Alþýðublaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 13
JÓHANNESÁBORG ÆVIMINNINGAR GLÍMUKAPPA Einstæff bók um ævi ís- lendings, sem frægastur hefur orffiff af afrekum Sínum. ☆ Svo furðuleg var sigur- ganga Jóhannesar Jósefs- sonar, aff dæmalaust má telja. ☆ Metnaðargjörnum íslend- ingum verffur Jóhannes á Borg kærkomin jólagjöf. ÆGISÚTGÁFAN er talinn hafa nokkra möguleika til að miðla málum, og hej rzt hefur, að ekki sé ósennilegt að Mapai- flokkurinn snúi sér til lians. Eskhol hefur aðeins frestaff ákvörðuii í málinu um stundarsak- ir og hefur enn ekki tryggt sér örugg völd í Mapai-flokknum. —. Hann verður að berjast um völd- in og þessi valdabarátta kemur sennilega í dagsljósið þegar Ma- pai-flokkurinn heldur þing sitt bráðlega. Þar gæti svo farið, aff Ben Gurion tryggði sér stuðning fulltrúa frá bæjum nýrra innflytj- enda, en Eskhol kann að verða treg ur til að glata þessu fylgí vegna mikilvægis þess í nýjum kosning- Hann valdi rétt.... hann valdi..... NILFISK — heimsins beztu ryksugu GISTIHÚS Framhald úr opnu. málaeftirlitsmanni skóla, Helga Elíassyni, fræðslumálastjói-a, Þór- halli Halldórssyni, heiibrigðisfull- trúa og Þorleifi Þórðarsyni, for- stjóra Ferðaskrifstofu ríkisins að gera tillögur til xáðuneytanna um endurbætur, kostnaðaráætlanir og til hvaða heimavistarskóia þetta yrði látið ná og hafa jafnframt á henni umsjón með framkvæmd endurbótanna. Fjármálaráðherra hefur heimil- að kr. 3.000.000.00 á ári til þess- ara endurbóta á árunum 1962, 1963 og 1964, samtals kr. 9 millj. Endurbætur þessar hafa náð til eftirgreindra heimavistarskóla. Menntaskólinn á Akureyri,. Menntaskólinn á Laugarvatni Héraðskólinn í Reykjanesi. Héraðskólinn að Laugum. Héraðskólinn í Skógum. Héraðskólinn að Laugarvatni. Alþýðuskólinn að Eiðum. Húsmæðraskólinn, Varmalandi. Húsmæðraskólinn, Blönduósi. Húsmæðraskólinn, Hállormstað. Barnaskólinn, Varmalandi. Barnaskólinn, Skútustöðum. Bændaskólinn á Hólum í Hjalta- dal. Heimavist Sjómannaskólans í Reykjavik. Meginhluta fjárins hefur verið varið til húsgagnakaupa í her- bergi, borðstofu og dagstofur. Endurbætur á húsnæði hafa eink- um verið gerðar á böðum og snyrt ingum, þær lagaðar sem fyrir voru og sumstaðar gerð ný snyrtiher— bergi. Handlaugar hafa verið sett ar i herbergin á nokkrum stöðum Endurbætur gerðar á eldhúsum, matvælageymsöum og ýmsu öðru húsnæði. Héraðsskólinn að Núpi og húsmæðra'kólinn að Staðar- felli hafa-fengið nokkra fyrir- greiðslu um húsgagnakaup og er gert ráð fyrir gistinýtingu á þeim stöðum síðar þegar lokið er yfir standandi endurbótum á húsnæði. Áranguxinn af þessum endurbót um er, að nú eru rúmlega 700 gisti rúm í framantöldum heimavistar skólum. Ennfremur er aðstaða til ódýrari gistingar í skólastofum og stærri herbergjum í sömu skólum fyrir um 200-250 manns. Enn vantar þó nokkuð á að endurbótum í áðurtöidum skólum sé að fuiilu lokið. Að sjálfsögðu er þess ekki að vænta, að hægt sé að gera þessa skóla að jafn- fullkomnum gistihúsum, eins og þegar byggt er í þeim tilgangi. Umbætur þessar hafa þó þegar bætt nokkuð úr brýnni þörf gisti mála jafnframt því að hafa mikla þýðingu fyrir skólana sjálfa sem mennta- og uppeldisstofnanir. Búnaður heimavistarskólanna hef ur yfirleitt verið fátæklegur og sundurleitur. Flestum hefur ver- ið það fullerfitt að koma ,upp skólahúsum í nokkurn veginn not hæft ástand. Fullnaðarfrágangur, áhöld og húsbúnaður hefur setið á hakanum. Fyrir þessar endur- bætur eru þessir heimavistarskól ar miklum mun vistlegri en óður. Þegar hefur komið í ljós, að um- gengni og meðferð rauna er víðast mun betri en áður, enda nemend- um auðvldara að vanda umgengni sína þegar vel er í hendur þeim búið. Framkvæmdanefndin hefur eft irlit með, hvernig farið er með hús og muni í þessum skólum, bæði við sumar- og vetrarnotkun Er það gert við lok skóla að vori og þegar gistihaldi lýkur síðsum- ars. Fyrir land okkar með takmark- aða gistimöguleika hefur slík aukning gistirýmis mjög mikla þýðingu. Erlendu ferðaskrifstof- urnar og félagssamtök leggja mikla áherzlu á það að ná saman sem fölmennustum ferðamanna hópum í því augnamiði að gera ferðalögin ódýrari en ella. Gisti húsin eru yfirleitt fullsetin að sumrinu og hafa engin tök á að sinna gistibeiðnum fyrir fjölmenna hópa. Ef gistirýmið í skólum hefði ekki verið aukið sem að framan greinir, hefði orðið að vísa frá mörgum ferðamannahópnum á liðnum sumrum svo og fjölmörg um einstaklingum. Gistihald í skólahúsnæði hefur því bætt úr brýnni þörf og aukið möguleik- ana á að taka á móti fleiri ferða mönnum. Á síðastliðnu sumri annaðist Ferðaskrifstofa iríkisins gistihald í þeim skólum og voru þeir allir mikið sóttir bæði af innlendum og erlendum ferðamönnum. í hin um skólunum :sáu heimamenn um rekstur gistihalds og var mjög mikil aðsókn ferðamanna í flest- um þeirra. Sé miðað við að skólahúsnæði verði notað í framtíðinni 75 daga ár hvert, þá hefir ofangreind gisti rúmaaukning það í för með sér að hægt er að taka á móti 5250 er lendum ferðamönnum og er þá reiknað með að hver þeirra dvelji í landinu í 10 daga. Og hvað gjald eyristekjum viðkemur þá nemur aukningin nær 80 millj. króna, miðað við að hver ferðamaður eyði sem svarar 15.000 ísl. kr. í dvalarkostnað og fargjöld milli landa. Því fé, sem varið hefur ver ið til aukningar gistirýmis í skól um ávaxtast því vel. Gera má ráð fyrir að áfram verði haldið á þessari braut, þ.e. að endur- bæta þá skóla, sem þegar hafa verið byggðir og að allir nýir heimavistarskólar Verði byggðir með það fvrir augum, 'að þeir nýtist einnig sem gistihús að sumri til. Kástljós Framhald úr opnu. flokkurinn neyðist til að fara þess á leit við Eskhol, að hann myndi nýja ríkisstjórn, en hann mun aðeins gera það gegn því skilyrði, að Lavon-málið verði látið niður falla. Eskhol mundi ef til vill tak- ast að fá Mapai-flokkinn til að fallast á öll skilyrði sem hann setur, ef í ljós kemur að óhugs- andi er, að Ben Gurion takist að fá aðra flokka til samstarfs í ríkis- stjórn. Ekki er ósennilegt, að tilgáta Eskliols reynist rétt. Ben Gurion hefur aldrei áður verið í eins litlu áliti og nú. Menntamönnum lands- ins er mjög í nöp við hann, og flest blöðin eru honum andvíg. Ef í hart fer, situr stjórn Eskhols til bráðabirgða fram að næstu kosn- ingum og slík stjórn getur ekki fyrirskipað rannsókn í máli La- vons. En Abba Eban menntamála- ráðherra, fv. sendiherra hjá SÞ, .... og allir eru ánægdirt Góðir greiðsluskilmálar. Semlum um alll lani Végleg jólagjöf, - wjtsöm og t’araníeg ? aKORMERU phamiíwt 12606 - S U Ð U R G Ö T U Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Eggerts Böðvarssonar Dröfn Sigurgeirsdóttir Böffvar A. Eggertsson Ingibjörg Eggertsdóttir Liija Vigfúsdóttir Steinunn Guffjónsdóttir Böffvar Eggertsson Sigrún G. Göffvarsdóttir Guffjón Böðvarsson Sigurgeir Friffriksson. Móðir okkar og tengdamóðir, Jónína Guðnadóttir, Grenimci 5, lézt mánudaginn 21. desember. Börn og tengdabörn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. des. 1964 J.3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.