Alþýðublaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 7
BHM vill samningsrétt
III jafns við BSRB
AÐALFUNDTJR Bandalags Há-
Bkólamanna (BHM) fyrir árið (1964
var haldinn 24. nóv. sl., og sátu
fundinn fulltrúar frá öllum aðild-
arfélögum.
Formaður Bandalagsins, Sveinn
Björnsson, verlcfr., flutti skýrslu
fstjó^rjarinnar fyr-ir sl. starAnr.
Kom fram í henni, aff affildarfé-
lög bandalagsins), voru viff lok
starfsársins 11 aff tölu meff um
1.220 félagsmönnum.
Á liðnu starfsári hefur starf
BIIM einkum mótazt af undirbún-
ingi að öflun samningsréttar til
handa háskólamenntuðum mönn-
um í þjónustu hins opinbera, svo
og endurskipulagningu Bandaiags
ins. Á þessu hausti fór BHM þess
formlega á leit við ríkisstjórnina,
að hún beitti sér fyrir því, aff lög
um um samningsrétt opinberra
starfsmanna ýrði breytt á þann
veg, að BHM fengi samningsrétt
til jafns við BSRB. Mun ríkis-
stjórnin væntanlega svara þessari
málaleitun innan skamms.
Af öðrum málum, sem Banda
lagið lét til sín taka á árinu, má
nefna, að á vegum þess var starf
andi nefnd til að kanna, hvað BH
M gæti gert til að styðja fram-
haldsnám kandídata, svo og nefnd
vegna endurskoðunar á lögum og
reglugerðum um menntaskóla.
Bandalagið er fulltrúi íslenzkra
háskólamanna gagnvart hliðstæð-
um samtökum erlendis og átti á
árinu töluverð og mjög gagnleg
samskipti við systurfélög sín á
Norðurlöndum. Bandalagið gaf út
handbók á árinu, sem einkum er
ætluð fyrir futltrúaráð þess og
stjórnir aðildarfélaganna. í hand-
bókinni er að finna upplýsingar
um flestöll samtök háskólamanna
á íslandi og fleira. Ákveðið er, að
Bandalagið liefji í vetur útgáfu
fréttabréfs, sem komi út nokkr-
um sinnum árlega. Fréttabréfið
verður sent öllum háskólamönn-
um innan vébanda BHM.
Fyrir aðalfundinum lá inntöku
beiðni frá Félagi háskólamenntra
kennara, sem nýlega var stofn-
að. Var samþykkt einróma að
veita félaginu aðild, og eru þá að-
ildarfélög BHM 12 að tölu.
Úr stjórn gengu þeir Árni Böðv-
arsson, cand. mag., og Stefán Að-
alsteinsson, búfjárfr. Þakkaði for
maður þeim ánægjulegt samstarf
og alúð í störfum fyrir Bandalag-
ið. X stað þeirra voru kosnir Bjarni
Bragi Jónsson, hagfr. og dr. Mattli
ías Jónarson, Sveinn Björnsson,
verkfr., var endurkjörinn formað
ur Bandalagsins, en aðrir í stjórn
eru Arinbjörn Kolbeinsson, lækn
ir og Ölafur W, Stefánsson, lög-
fr.
Framhald á 10. síðu
Takmarkað gagn
af aurhlífum?
Reykjavík, 10. des. ÓTJ.
Fyrir nokkru var lögboðiff aff
hafa iaurhtífar á bifreiðum, og
verffur gengiff svo hart eftir því
IWMWmWWMWWWW
Höfn, Hornafirði, 28. nóv.
LEIKFÉI.AG Hafnarkaup-
túns frumsýndi leikritið
„Þrir skálkar“ eftir Carl
Gandrup laugardaginn 28.
nóvember. Var leikurinn
sýndur fyrir fullu húsi og
mjög góffum undirtektum.
Er þetta stærsta vifffangs-
efni, sem Ieikfélagiff liefur
fengizt viff til þessa, enda er
þaff ungt að árum. Áffur hef-
ur félagiff sýnt Ævintýri á
gönguför, Klerkar í klípu og
Saklausi svallarinn. Fyrir-
hugaff er aff sýna Skálkana
á Eskifirði lielgina 5____6.
des. Leikstjóri er Höskuldur
Skagf jörff og undirleikari Sig
jón Bjarnason. Á meðfylgj-
andi mynd má sjá Núrí, spá-
kerlingu (Sigrún Eiriksdótt-
ir) og Kurt, söngvara (Júlíus
Valdimarsson.
aff því.verffi hlýtt, aff bifreiðarnar
fá ekki skoffun, ef. þær vantar.
Nokkrar undantekningar hafa þó
veriff gerffar fyrir þá sem ekki
hafa getaff orffiff sér úti uni hlífar
ennþá. En viff næstu skoðun verff
ur engin miskunn sýnd.
Þetta hefur mörgum gramist,
og hundruð þúsunda ökumanna
í öðrum löndum, sem eru undir
það sama seldir, halda því fram
að aurhlífarnar geri ekkert gagn.
Nú virðist þetta vera sannað. Til
raunir hafa verið gerðar með hlíf
arnar í nokkrum löndum m.a. i
Danmörku. Og niðurstaðan er aUs
staðar sú sama. Gagnsemi hlíf-
anna er mjög vafasömt svo að ekki
verði meir sagt, og alls engin þeg
ar bifreiðin hefur náð um 70 km.
hraða. Þess ber að geta að 70
km. hraði og þar yfir mun mjög
algengur á íslenzkum þjóðvegum.
Tilraunirnar í Danmörku voru
gerðar á sérstökum brautum. Þar
voru notaðar margar tegundir bif
eiða, stórra og smárra. Og allstað-
ar var það sama sagan. Vafasamt
Framhald á 10 síðu
Umfangsmiklar breyting
ar á verzlunum KEA
á Akureyri
í DAG. þriðjudaginn 8. desem-
ber, má telja að lokið sé um-
fangsmiklum breytingum á
verzlunum Kaupfélags Eyfirð-
inga, í Hafnarstræti 91 og 93.
Þá opnaði Herradeildin á
fyrstu hæð í Hafnarstræti 93,
og Vefnaðarvörudeildin tók
alla aðra hæð fyrir sínar vörur.
Auk þess er teppasala í kjall-
ara hússins, svo að nú er vcrzl-
að á þrem hæðum þess í björt-
um og mjög rúmgóðum húsa-
kynnuni. Verzlunarplássið i
kjallara er um 80 fermetrar, á
fyrstu hæð um 250 ferm. og á
annarri hæð um 270 fermetrar.
Flest öllum varningi deild-
anna er fyrir komið á lausum
borðum eða „eyjum” þannig að
viðskiptavinirnir eiga mjög
auðvelt með að skoða hann.
Teikningar af breytingunum
annaðist Teiknistofa S.Í.S en
verkstjórn Stefán Halldórsson,
byggingameistari, Sameinuðu
verkstæðin Marz og Vélsmiðj-
an Oddi, sáu um hitalagnir, en
Raflagnadeild KEA um raf-
lagnir. Jón A. Jónsson, málara-
meistari, og menn hans önnuð-
ust málningu, en Húsgagna-
vinnustofa Ólafs Ágústssonar
sá um smíði og uppsetningu
verzlunarinnréttingar.
Til algerrar nýjungar í út-
búnaði verzlunar hér í bær, er
hinn svonefndi hverfistigi, sem
er hinn fyrsti, sem settur er
upp hér á landi utan Reykja-
víkur. Stiginn er smíðaður hjá
OTIS-ELEVATOR Company í
Þýzkalandi sem er eitt elzta og
reyndasta fyrirtæki heims í
smíði hverfistiga og lyftna. Stig
inn er af sömu gerð og er í
mörgum stærstu verzlunarhús-
um meginlandsins. Hann er
með fullkomnum öryggisútbún-
aði svo aðengin slysahætta er
talin stafa af honum. Uppsetn-
ingu stigans annaðist Mr. W. J.
Davis frá Otis-fyrirtækinu í
Englandi, en hann hefur farið
víða um heim í slíkum erindum.
Hverfistiginn flytur við-
skiptavinina úr Herradeildinni
upp í Vefnaðarvörudeildina, og
er staðsettur nálægt miðju þess
ara deilda, en að sjálfsögðu er
einnig venjulegur stigi milli
þeii'ra, sem nota verður við út-
göngu úr Vefnaðarvörudeild.
Deildarstjóri Herradeildar er
Björn Baldursson, en Vefnaðar-
vörudeildar Kári Johansen.
MWWWWWWWWWWWWMVMiilWVUWWWWW
Hjartavemd gef-
ur út timarit
Hjarta- og æðasjúkdómavarna-
félag .Reykjavíkur tilkynnir, að
nýlega sé kömið út blað þess,
Hjartavernd. Er það til sölu í
bókabúðum borgarjnnar og kost-
ar kr. 25. í því er grein eftir
Snorra P. Snorrason lækni um
einkenni kransæðasjúkdóma, tvær
greinar eftir Sigurð Samúelsson
önrtur um hjarta- og æðasjúk-
dóma, Jiin um markmið landssam
! bands Hjartaverndar. Þá er greiri
\ eftir‘,» Ölaf Ólafsson lækni, um
::t*Vf$sWð hjarta- og æðavéf’n'd
unarfélaga, auk {>ess eru þar káifa
þykkt lög landssambandsihs.
Hjarta- og æðasjúkdómavarnafé-
lag Reykjavíkur minnir á, að allir
bankar og sparisjóðir i borginni
veita viðtöku iðgjöldum til félags
ins. Nýir félagar geta einnig ,skrá
sett sig þar. Minningarkort fé-
lagsins eru afgreidd í Bókabúð
Lárusar Blöndal og Bókavcrzlun
ísafoldar Austurstræti.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. des. 1964 J