Alþýðublaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 6
TVÆR klókar mæður í París fengu fyrír skemmstu þá hug- mynd að afla peninga til jólanna með því að gefa út eins konar unglinga-leiðarvísi um París — nánar til tekið fyrir 16 ára unglinga og yngri. í leiðarvísinum er allt talið upp, sem krakkar á þessum aldri geta haft áhuga á að sjá og kynnast I stórborginni — allt frá brúðuleikhúsum til sjónhverfinga, og þar að auki hvar hægt sé að fá kennslu í töfrabrögðum. Upplýst er, hvar menn geta lært aö smella með kastanjettum og hvert á að snúa sér til að láta lýsa upp minnismerki — sem raunar kostar furðulega lítið. — ★ — EFTIR því sem gengur á póstinn, sem Churchill fékk á 90. ára afmælisdegi sín- um, koma fleiri og fleiri merkilegir hlutir í Ijós í hinum mikla hlaða af árnaðarósk- um. Merkilegust mundi þó sennilega vera kveðjan frá öpunum í Gíbraltar. Eins og margir munu vita, eru þau munn mæli til, að svo lengi, sem í Gíbraltar séu apar, muni Gíbraltar halda áfram að lúta Bretum. Árið 1942 barst það Churchill tíl eyma, að öpunum a staðnum fækkaði mjög og væru aðeins sex stykki eftir. Gamli mað- urinn gaf þá þegar fyrirskipun um, að þeim skyldi fjölgað. Nú eru 34 apar í virkinu, svo að yfirvöldin þar höfðu fulla ástæðu til að láta apana senda Churchill kveðju, ekki sízt vegna þess að Franco, einvaldi á Spáni, hefur hafið ,kalt stríð’ með það fyrir augum að neyða Breta til að fara burtu úr nýlendunni. Tólf amerískir strákar, alls staðar að úr Bandaríkjunum, höfðu hver um sig unmð einn dag til þess að geta gefið fé til byggingar minningarbókasafnsins um John F. Kennedy forscta. I»að var Douglas litli, hérna á myndinni með Jacqueline Kennedy, sem fékk heiðurinn af að afhenda henni upphæðina og blómvönd með. 111111111 Réttur ófæddra barna til lífs Á EINU sviði hafa orðið gífurlegar framfarir í Frakklandi síð- an de Gaulle tók þar við stjórninni: franska meðalfjölskyldan eyðir nú 15 sinnum meira í lyf en fyrir 15 árum. sig allar Ijómandi vel. Ein af ástæðunum fyrir apótekafjöldanum er sig öll Ijómandi vel. Ein af ástæðunum fyrir apótekafjöldanum er sú, að lyfsalar voru meðal hinna fyrstu, sem fluttu heim til Frakk- lands, þegar Algier fékk sjálfstæði. Að sjálfsögðu er samkeppn.n mikil, en það hefur þann kost í för með sér, að maður sér varla nokkurn tíma óásjálega lyfjabúð í Frakklandk í landinu eru ekki meira en 15.000 lyfjabúðir — og þær bera Bandaríkjanna. Ástæðan? Jú, þeir halda, að taugaspennan í lífi nútímamannsins sé ein aðalorsökin. Monsjör pupont fær sér örvandi pillur (pep-pillur) með morg unmatnum til að hjálpa sér gegnum erfiðan dag. Síðan fær hann sér róandi pillur (tranquilizers) á kvöldin til að komast í ró. Og vegna tveggja, þungra máltíða á dag þarf hann pillur vegna lifr- arinnar, sem Frakkar hafa alltaf áhyggjur af, og loks þarf hann marg-vítamín til að ná „balans" á allt saman. - ★ - Á ÓFÆfTT barn rétt til að lifa allt frá þeirri stundu, að getnaður fer fram? Þetta vandamál var til um- ræðu á ráðstefnu um mannrétt- indi í þróunarlöndunum, sem sam einuðu þjóðirnar stóðu fyrir fyrr á þessu ári í Kabul, höfuðborg Af- ganistan. Skýrsla um ráðstefnuna skýrir ‘frá afstöðu talsmanna þró- unarlandanna til þessa aðkallandi vandamáls. Flestir þátttakenda töldu, að með tilliti til of mikils þéttbýlis og fátæktar; sem enn ríkja í mörg- um Asíulöndum, gæti verið rétt að takmarka viðkomuna með hæfileg um aðferðum, a. m. k. í bili. Þeir töluðu um takmörkun barneigna og aðrar tegundir fjölskylduáætl- ana. Var því slegi-ð föstu, að slík stefna stríddi ekki gegn hinum margvíslegh trúarbrögðum í Asíu, og sömuleiðis að ýmis ríki og frjáls samtök stæðu nú þegar fyrir slíku. þar í álfu. Varðandi það vandamál, hvort hafa skyldi hemil á barneignum eftir að getnaður hefði farið fram, voru skiptar skoðanir. Ýmsir ræðu menn töldu, að réttur barnsins til lífs skyldi virtur allt frá þeirri stundu, að getnaður hefði farið fram. Mörg trúarbrögð aðhyllast óumdeilanlega þessa meginreglu og þar að auki er hún fólgin í mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. Aðrir ræðumenn komu fram með tillögur til breytinga á þessari afstöðu. Menn ræddu þá kenningu, að líf hefjist á því augnabliki, sem getnaður á séf stað og héldu því fram, með til- vísun til vísindalegra sannana, að raunverulega væri ekki hægt að tala um „líf“ einstaklings á fyrstu þrem mánuðum meðgöngutímans. Yfirleitt studdu menn það bann við fóstureyðingum, sem er , að finna í lögum flestra ríkja, en viðurkenndu að á öllum stigum meðgöngutímans gætu komið fyrir þau tilvik, er afsaki fóstureyðingu — einkum ef það sé læknisfræði- Framhalð á 13. síóu EITT af sunnudagsblöðunum í London var að hrella Karl prins, son Elísabetar Englandsdrottningar og ríkisarfa, um dag- inn. Tekur blaðið sig til og birtir grein, þar'sem seg-ir, að vél geti svo farið, að Karl verði „tragískur“ maður í sögunni, af því að vel geti liðið 30 — 40 ár, áður en móðir hans deyji og hann komist á veld- isstól. Vel geti iheira að segja svo farið, að komið verði fram yfir 2000, áður en hann verði kóngur-' Þéssu iil stuðnings bendir blaðið á þá staðreynd, að brezkar, ríkjandi drottningar verði óhemjulega gamlar. Þannig hafi Viktoría orðið 81 árs. Alexandra drottning jafngömul og Mary ekkjudrottn- ing lifi énn 84 ára gömul. — Þau finna sér ýmislegt til að skrifa um, brezku blöðin. — ★ — NEW Yorkbúinn kom inn á bar í Texas. Honum fannst bar- þjónninn ósköp dapurlegur og spurði hann með hluttekningu, hvort nokkuð væri að. — Ég er að koma frá jarðarför vinar míns. — Jú, jú, og úr hverju dó hann.? - — Fimm ásum. Mest umtalaðir í nóvember Og hérna kemur svo listinn yfir þá menn í heiminum, sem mest voru umtalaðir í nóvembermán- uði. Krústjov er enn efstur á listan- um, því að enn eru menn ekki búnir að ná sér eftir breyting- arnar austur þar. — Þannig var Krústjov búinn að fá svo marga punkta um miðjan nóvem- ber, að hann var orðinn öruggur um efsta sætið. Eftirmaður hans Bresnjev er iíka á leiðinni upp eftir listanum, aðallega vegna við- ræðnanna við Chou-En-Læ, en þar kom fram, að hin andstæðu við- horf eru hin sömu, þótt tónninn hafi breytzt. De Gaulle heldur enn báðum höndum um stjórnvölinn i Frakk- landi, sem þýðir, að hann getur hagað sér eins og hann vill, bæði í NATO og EEC. Og samvinnan innan þessara tveggja stofnana virðist stöðugt kalla fram erfið- leika, og það ekki aðeins af völd- um De Gaulle. Til að reyna að ráða bót á ástandinu fór Aden- auer til Parísar og hlaut litlar þakkir Schröders og Erhards kanzlara. Johnson sigraði Goldwater í for- setakosningunum í Bandaríkjun- um 3. nóvember, og fær því að kljást við vandamálin næstu fjög- ur árin. Hann byrjaði á því að láta hart mæta hörðu í skuldamálun-- um í Sameinuðu þjóðunum. Þrátt fyrir málamiðlun U Thants er ástandið þar á bæ erfitt. Svo studdi Johnson björgunaraðgerð- irnar í Kongó, bæði siðferðilega og með lánum á flugvélum. í Bretlandi hefur Wilson dregið öll segl að hún til að bjarga land- inu út úr efnahagsörðugleikunum. Vextir voru hækkaðir og tekin milljarðalán til að bjarga pundinu frá falli og staðið fast við tollinn. Kennedy sálugl Bandaríkjafor- seti er líka hátt á listanum, enda var í mánuðinum liðið ár frá því, að hann var myrtur. Framhald á 13. síðu. 6 31. des. 1964 - ALÞÝfHJBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.