Alþýðublaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 5
BÖKFELLSÚTGÁFAN Ný bók eftir Birgi Kjaran AUÐNUSTUNDIR í bók þessari eru ferðapistlar, frásöguþættir og skyndirayndir af nokkrum eftirminnilegum mönn- um eða atvikum úr lífi þeirra. Þættirnir eru ellefu ; í hér um bil fjömtíu kafli. Ferðapistl- vegar að af landinu, úr byggð og pbyggð; farið er í arnarhreiður, leitað að rauða ópalnum í jöðrum Vatnajökuls, öskjueldar skoð- aðir, rambað um Sólheimajökul, gengið á skipbrots- og skiptast í hér um bil fjörutíu kafla. Ferðapistl- Rabbað er við Kjarval listmálara og Sigurð Berndsen f jármálamann og rissaðar upp sögumynd- af Skúla fógetá og Jóni forseta Sigurðssyni, svo að nokkuð sé riefnt. ÍSLENZKIR ÖRLAGAÞÆTTIR TÓMAS skrifar SVERRIR skrifar „Og sjálf er Látra-Björg komin að fótum fram, orðin þreytt og þjáð, og þá yrkir hún eina af síðustu vísum sínum: Langanes er ljótur tangi. Lygin er þar oft á gangi. Margur ber þar fisk í fangi, en fáir að honum búa. _ Nú vil ég heim til sveitar minnar snúa. í þessari vísu kemúr fram reisn hennar óbuguð, en hún finnur feigðina kalla. Og þess vegna er hún á heimleið. Hún er stað- ráðin í að ljúka helgöngu sinni á sömu slóðum og hún lagði upp 1 hana — fyrir heilum mannsaldri. í alla þá tíð hefur hún borið með sér þungan brimgný Látra- Strandar um öræfi og annes, og nú neytir hún síðustu krafta til að geta sofnað við hann, áður en hann deyr út i hjarta hennar. Næsta morgun er Rósa risin árla úr rekkju. Hún verður þess strax vör, að sýslumaður muni kominn, því að þarna eru hestar hans við túnfótinn. Hún flýtir sér að hita kaffið og telur til þeirrar stundar, er hún færir honum það í rúmið. Svo drepur hún hljóðlega á svefnher- bergisdyrnar og lýkur upp hurðinni. En þá sortnap henni skyndilega fyrir augum, og það má litlu muna, að hún missi kaffi- bakkann úr höndunum. Páll Melsteð er vaknaður, en fyrir ofan hann í rúminu hvílir amtmannsdóttirin á Möðruvöllum, Anna Sigríður. - Að þessu sinni gleymast allar kveðjur. Páli Melstéð verður snöggvast litið til lags- konu sinnar og gengur úr skugga um, að hún sefur værum svefni. Þá snýr hann sér aftur að Rósu, horfir í augu hennar drykk- langa stund og mælir síðan í hálfum hljóð- um: „Einhvern tíma var þér nú ætlað að sofa þarna“. Bókaúfgáfan FORNI Svo virðist sem það hafi orðið örlög Hjálmars jafnan að verða söguefni í hverri sveit, þar sem hann stakk niður staf sínum, Gróusagan spann sinn fíngerða þráð um æði hans og athafnir. Heimur hans var að vísu ekki stór, en undan narti hans gat Hjálmar Jónsson ekki komizt, hvernig sem hann fór að. Veröldin. var við Hjálmar eins og heimarík búrtík, glefsaði í liann sem óboðinn og umkomulítinn gest. Hælbitinn og liundeltur var Hjálmar alla ævi, og virtist einu gilda, hvort hann gengi einstigu eða alfaraveg. Veröldinni var upp- sigað við þennan mann. Hann hafði kvatt æskusveit sina til þess að losna við eril og illdeílur heimahaganna. En hann fékk aldrei geng-ið fylgju sína af sér. Hún sett- ist við fótskör hans, hvar sem hann sló upp tjöldum á -lífsleið sinni. Svo fór einnig i Blönduhlíðinni. Gegn rógi veraldarinnar átti Hjálmar ekki annað vopna en vísuna. Þegar rakkar og bitvárgur svcitarinnar sóttu að honum þeytti hann eldingum á alla vegu eins os reiður þrumuguð, og nú sem fyrr flugu neistarnir um stólpa sveitarinnar og sviðu skegg prestanna. um Skáld-Rósu: um Bólu-Hjálmar: BÓK TÓMASAR og SVERRIS ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. des. 1964 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.