girða fyrir áhrif Kín- verja, en uppgjöf í Suður-Víetnam hefðí þveröfug áhrif. Hins vegar virðist ekki kleift að brjóta Víetcong-hreyfinguna í Suð ur-Víetnam á bak aftur, en þeirri stefnu hefur verið fylgt hingað til. í Washington telja sumir, að þessu marki verði hægt að ná, ef Slík skoðun byggist sennilega á ráðizt verði á birgðaleiðirnar norð ur á bóginn og þær eyðilagðar. ofmati á utanaðkomandi aðstoð Vietcong. CNGINN maður i ábyrgðarstöðu í *“ Washington vill, að Bandaríkja- menn hefji algera styrjöld gegn Norður-Víetnam. Slikt mundi leiða tli þess, að Kínverjar tækju þátt í styrjöldinni og ef til vill Rússar. Þegar nú er rætt um að auka hernaðaraðgerðimar er átt við loft árásir á vissa staði. Hins vegar mundu slíkar hemaðaraðgerðir einnig hafa þa hættu í för með sér, að Kínverjar eða Rússar hæfu hernaðarlega ihlutun. Þeir geta einnig gert takmarkaðar loftárás- ír. En í Washington er íhugað hvort taka skuli þessa áhættu. Þá verður spurningin sú, hvað vonazt er til að fá framgengt með því að auka þannig hernaðarað- gerðirnar. Ef tilgangurinn er sá, að þjarma svo að Víetcong, að ástandið verði þeim vonlaust, mun aftur koma í ljós, að styrk- leiki andstæðingsins hefur verið vanmetinn. Hins vegar er önnur skýring hugsanleg. Bandaríska stjómin hefur kannski gert sér ljóst, að enginn sigur sé hugsan- legur í Suður-Víetnam, og býr því sig ef til vill undir það að hætta ihlutun sinni. En Bandaríkjamenn geta ekki yfirgefið Suður-Víetnam fyrr en komið hefur verið á einhverri skip an, sem ekki leiðir til alltof mikils álitshnekkis. Þess vegna er mikil- vægt að sanrvfæra Víetcong og Norður-Víetnambúa um, að heldur ekki þeir g(?ti gert sér vonir um nokkum algeran sigur. Ef samn- ingaviðræður væru hafnar nú þeg- ar, eins og de Gaulle hefur lagt til, væru Bandaríkjamenn í slæmri aðstöðu. Ef ekki er hægt að sigra Víetcong-hreyfinguna er kannski hægt að þreyta hana. ,Og jafnframt verða Bandaríkja- menn að sýna, að þeir séu ein- beittir og ákveðnir. Lokaniðurstað an gæti þá orðið brottflutningur bandarískra hersveita frá Suður- Víetnam og myndun „hlutlausrar" ríkisstjórnar, sem hefði alþjóðlega tryggingu fyrir sjálfstæði landsins, en efnahagssamstarf við Norður- Víetnam. Það er að sjálfsögðu engan veg- inn öruggt að slík skipan yrði var- anleg, en á aðra betri verður ekkí kosið. Ekki er vitað um fram- tíðarætlanir Bandaríkjamanna. — Sennilega er sú viðkvæma endur- skoðun, sem nauðsynleg er, ekki svo langt komin. Og um leið er hætta á því, að Bandaríkjamenn verði ófúsir til að taka upp við- ræður vegna hins sífellda undir- róðurs gegn stjórninni í Suður- Víetnam og freistist til að grípa til hættulegra aðgerða til að dylja innaniandsvandkvæðin. Jakob Sverdrup. í heyranda hljóði Fvamhald af síðu 7. að blaðamannafélagið tæki hönd- um saman um átak i þágu móð- urmálssjóðsins, kæmi til liðs við stofnendur hans og stjórnendur og sýndi í verki það, sem sann- lelkurinn mun um alla íslenzka blaðamenn, að þeir kunni að meta hann að verðleikum? Þeim er auðvelt að láta að sér kveða og um sig muna í þessu efni, ef þeir nenna. Og þá spái ég því, að frjálslyndir og viðsýnir aðilar, sem gera sér grein fyrir gildi ís- lenzkrar blaðamennsku fyrir land og þjóð, fari að dæmi Árvakurs og taki upp buddu eða ávísana- hefti í þeim ásetningi að styrkja þetta umdeilda en mikilvæga málefni. Helgi Sæmundsson. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BÍLASKOÐUN Skélafötu U. Sfml ÍS-IM- Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! •• RYÐVORN Grensásveg 18, síml 1-99-48 SHVBSTðSIl Sætúni 4 - Sími 16-2-27 BfUina «r smurður Qjótt «• •djna aUw togudlr at < Píanóstillingar og viðgerðir GUÐMUNDUR STEFÁNSSON hljóðfæraverkstæði. Langholtsvegi 51. Sími 36081 milli kl. 10 og 12. Brunafryggíngar ábyrgðar Vöru HeimKlís hnnbús Affla Glertryggingar Heimislryggingi ^ hentar yður TRYGGINGAFELA6IÐ HEiMlRSI LINDARGATA 9 REYK3AVIK SlMI 21260 SlMNEFNl:SURETY vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- enda f þessum hverfum: Hverfisgötu Bergþórugötu Högunum Afgreiðsla Alþýðufolaðsins Síml 14 900. SENDISVEINN óskast. — Vinnutími fyrir bádegi. AlþýðublaÖiÖ Sími 14 900.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.