Alþýðublaðið - 12.12.1964, Síða 14

Alþýðublaðið - 12.12.1964, Síða 14
íslendingrar eru bráðsnjall- ir í að rekja ættir sinar aftur á bak. Það er mun 'auðveld- ara en rekja þaér áfram. . . X 2 Y firmannaskipti Stofnfundur að ungmennafélagi í Reykjavík verður lialdinn í Odd- fellowhúsinu uppi sunnud. 13. des. 1964 og hefst kl. 3.30 s.d. Undirbúningsnefndin. I Kvenfélag Bústaðarsóknar. Jóla fundur kvenfélagsins er í Réttar- tioltsskóla mánudaginn 14. des. •g hefst kl. 8.30 s.d. Fjölbreytt fundarefni! Stjórnin. Gjöf til Sjálfsbjargur. Nýlega gaf „Verkamaður" kr. 3.000.00 í byggingarsjóð Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra, en eins og kunnugt er verður þeirn sjóði varið til byggingar Vinnu- og Dvalarheimilis fyrir fatlað fólk. Sjálfsbjörg færir gefanda beztu þakkir. Kvenrét'tindafélag íslands held- ur jólafund þriðjudaginn 15._des. kl. 20.30 að Hverfisgötu 21. fundarefni: Sagt frá norræna fundinum og alþjóðafundinum. Skemmtiatriði. Framhald af 16. síðu. toga þar til í janúar 1943, er hann var gerður að flugliðsfor- ingja í sprengjuflugsveit. Þá var hann sæmdur Navy Cross orðunni fyrir framúrskarandi vasklega framgöngu í viðureign við öflugustu deildir japanska flotans í fyrstu orustunni á Filipseyjaliafi. Auk Navy Cross var hann sæmdur Dist- inguished Flying Cross fimm sinnum og Air Medal þrisvar, svo og Presidential Unit Cita- tion og Navy Unit Citation. Weymouth, flotaforingi, starf aði sem yfirmaður þjálfunar- deildar sjóhersins frá 1944 til 1946 og síðar stundað'i hann nám við framhaldsskóla flotans. Hann hélt áfram námi við Mas- sacliusetts Intitute of Techno- logy og þaðan lauk hann meist- araprófi (Master of Science) í flugvélaverkfræði í septemb- er 1949. Árin 1949 og 1950 hafði hann á hendi yfirstjórn loft- siglingadeildarinnar á flugvéla- móðurskipinu USS Kearsarge, tók síðan við stjórn orustusveit ar, og þar á eftir tók hann við yfirstjórn flugsveita á flugvéla- móðurskipinu USS PhiIIippine Sea, sem tók þátt í Kóreu-styrj- öldinni. Hann starfaði síðan í sex mánuði með foringjaráði yfirmanns flugliðs flotans á Kyrrahafi 1951. Því næst stund- aði hann nám í Armed Forces Staff College í Norfolk, Va. Áður en hann var skipaður í yfirstjórn Kyrrahafsflotans ár- ið 1954 var hann yfirmaður í vopnabúnaðardeild flugliðsins og því næst yfirmaður flug- deildar flotaskólans í Anna- polis, Md. þar til í júní 1959. Næstu tvö árin hafði hann á hendi yfirstjórn á flugvéla- skipunum USS Duxbury Bay og USS Lake Champlain, en frá því í júlímánuði 1961 og þar til í júní 1962 stundaði hann nám við National War College í Washington, D. C. Eftir að hann útskrifaðist þaðan gegndi hann störfum í varnarmálaráðuneytinu í Was- hington, D. C. og í febrúar 1964 voru honum falin þau störf, er hann nú hefur með höndum. Weymounth flotaforingi er kvæntur Laure Bouchage frá Port Blanc í Frakklandi og eiga þau átta börn. Vetrarhjálpin Framhald af 16. síðu Stefánsson, Þórður Þórðarson, framfærslufulltrúi, Gestur Gamal- íelsson, kirkjugarðsvörður og Gísli Sigurgeirsson, heilbrigðisfulltrúi. Telur stjórnin, að nú sé ekki síður þörf en á uhdanförnum ár- um, að veita mörgum hjálp og styrk fyrir jólin. 7.00 12.15 13.00 14.30 16.00 16.30 17.00 17.05 18.00 18.20 18.50 Laugardagur 12. desember Morgunútvarp — Veðurfregnir — 7.30 Fréttir — 7.50 Morgunleikfimi 8.00 Bæn. —. 9.00 Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. Hádegisútvarp. Óskalög "sjúklinga (Kristín Anna Þórarins- dóttir). í vikulokin (Jónas Jónasson). Skammdegistónar: Andrés Indriðason kynn- ir fjörug lög. Danskennsla. Heiðar Ástvaidsson. Fréttir. Þetta vil ég heyra: Guðmundur Sigurjóns- son bankaritari velur sér hljómplötur. Lesið úr nýjum barnabókum: „Prinsinn og rósin“ og „Jólaeyjan.“ Veðurfregnir. — Tónleikar. Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 „Tunglið, tunglið taktu mig“ —. og önnur músik um mánann. 20.20 Leikrit: „Karlinn í tunglinu“ eftir Leck Fischer. Þýðandi: Ingibjörg Einarsdóttir. Persónur og leikendur: Stöðvarstjórinn ........... Valur Gíslason Carl Frederik, sonur lians Baldvin Halld. Nancy, dóttir hans .... Helga Valtýsdóttir ‘Niels, sonur hans...... Erlingur Gíslason Lydia, kona Carls .... Bryndís Pétursdóttir Dalmose, stöðvarþjónn Haraldur Björnsson Maja, ung stúlka ........ Kristbjörg Kjeld Aðrir leikendur: Guðrún Stephensen, Hildur Kalman, Jón Aðils, Gísli Alfreðsson og Pét- ur Einarsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Jólagleði. Ljómandi er gaman að lifa, er líður að jólunum. Þá halda sig allir heima fram á hádegi, i bólunum. Og þá er nú hægt að hafa við hendina bókamennt. — Um jólin er aldeilis ósköp út á markaðinn sent. Þá birta oss blessuð skáldin bráðfalfeg listaverk, sem öll eru hreint og beint einstæð, og orðsnilli geysisterk. En dæmendur orðsins eru með alls konar hrellingar. Og SAM er að abbast upp á „átta kellingar". Kankvis. MUNH) jólasöfnun mæðrastyrks nefndar, munið sjúka, munið gaml ar konur, munið einstæðar mæð ur með börn. Mæðrastyrksnefnd Jólabazar Guðspekifólagsins verður haldinn sunnudaginn 13. desember kh 4 s.d. í Guðspeki- félagshúsinu Ingólfstræti 22. Þar verður á boðstólum jólaskraut, leikföng, kökur og áyextir, fiatn- aður á börn og fullorðna og ýms- ir fallegir munir hentugir til jóla- gjafa: Minningarspjöld úr Minningar- sjóði Maríu Jónsdóttur flugfreyju fást í Öculus, Austurstræti 7, Snyrtistofunni Valhöll, Laugaveg 25 og Lýsing h.f., Hverfisgötu 64. pc Austan og síðan suðaustan stinningskaldi, lít- ilsháttar snjókoma. í gær var hvöss norðaustan átt víðast hvar hér á landi. í Reykjavík var aust an kaldi, eins stigs frost, alskýjað. OíCUÝM Kellingin sprengir alla brandara kallsins f" loft upp - jafnvel þótt ekk- ért púður sé í þeim . .. . 512. des- 1964 - ALÞÝÖUBLAÐIO ; ; i f - w

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.