Alþýðublaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 8
Gamalt furðumál
varð Eskol að falli
EITT dularfyllsta mál síðari tíma,
mál Pinkas Lavons fv. landvarna-
ráðherra ísraels, hefur orðið stjórn
Levi Eskhols forsætisráðherra að
falli. Hinar ýmsu rikisstjórnir,
sem setið hafa að völdum í ísrael
síðan 1954 þegar mál þetta var á
döfinni, hafa haldið kringumstæð-
um þess leyndum. Nýlega krafðist
Davíð Ben Gurion, fv. forsætis-
ráðherra, þess, að ný rannsókn
yrði gerð í málinu.
Krafa Ben Gurions, sem var
studd af fyrrverandi dómsmála-
ráðherra hans, Dov Joseph, og
Moshe Ben Zeeva ríkissaksóknara,
varð til þess, að Levi Eskhol sagði
af sér. Þótt Ben Gurion sé aftur
isetstur að á . amyrkjubúi í eyði-
mörkinni er hann síður en svo
hættur afskiptum af stjórnmálum.
Hann veldur Eskhol ef til vill
meiri erfiðleikum en Adenauer
fyrrum kanzlari veldur Erhard
kanzlara Vestur-Þýzkalands.
Ben Gurion hefur hótað að
kljúfa flokk sinn, Mapai-flokkinn,
og stofna eigin flokk verði rann-
sókn ekki gerð í málinu á ný. —
Fróöir menn telja, að Levi Eskhoí
hafi sagt af sér til þess að geta
aftur komið til valda á þann hátt,
að hann losni við áhrif Ben
Gurions, sem honum og fleirum
finnast hvimleið. Eskhol vonast
til að vinna ótvíræðan meirihluta
í stjórn flokksins sem hann hefur
ekki haft til þessa. Stjórn hans sit-
ur áfram til bráðabirgða.
Eskhol er hins vegar í erfiðri
aðstöðu, þar eð hann var einn
helzti maður nefndar þeirrar, sem
hreinsaði Lavon af sök 1960. Nið-
urstöður þessarar nefndar dregur
Ben Gurion nú í efa. En Eskhol
er andvígur nýrri rannsókn vegna
fyrri afskipta sinna af málinu. Auk
þess telur hann óviturlegt að ýfa
upp gömul sár og samstarfsflokk-
ar hans í ríkisstjórninni mótmæla
því eindregið, að niðurstöðum
nefndarinnar frá 1960 verði breytt
á nokkurn hátt.
★ DULARFULLT MÁL
í ísrael hefur verið bannað að
birta einstök atriði í sambandi við
„öryggisafglöp“ þau, sem Ben
Gurion sakar Lavon um að hafa
átt sök á. En almennt er talið, að
mál þetta standi í sambandi við
handtöku tíu manna og einnar
konu í Egyptalandi 1954. Sagt var,
að þau hefðu m. a. reynt að
kveikja í bandarískum skrifstofum,
þ. a m. skrifstofu bandarísku upp-
lýsingaþjónustunnar í Alexandríu.
Fólki þessu var stefnt fyrir rétt,
gefið að sök að hafa stundað njósn-
ir í þágu ísraels. Tveir voru dæmd
ir til dauða og líflátnir, einn
framdi sjálfsmorð, tveir voru
Tveir gamlir menn, sem eru nýjum lciðtogum þungir í
skauti: Davíð Ben Guríon og Konrad Adenauer.
dæmdir í ævilangt fangelsi, tveir
voru sýknaðir og hinir sættu minnl
refsingum.
Þetta gerðist á sama tíma og
ísraelsmenn voru mjög áhyggju-
fullir vegna aukinnar vináttu, sem
virtist hafa tekizt með Egyptum og
Bandaríkjamönnum. Talið var að
skemmdarverkin í Egyptalandi
hafi átt að spilla þessari bættu
sambúð Egypta og Bandaríkja-
manna.
Á því mun leika enginn vafi, aS
hin öfluga leyniþjónusta ísraels-
manna, Shin Beth, hafi skípulagt
skemmdarverkin og að þeim hafi
stjórnað Abraham Dar ofursti,
öðru nafni „John Darling”,
HRAÐFERÐI
ÖRUGG ÞJÓNUSTA |||| r ýif " .. •••• •— j . r | ; ; 1 g * •' Js.v A-tw />
HAGKVÆM KJÖR
8 22. des. 1964 — ALÞÝÐUBLAGIÐ