Alþýðublaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 2
Kltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Arni Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiöur Guðnason. — Simar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — AÖsetur: Alþýöuhúsiö viO Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskrlftargjald kr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Lýðræð/ og peningar LÝÐRÆÐI byggist á þeirri hugsjón, að allir •einstaklingar hafi sömu áhrif á stjórn lands síns. Er þetta tryggt með stjórnarskrá og lögum, sem næst verður komizt. Hins vegar hefur reynsia sýnt, að þetta kerfi nær ekki tilgangi sínum, nema menn sameinist um ákveðnar stefnur og myndi pólitíska flokka, Lagalega hafa stjórnmálaflokkarnir jafna að- stöðu í baráttu sinni. Hins vegar hefur áróðurs- tækni nútímans orðið dýrari með hverju ári, og þörf flokkanna fyrir málgögn og starfslið farið vax- andi. Hefur farið svo, að stjórnmálaflokkar á ís- landi hafa mjög ólíka aðstöðu til að afla fjár til starfsemi sinnar. Tveir stærstu flokkarnir hafa að bakhjarli sterka aðila, sem mikil fjárráð hafa og geta fengið fé nokkurn veginn eftir þörfum. Hinir flokkarnir hafa mjög erfiða aðstöðu til fjáröflunar og mun minna fé til starfsemi sinnar. Alþýðuflokkurinn hefur frá upphafi barizt fyr- ir rétti hinna efnaminni landsmanna og verið í meiri eða minni andstöðu við peningaöflin. Flokk- urinn hefur því ávallt átt við fjárhagslega örðug- leika að etja, og hafa þeir farið vaxandi. Sérstak- lega er útgáfa Alþýðublaðsins flokknum bæði nauð synleg og dýr, þar sem mikill halli er á rekstri blaðsins eins og raunar er um öll íslenzk dagblöð, nema eitt. Alþýðublaðið hefur síðustu ár notið mikillar aðstoðar happdrættis, sem er kennt við blaðið. Treystir Alþýðuflokkurinn á fylgismenn sína og velunnara, þegar þessi lífæð flokksblaðsins á í hlut. Lýðræðið er lítils virði, ef sumir stjórnmálaflokk- ar vaða í peningum, en aðrir verða að takmarka starfscmi sína vegna fjárskorts. Bætur trygginganna SPARIÐ KAUPIÐ í SPORIN Meösta hæð Fjölbreytt húsgagna- úrval á 700 fm. gólffleti Borðstofuhúsgögn 8 gerðir Sófasett — mjög glæsilegt úrval 80 gerðir af áklæðum S vef nherbergishús- gögn 10 gerðir Svefnsófar eins og fveggja manna Sófaborð og smáborð í mjög fjölbreyttu úrvali. Seljum frá flestum húsgagnaframleið- endum landsins I. hæð Karlmannaföt Drengjaföt Frakkar Skyrtur Bindi Nærfatnaður Peysur Sportfatnaður Vinnufatnaður Sportvörur Jólaskraut Ritföng Leikföng Búsáhöld Glervörur II. hæð Kvenkápur Kvenhattar Regnhlífar Kventöskur Kvenhanzkar Kvenskófatnaður Inniskófatnaður Kjólar Kjólasaumur Undirfatnaður Lífstykkjavörur Sokkar Peysur Blússur Greiðslusloppar Snyrtivörur Hárgreiðslustofa Garn og smávörur U ngbar naf atnaður Telpnafatnaður Tækifæriskjólar Vefnaðarvara Gluggatjöld TRABANT-umboðið tilkynnir: Getum til áramóta afgreitt nokkra station-bíla á'kr. 80.800,00. — Eftir það hækkar bíllinn um nærri 8 þúsund krónur vegna tollahækkana. UKAGIÐ ÞVÍ EKKI AÐ GERA GÓÐ KAUP. Einkaumboð: INGVAR HELGASON, Tryggvagötu 6, sími 19655. í UMRÆÐUM um fjárhagsmál ríkisins, sem fram hafa farið síðustu daga, hefur hvað eftir ann- að komið fram hjá fjármálaráðherra og öðrum for- svarsmönnum ríkissjórnarinnar, að reiknað sé með hækkun almannatygginga samhliða væntanlegri 3% vísitöluhækkun kaupgjalds. Er talið sjálfsagt, að bætur trygginganna hækki með kaupinu. Þessi skilnmgur er nýr af nálinni hér á landi. Til skamms tíma hafa tryggingar ekki hækkað með kaupi, heldur hefur leiðrétting þeirra verið langt á eftir annarri verðlagsþróun. Það er fyrst og fremst verk Alþýðuflokksins, að vjðhorf til trygg- inganna hefur breytzt á þennan hátt, og hefur ver- ið um þetta ágætt samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn. Vonandi ríkir þessi skilningur framvegis, þannig að bætur almannatrygginga breytist með almennu kaupgjaldi. Söluumboð: BÍLAVAL, Laugavegi 92, sími 19092. Skemtileg Jólagjöf Málarinn h.í. Sími 11496. Myndir til að mála eftir númerum. 2 22. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.