Alþýðublaðið - 12.12.1964, Side 11
vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif-
enda í þessum hverfum:
Hverfisgötu
Bergþórugötu
Högunum
Barónsstíg
Afgreiðsla Aiþýðubfððslns
Sírstl 14 S6Ö.
SENDISVEINN
óskast. — Vinnutími fyrir hádegi.
Alþýðublaðið Sími 14 900.
HVERSVEGNA EKKILANDS-
LEIK VIÐ ÍSLENÐINGA?
í ARBEIDERBLADET í Osló
fyrir nokkrum dögum, birtist að-
sent bréf með ofannefndri fyrir-
sögn um leiki norska landsliðs-
ins. Bréfið hljóðar þannig í
lauslegri þýðingu: „Landsleikir
ársins í handknattleik sýna, að
ástæða er til fyrir norska Hand-
knattleikssambandið að athuga
möguleika á nýjum andstæðingi.
Eltt af þeim löndum, sem freist-
andi er að fá leik við, er ísland.
íslendingar hafa staðið sig með
mikiuin ágætum í síðustu heims-
meistaramótum og m.a. verið
framar í keppninni en .Norðmenn.
í síðustu keppni sigruðu íslend-
ingar t. d. Svía — öllum á óvænt.
ísland er land, sem hentar vel
fyrir Norðmenn í handknattleik
og það er undarlegt, að við skul-
um ekki hafa haft meira sam-
band við þennan nágranna okkar
í vestri. Orsökin er sennilega
hið eilífa vandamál, fjárhagurinn.
Norska handknattleiksteam-
bandið hefur nú á prjónunum á-
Framhald á síðu 10-
Afmælismót Þróttar
AFMÆLISMÓT Þróttar í hand-i
knattleik hófst að Hólogalandi I
fyrrakvöld, en alls taka níu lið
þátt í mótinu.
Úrslit leikja fyrra kvöldið urðu
þessi:
1 KR—Fram 9:4 (Aðallið Fram er
Btatt erlendis og félagið: tefldí
fram sínu næstbezta liði).
FH-ÍR 18:11
Haukar-Þróttur 10:5
Ármann-Víkingur 9:6.
Leikirnir voru yfirleitt nokkuð
ójafnir, nema helzt viðureign Ár-
manns og Víkings, en þó var sigur
Ármenninga öruggur.
Þeir leika á
þriðjudaginn
EINS og við ákýrðum frá í
blaðinu í gær efnir FH til af-
mælismóts í handknattleik
að Hálogalandi næstkomandi
mánudags- og þriðjudags-
kvöld í tilefni 35 ára afmælis
félagsins.
Fram fara skemmtilegir leik-
ir í öllum flokkum eldri og
yngri leikmanna karla og
kvenna. Á myndinni sjáið þið
Ragnar Jónsson t.v. og Birgi
Björnsson, en þeir hafa orð-
ið íslandsmeistarar í úti-
handknattleik níu ár í röð.
Ragnar og Birgir leika báðir
á mánudag og þriðjudag.
JOLAGJAFIR
fyrir frfmerkiasafnara
Höfum fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af
albúmum, innstunguoókum, frímerkja-
pökkum og innlendum og erlendum frí-
merkjum.
FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN
Týsgötu 1 . Sími 21170 . Reykjavik.
Tekst KR að sigra
ÍR-inga á sunnudag
SUNNUDAGINN 13. desember kl.
8,15 fara fram síðustu leikirnir í
„ »
fcörfuknattleiksmóti Reykjavíkur.
Þá leika ER—Ármann í l. fl. og
KR—ÍR í m.fl.
Seinni leikurinn verður éflaust
mjög spennandi. KR-ingar hafa
æft vel og hafa fullan hug á að
vinna titilinn af ÍR, en ÍR-ingar
hafa unnið siðastliðin 5 ór. Þetta
er úrslitaleikur mótsins, þar sem
báðir aðilar hafa unnið alla sína
leiki.
Rauða blaðran
Sagan um hann Pascal litla.
Mörg íslenzk börn kannast við söguna um
Rauðu blöðruna og hann Pascal litla.
Nú er bókin komin í bókaverzlanir með skín-
andi fallegum litmyndum eftir Baltasar.
Þetta verður áreiðanlega jólabók barnanna.
LEIFTUR
AIÞYÐUBLAÐIÐ — 12. des. 1964 1%
i *-