Alþýðublaðið - 30.12.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.12.1964, Blaðsíða 8
Brynjólfur! Leikfélag Reykjavíkur: ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR Söngvaleikur í 4 þáttum eftir J. C. Hostrup. Þýffing Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili - breytt. Leiktjöld: Steinþór Sigurðsson Leikstjóri: Ragnhildur Steingrímsdóttir ÆVINTÝRI á gönguför á orðið langa sögu á íslenzku sviði, og sér víst ekki fyrir endann á henni enn. Væri gaman að sjá hana ein- hverju sinni rakta til hlítar, það gæti orðið fróðleg dæmisaga ís- lenzkrar leikmenningar, leikenda og áhorfenda. En kannski fer nú senn að styttast í Ævintýrinu á íslandi, eða alténd í Reykjavík. ; Hlýtur það ekki að verða úr sög- : unni með gamla leikhúsinu í Iðnó, • með elztu leikarakynslóðinni, sem | hefur vaxið upp í þessum leik? j Hvað er Ævintýri á gönguför yngri j leikurunum og nýjum áhorfend- j um sem ekki ganga að leiknum j í endurminningu fyrri sýninga og j fornrar frægðar hans? Varlega ' skyldu menn samt spá um þetta. Sýning Leikfélagsins á jólunum, sem er níunda sviðsetning félags- ins á Ævintýrinu, naut í senn { eldri kynslóðarinnar og hinnar yngri á sviði og í sal. Sýningin var i fágætlega falleg, fáguð og smekk- ; leg, — og undirtektir áhorfenda i afbragðsgóðar. Það er sýnt að Æv- intýrið nýtur enn gengis meðal leikhúsgesta. En ekki er það til- hlökkunarefni beinlínis ef stillt verður upp „hátíðasýningu” þess á svo sem tíu ára fresti í hinu væntanlega borgarleikhúsi okkar. ★ UMGERÐ Hvað sjá ungir leikarar skemmti legt eða nýtilegt í Ævintýri á gönguför? Eigi veit ég hvernig Er- lingur Gíslason mundi svara þeirri spurningu, væri hann spurður; — en hann skilaði mjög hófsam- legri hlutlausri útgáfu af Skrifta- Hans. Það væri hlálegt að fara nú að gera mikla „alvöru” úr iðrun og afturhvarfi Hans; hitt væri lik- lega hæpinn skilningur leiksins að sjá ekkert í honum nema skálk- inn. Og Erlingi tókst að samhæfa báða þessa þætti með furðu sann- færandi móti: hann var hlýlegur og gamansamur bófi, einlægur syndari og afturhvarfsmaður og stilltur vel. Erlingur Gíslason er leikari á öðrum þroskaferli; og þessi smekklegi og ánægjulegi leikur er honum enn einn áfangi þar. Arnar Jónsson er hinn róman- tíski og guðrækni elskhugi í leikn- um, stúdent Ejbæk (þvílíkt nafn, drottinn mínn!); og sætti það furðu hversu hann varðist áföll- um í þessu vandræðalega hlut- verki. Arnar er einkar geðþekkur ungur leikari, - og eftir því smekk- vís, bersýnilega. Hans elskaða Lára var Björg Davíðsdóttir, ný liði á sviðinu, sem átti hér frum- raun sína. Óneitanlega var viðvan- ings- og tregðublær á leik hennar, en þess ber þá að gæta, að hlut- verkið er ekki mikið fyrir sér nú- Inga Þórðardóttir (Melena) og Gísli Halldörssón (Vermundur). 8 30. des.' 1964 - ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ Brynjólfur Jóhannesson ^ranz, birkidómari), tildags. Björg kemur þekkilega fyrir á sviðinu, og hún hefur ljóm- andi fallega rödd — eins og Arnar líka. Ástarsöngur þeirra í öðrum þætti var með sínum hætti eitt- hvert fallegasta atriði sýningar- innar. Enn er að geta Guðrúnar Ás- mundsdóttur sem lék Jóhönnu af ærslafengnu fjöri (sem ekki var alltaf jafn-sannfærandi —) og ótæpum yndisþokka; Gísla Hall- dórssonar, sem gerði Vermund mjög hæfilega véiráðan og heims- mannslegan, og alveg varð ég hissa þegar hann fór að syngja; og Péturs Einarssonar sem er drengilegur maður en að vísu svo- lítið hvumpinn og fumandi Her- löv. ★ KJARNI Þótt flest sé gott og fallegt um þau sem nú voru nefnd, eru þau þó ekki nema umgerð um eig- inlegan kjarna sýningarinnar: Kranz Brynjólfs Jóhannessonar. Hann tekur af öll tvímæli um þá ákvörðun Leikfélagsins að fara nú enn að leika Ævintýrið, — ef sýn- ingin hefúr þá ekki nægt til þess að öðru leyti. Kammerráðið, bless- uð einfeldnin uppmáluð, rauð- hærður, gormæltur og eftir því hrekklaus, er einmltt hlutverk handa Brynjólfi að leika sér að; og hann leikur sér að þvi. Hvert svipbrigði, handarvik, hreyfing hans, hvert orðsvar og vísuorð er hnitmiðað og á fullkomnu valdi « leikarans. Kammerráð hans er yf- irgengileg skopfigúra — sem aldr- ei fer úr böndum, lýtur alls staðar listrænni smekkvísi og aga. Enda vakti Kranz langmestan fögnuð leikhúsgesta, var þungamið.ia sýn- ingarinnar og meginás. Umgérð leiksins var í hvívetna vönduð og smekkvísleg: innan hennar tindr- aði skopgáfa Brynjólfs Jóhannes- sonar. Haraldur Björnsson gerði sér á hinn bóginn ekki mikinn mat úr Svale assessor; hlutverkið fékk engan sérstakan svip í höndum hans; assessorinn var þarna, vissu- lega, en háns varð ekki mikið vart. Og þótt gaman væri að sjá Ingu Þórðardóttur aftur á sviðinu, er ekki því að leyna, að hún var hálf- vegis utangátta í hlutverki sínu (frú Kranz) og náði á því engum öruggum tökum. Vonandi gefst kostur betri endurfunda seinna. En Karl Sigurðsson brá upp skýr- legri svípmynd Péturs bónda í fyrsta þætti. Og þá eru víst allir nefndir. ★ AÐFERÐ Eg er ekki svo kunnugur stíl- sögu Ævintýrisins á íslandi að ég viti að hversu miklu leyti Ragn- hildur Steingrímsdóttir leikstjóri styðst við gróna hefð og erfðir í sviðsetningu sinni. Áreiðanlega hefur hún þeirra not. Og sýning- in er gædd miklum þokka, hún er stílhrein og smekkleg og nýtur bersýnilega kunnáttu, vandvirkni og góðs skilnings leikstjóra og leikenda með henni. Leiktjöld Steinþórs Sigurðssonar stuðla mjög að glæsisvip sýningarinnar, íburðarmikil án þess að fara nokkru sinni úr hófi, lit^löð og smekkleg og mjög í rómantískum anda verksins. En ljósabeiting var í frumstæðara lagi, einkum í næt- uratriðum leiksins. Sjálfsagt er það rétt, sem seg- ir í leikskrá að Ævintýri á göngu- för sé „elskulegur og hugljúfur leikur” og líka „hið ágætasta sviðsverk.” Engum er samt akkur í því að mikla óþarflega fyrir sér ágæti Ævintýrisins; engum dylst rómantísk einfeldni leiksins, full- komin vöntun á rökvísi, í gerÁ hans, móralskt and- og andvara- leysi hans. En þokki leiksins kann að vera kominn undir sjálfri þess- ari einfeldni, græskulausri gaman- seminni, blessaðri ástinni sem er nú „hugljúf” í lagi, fjöri leiks- bis og ærslabrögðum. En ógn er hann langur! Leikfélagið leggur alla rækt við að koma honum öll- mn og heilum til skila, sýningin er eins konar minnismerki leiks- ins fremur en ,,ný túlkun” sem líklega væri óhugsandi. Miðgð við vinsældasögu hans hér á landi er þessi aðferð góð og gild — og kannski líkleg til að lengja sögu hans enn. Önnur aðferð, forvitni- legri hversu sem hún gæfist, væri kannsk: að þjappa leiknum miklu meir saman, hagnýta alvöru hans í skopskyni, leika þrumandi farsa. En slíkar tiltektir þœttu líklega helgispjöll. Og er bezt að láta kyrrt liggja. — Ó.J. !if!1 j^ii |i!!i! ^iifi! HINN 20. febrúar 1963 gaf póst- stjórnin íslenzka út tvö frímerki til minningar um það, að 100 ár voru liðin frá stofnun þjóðminja- safns íslands. — Þessi frímerki voru: 4 kr. brúnt og grænt með mynd af Sigurði Guðmundssyni málara og 5.50 kr. brúnt og grænt með tréskurðarmynd. Upplag þess- ara merkja er 1 milljón af hvoru merkinu fyrir sig. — Tökkunin er V s •12. — Þessi frímerki eru ennþá iaanleg á frímerkjasölunni. 'O Segja má, að Sigurður Guð- o. 5 mundsson hafi verið aðalhvata- ("a f BÍæa . H VI maður að stofnun þjóðminjasafns- 1 ins. — Eftir merkilegan fornieifa- 0^ sveit, tók Sigurður að rita í blöði um nauðsyn þess að stofna safnií í niðurlagi greinar í Þjóðólfi 2- apríl 1862 segir hann svö: ------— „Vér erum nú líklega komnir þau séinustu og hættu-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.