Alþýðublaðið - 30.12.1964, Side 15

Alþýðublaðið - 30.12.1964, Side 15
Hún hafði verið rauðhærð, en ekki viljað taka tilfinningar hans alvarlega fyrir neinn mun, Hann liafði ástríðufullur sagt heniai frá öllum framtíðardraumum sínum og hvað hann vildi verða. Og bara til að sýna honum að hún mat hans einskis þá giftist hún ein um af milljónamæringum borgar innar Pardew að nafni. Hann hafði aldrei séð hana síðan. Hann hafði eytt meiru en hann hafði efni á í brúðargjöf lianda henni og hann hafði orðið að svelta heilu hungri í viku til að borga gjöfina. Það olli hon- um biturri ánægju samt. Svo hafði hann farið til London og lokið námi sínu á spítala þar og reynt að gleyma gömlum ásta- sorgum. Nú fannst honum þetta afskaplega barnalegt og kjána- legt allt saman. Allt þetta þaut um huga hans þar sem hann stóð við hlið Ruth ar og brosti til hennar. Hann iðrast þess svo sannarlega að hafa verið of fljótur að mynda sér skoðánir um hana. Hann hafði talið fullvíst, að hún væri á einhvern hátt tengd fína fólk inu í bænum, fólkinu sem átti gnægð fjár. Hann lofaði sjálfum sér því, að ef hún skyldi ein- hverntíma þurfa á vini að halda að þá skyldi hann ekki láta standa á sér. Meðan hann var að tala við hana fór hjálparmaður framhjá með handvagn og hann steig upp að Ruth til að hleypa honum fram hjá. Einmitt þegar hann var að hugsa um hvernig hann gæti dregið samtalið á langinn svolit ið lengur, kom ung hjúkrunar kona út af barnadeildinni. Hún hélt á barni, sem vafið var inn- an í teppi og var hún að fara með það á röntgen deildina. Á eftir henni kom aðstoðarkona Ruthar. Þetta varð til þess að John Cort hélt áfram en Ruth hélt áfram á stofuganginum. Ruth var að hugsa um að vel hefði farið um barnið í fangi Nonu Pardew er hún kom út af barnadeildinni. Það hafði sannar lega verið gott að flvtja hana yfir á barnadeildina. Þetta mundi ' eiga eftir að reynast heppileg ráðstöfun. Hún skipti þó um skoðun um kvöldið, þegar Fran kom til hennar og þær fóru að tala um Nonu. Fran hafði komið snöggv ast til Ruth og það var áhyggju svipur á andliti hennar og hún leysti fljótlega frá skjóðunni. Ég var búin að koma mér fyr ir sagði hún og var að líta á rit gerðir frá nemunum, þegar bréf datt út úr einni ritgerðinni og ég fór að athuga frá hverjum það væri. Ruth fann sér renna kalt vatn milli skinns og hörunds og hún fann greirVlega á sér að einhver vandræði voru nú framundan. Fran hafði ekki farið að minnast á þetta við hana nema það væri að minnsta kosti nokkuð alvar legt. Hún vissi nóg til að koma ekki hlaupandi til hennar með smámuni. Fran fór nú í vasa læti beitt og það væri farið illa með hana á spítalanum. Þetta bréf til hennar leiddi ábyggilega í Ijós að Nona hefði að ýmsu leyti verið hvassyrt í garð þeirra sem voru hærra settir en hún á spítalanum, og ein í þeirra hópi hlaut Ruth að vera. En Ruth vildi ekkert um þetta heyra. sinn og tók upp bréfið. Það var skrifað utan á það til Nonu Par- dew. — Hvers vegna læturðu það ekki inn í ritgerðabókina henn ar aftur? spurði Ruth. ‘— Ég held að þú ættir að lesa það fyrst, sagði Fran. Ruth fannst þetta heldur óþægi- legt. — Ef þær liegða sér illa, þá verð ég auðvitað að gera mínar ráðstafanir, en ég get varla farið að hnýsast í bréfin þeirra. Hvað heldur þú Fran, að okkur hefði fundizt, ef einhver hefði farið að hnýsast í bréfin okkar meðan við vorum að læra? — Já, en við berum nú eigin- lega ábyrgð á þessum blessuðum börnum, sem flest eru nú í fyrsta skipti að heiman sagði Fran og roðnaði. — Þetta eru ekki börn, Fran. Þetta eru flest fullþroska konur og við verðum að treysta því að þter kunni að haga sér eins og þeim sjálfum er fyrir beztu. Ég held að þú ættir bara að reyna að gleyma því að þú liafir nokkru sinni rekist á þetta bréf, Hún gat svo sem ímyndað sér hvað var í þessu bréfi. Nona Pardew var sennilega þeirrar skoðunar að hún væri miklu rang SÆNGUR RES’S'-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsmn stærðum. DtlN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Símt 18740. **%%%%%% Fran setti bréfið aftur í vasa sinn og það var eins og það brenndi fingurgóma hennar. — Fyrirgefðu, sagði Fran, en ég hefði ekki farið að minnast á þetta við þig, ef þú ekki hefð- ir farið að segja mér hversvegna þú fluttir Nonu yfir á barna- deildina af slysadeildinni. Þetta bréf fæ ég ekki betur séð heldur en að sé frá sjúklingi á slysa- deildinni, og undirskriftin er: Ástarkveðjur, Len. Þennan dag átti Nona hálfs dags frí og var úti á Woodleigh hjá Kevin frænda sínum. Hún hafði góða og gilda ástæðu til að vera þar í þetta skiptið, þar sem foreldrar hennar voru bæði í SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurheid ver. NÝJA FDOURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 16738. London. Faðir hennar hafði farið þangað í viðskiptaerindum, en móðir hennar einkum til að skoða tizkusýningar en bæði ætl- uðu að nota tímann til að sjá nokkur þeirra leikrita, sem vin- sælust voru um þessar mundir. Nona var að baða sig í baðher- bergi Kevins svo þvoði hún sér um hárið og fór út á svalirnar til að láta það þorna. Frú Triggs lét færa henni te út á svalirnar og kom síðan sjálf til að sjá svo um að stúlkuna skorti ekki neitt af neinu. — Þetta er alveg himneskt, sagði Nona og teygði úr sér í sólskininu. — Ég er sannfærð um að þér finnst góð tilbreyting að láta stjana svolítið við þig sagði frú Triggs full samúðar, þegar þú ert búin að hlaupa fram og aft- ur allan daginn til að uppfylla óskir sjúklinganna. — Maður finnur nú ekki svo mikið fyrir því á barnadeildinni, sagði Nona. Krakkarnir eru al- veg dásamlegir. Þau kvarta ekki nema eitthvað sé raunverulega að, en það er sannarlega erfitt að gera deildarhjúkrunarkonunni til hæfis. Yfirhjúkrunarkonan ykkar virðist afskaplega indæl kona, sagði frú Triggs. Hún kom í mat hérna um helgina, — og foreldrar þínir raunar líka. Mér fannst hún alveg ljómandi við- kunnanleg, það verð ég að segja. Hún er bráðlagleg og svo hefur hún sérstaklega fallega rödd að því mér finnst. Hún þakkaði mér fyrir kvöldið um leið og hún fór, og mér fannst hún satt að segja alveg sérstaklega huggu- leg. Það hlýtur að vera gott að vinna fyrir svoleiðis konu hvort sem er húsmóður eða yfirhjúkr- unarkonu. Það er ábyggilega ekki auðvelt að gera henni til hæfis, en ég er alveg sannfærð um að hún kann að meta það sem vel er gert. Nona starði beint fram fyrir sig, en sagði ekki eitt einasta orð. Henni fannst að hún mundi kafna af reiði. Svo Kevin frændi hafði boðið henni hingað. Það versta, sem hún hafði óttast var þá lík- lega satt. Hann ætlaði greini- lega að fara að gera sig að fífli út af þessari konu. Hvað skyldu þau hafa talað um, foreldrar hennar og yfirhjúkrunarkonan þegar þau voru að borða? Henni fannst eins og Kevin frændi hefði svikið hana. Frú Triggs liorfði áhyggjufull á hana. — Heyrðu, hvað er þetta Nona, þú ert ekki farin að snerta á súkkulaðikökunni þinni? Nona flýtti sér að reyna að brosa eins eðlilega og hún gat. Yfirhjúkrunarkonan var svo sann arlega ekki sú eina sem gat sýnt að hún kynni að meta það sem gert væri fyrir hana. — Skerðu fyrir mig þykka sneið af kökunni frú Triggs, sagði hún. Þetta er albezta kaka sem ég fæ. Og svo, þegar allt kom til alls gat hún ekki komið einum ein- asta bita niður. Þess í stað fór hún að ræða um hvaða gestaher- bergi ætti að nota þegar vinur hennar kæmi innan skamms í heimsókn til Woodleigh. Meðan hún var að ræða um það var slæma skapið gleymt, og þá gat hún borðað súkkulaðikökuna og vissi raunar ekki af fyn- en hún var búin með hana. Þegar Kevin frændi kom heiin úr vinnunni um fimmleytið til aið sækja golfpokann sinr. fann hann Nonu þar sem liún eigraði eirðarlaus um húsið Hann rugi- aði svolítið nýlöguðu hári henri- ar og sagð.i: Halló frænka. Ertu búin að prófa nýja reiðhjólið þitt? •; 1 Það sem særði Nonu og reitti hana hvað mest til reiði var að Kevin skyldi alltaf lfta á haiia sem barn. Hún sagði þvi eiijs fullorðinslega eins og henni var mögulegt: — Ég kom með stræt- isvagninum, og treysti því að þú mundir geta keyrt mig tilbakaií kvöld. — Það var grábölvað sagði hann. Ég er að fara til að taka þátt í golfkeppni, ég bara skrapp hérna heim til að sækja kylfurn- ar. ©PIB ___bað var í daa. sem ég átU a« selja merki fyrir skátana. Ná "rður- þú að fara, namma. ALÞÝ0UBLAÐIÐ - 30. des. 1964

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.