Alþýðublaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 2
Á Bltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fréuastjórt: Arnl Gunnarsson. — Rítstjómarfulltrúl: Elöur GuOnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýslngasími: 14906. — AOsctur: AlþýOuhúslO vlO Hverfisgötu, Reykjavik. — PrentsmiOja AlþýOublaOslns. — Askriitargjald kr. 80.00. — t lausasölu kr. 5.00 eintakiO. — Útfiefandl: AlþýOufiokkurinn. Hvemig verður /965? UNDAN’FARIN 2—3 ár hafa verið veltiár fyr- ir íslenzku þjóðina. Atvinna hefur verið mikil og tekjur manna háar og hækkandi. Framleiðsla hef ur vaxið jafnt og þétt, og hefur síldveiðin verið þyngst á þeim metum. Framkvæmdir hafa verið miklar á öllum sviðum, og þjóðin hefur eignazt fleiri og fullkomnari atvinnu- og samgöngutæki, bætt húsakost sinn og eflt menningu. Samt hafa árin verið hvert öðru ólík. 1963 urðu hraðar breytingar á verðlagi, kaupgjaldi var breytt með samningjm í þrem lotum á árinu, en samt endaði það með hörðum stéttaátökum. 1964 var sem logn eftir storma ársins á undan, og ein- kenndist af almennum friðarsamningum á vinnu- markaði, sem gerðir voru fyrir forustu ríkisstjórn- arinnar og með stuðningi hennar. Vísitölu var hald ið í skef jum með niðurgreiðslum á landbúnaðaraf- urðum, og fékk landsfólkið reikninginn á jóla- föstu. Um áramót er eðlilegt að spyrja: Hvernig verður 1965? Útlit er á miklum áframhaldandi framkvæmd um og verð /r varla lát á eftirspurn eftir vinnuafli til þeirra. Aukin tækni og þekking gefa von um, að sjávarafli haldist mikill, þótt ókleift sé að spá um slíkt og ekki varlegt að búast við aukningu hans, er jafnist á við síðustu tvö ár. Hvað verðlags- og kaupgjaldsmálum viðkem- ur er útlit allt ískyggilegra. Vaxandi óvissa er um afkomu sjávarútvegs og fiskiðnaðar og niðurgreiðsl ur landbúnaðarafurða eru orðnar stórfellt vanda- mál. Árið hefst á erfiðum vinnudeilum, og á kom andi vori mun verkalýðshreyfingin krefjast al- gerrar endurskoðunar á kjaramálum vinnustétt- anna í þeim tilgangi að tryggja þeim réttlátan hlut vaxandi þjóðartekna. Alþingi og ríkisstjóm munu því standa frammi fyrir þeim vanda, sem reynzt hefur þjóðinni þyngst ur í skauti allt frá 1940. Þjóðin hefur tækni, þekk ingu og dugnað til að auka sífellt tekjur sínar — en hana skortir félagslegan þroska eða gæfu til að skipta tekjunum friðsamlega á þann hátt, að verð- gildi krónunnar haldist og útflutningsframleiðsla búi við öryggi. Hvað sem þessum vanda líður má telja víst að þjóðinni — sem mun telja um 194.000 einstaklinga í lok næsta árs — muni líða betur en áður og þrótt mikil æska muni heilbrigð og glöð grípa ný tæki- færi til menntunar og mannbætandi lífsnautnar. Andi framfara og breytinga mun ríkja, og hugsandi fóllí mun njóta þeirrar tilfinningar, að það taki þátt í ævintýralegri mótun nýs og betra þjóð- félags, sem afa okkar og ömmur skorti ímyndunar- afl til að láta sig dreyma um. í þeim anda óskar Alþýðublaðið lesendum sínum farsæls komandi árs. FLUGFREYJUR ÍSLANDS H.F flugfreyjur í sina, sem hefji störf komandi á tímabilinu apríl júní. Góð þekking á ensku og einu Norðurlandamálinu nauðsynleg.. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofum vorum. Umsóknarfrestur er til 15. jan. n.k. Starfsmannahald félagsins veitir nánari upplýsingar, ef óskað er. FLUGFÉLAG ÍSLANDS hf. m JL ZEI3E 4imillllllllllllllllllllllllllllUIIIIIIIlllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1lltlllllllllUlllllllli>IIHM>l'IIIIIIIIIIIIIIIUIIIIU|B ie Gott ár, en margt í óvissu. ir Orðsending til stjórnarflokkanna- ic Um of marga frídaga. ★ Bréf frá Hirti Hjálmarssyni. riiuiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiMiitiiiiMiiiiiimiiiiimiiiiiitiiii iiiimiiiiimiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiit ÞETTA HEFUK VERH) GOTT ár, en niargt er nú í óvissu. Það olli gifurlegum vonbrigðum «r þaff kom í ljós, að grípa varð til sérstakra ráðstafana vegna fyrir- sjáanlegs halla á fjáriögunum. Ég held að stjórnarflokkarnlr ættu að setjast að nýju við samn ingsborð, gera upp reikningana - og semja að nýju ef unnt væri.Með því opnuðust ef til vill ný sjónar mið. Þau styrktu samstarfið, sköp uðu nýja möguleika. En stjórnin fengi endui'nýjað traust kjósenda sinna. Ég þakka lesendum mínum fyrir þetta árt og óska þeim gæfu og gengis á nýja árinu. HJÖRTUR HJÁLMARSSON skrifar: „Ég sé í einum pistlinum þínum að þú vilt leggja niður 1. des. sem frídag. Ég get vel fall- ist á það með þér, að frídagar séu óþarflega márgir. Mín vegna maetti t.d. stleppa 2. degi allra stðrhátíða og sameina verkamanna dag, sjómannadag, verzlunamanna dag og vænlanlegan bændadag í einn íslendingadag, en 1, des. megum við ekki glata. Hann er svo miklu merkilegri dagur í sjálf stæðisbaráttu okkar en 17. júní 1944. ANNAÐ ER SÖGUFÖLSUN, nema því aðeins, að það sé meira virði að hirða laun en vinna fyrir þeim. Það er rétt að 1944 sam- þykkti þjóðin svo til einróma að við skyldum ganga upp á skrif- stofu og hiröa inneign þá á al- gjöru fullveldi, sem skráð var á reikning okkar 1. des 1918. Hitt er einnig rétt að þá skift um við um form á æðsta valdi. En manstu nokkuð eftir auðu seðl unum, þegar átti að velja tákn þess forms. Mér finnst þeim hafa fjölgað með þjóð vorri síðan. 1. DES. 1918 voru um fimm aldarfjórðungar liðnir síðan þjóð in var ver komin ®en hún hafði nokkru sinni verið fyrr. Þá var talað um það í fúlustu alvöru að skutla íslendingum yfir á danskar heiðar, en þeir voru bara svo bjánalega bjartsýnir að trúa því að það væri hægt að lifa í þessu landi. ÁRIÐ 1918 virtist vera að minna okkur á það, að ér væri enn til bæði eldur og ís. en 1. des. á því ári var fáni fullvalda íslenzks ríkis í fyrsta sinn dreginn að hún á húsi Alþingis, Og það sem meira var, við reyndumst menn til aS taka við þessu fullveldi. Þeir hafa ekki alltaf legið á liði sínu, ís- Framhald á 4. síðu 2 31. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.