Alþýðublaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 5
1 Hinn heimsfrægi skopleikari Danny Kay hefir oft undanfarið skemmt mér og eflaust mörgum fleiri hér heima með sjónvarps j þóttum sínum. Og það eru sjálf- sagt margar milljónirnar, sem hann hefir látið brosa og meira en Það undanfarin ár. DANNY KAY' En Danny Kay er meira en leik ari( sem skemmtir ungum og gömlum, hann er einn hinn mesti mannvinur - hann er vinur barn anna, sem eru svöng og sjúk í ýmsum löndum. Hann ver stór- um hluta hinna gífurlegu lauha sinna til lækna og lina þjáning- ar hinna líðandi barna og einnig til að seðja svanga munna þeirra. Ég sá í erlendu blaði að um 50 miljónir barna hefðu þegar not ið góðs af starfi hans. Hann ferð ast víða um heim til að vinna að þessum höfuðáhugamáli sínu. í fyrsta sinni, er ég sá þennan mann í skermi sjónvarpsins heill aði hann mig vegna sinnar frá- bæru li .tar, en eftir að hafa leslð j um annan aðalþátt* í lífsstarfi hans, hefir hann heillað mig enn- þá meira. Verður mér ávallt úr þessu ógleymanlegur vegna mann kærleika síns og mannúðar við hinn minnsta bróður. Eins og að líkum lætur eru tekj ur Danny Kay margar milljónir íslenzkra króna á ári og má af því ráða hve drjúgan skerf hann leggur fram í nafni mannúðarinn ar. Hann hefir eflaust skilið að eng in mannleg vera á jarðkringlunni er honum óviðkomandi, að hinn guli austur í Indlandi og hinn svarti suður í Afríku, sem þjá- ist af sjúkleika eða vantar fæðu, er einn bróðirinn, sem þarf að- hlynningu. Hann hefur tileinkað sér höfuð kjarna allra höfuðtrúarbragðanna Mannkærleika. En því nefni ég Danny Kay, að ég vildi óska þess að ýmsir þeir, sem góðar ástæður hafa hér á íslandi, hefðu svipað hugarfar og hinn heimsfrægi ieikari. Fyrir nokkrum árum vann ung stúlka við þetta blað og kom fram með hugmynd, sem komst í fram kvæmd, sem var að hefja söfnun handa líðandi börnum í erlendu landi. Hugmyndin var falleg og árang urinn þar eftir. Blaðamennirnir íslenzku hafa með sér félagsskap. Vildu þeir nú vera svo góðir, að taka þetta mál uppi í félagi sínu sem sé að öll íslenzku blöðin gengjust fyrir söfnun til barna, sem líða skort Framhald á 13. síðu | Þing um íslenzk I fræði í Texas - § i jj s I I s DEII.DIN fyrir germönsk mál í ríkisháskólanum í Aust- in í Tcxas, Bandaríkjunum, efndi nýíega í;i fræðihings um „Forn íslenzkar bólunenntir og goðafræði” til heiðurs ein- um prófessora sinna, sem er sérfræð'ingur í íslenzkum og norrænum bókmenntum. Pró- fessorinn heitir D. Lee M. Hollander og síðasta fræðiaf- rek hans er þýðing á Heims- kringlu Snorra Sturlusonar. Fimm vísindamenn héldu fyrirlestra á þinginu. Prófess- or Einar Haugen frá Harvard- háskóla ræddi „Þýðingar úr norrænum málum” og prófess- | or Erik Wahlgren frá háskól- \ anum í Kaliforníu talaði um ; „Raunvcruleika og óraunveru- \ leilca í sögunum um Vínlands- = ferðirnar.” Dr. Margaret Arent I Madelung frá háskólanum í = Texas talaði um „Sambland I endurminningar og skáldskap- | ar í forngermönskum bók- | menntum” og prófessor E.O.G. | Turville-Petre frá Oxford-há- 5 skóla í Englandi ræddi „Frjó- = semdardýrkun í forn-íslenzk- § um bólunenntum”. Paul Scliach | frá Nebraskaháskóla ræddi um s „Tristams-sögnina í íslenzkum | bókmcnntum.” / = ■1111 iiiiiiimiiiiiun w /WWSWWWWWWWWWWWWWWtW Við skulum semja á jafnréttisgrundvelli. MAO LEITAR AD EFTIRMÖNNUM MAO TSE TUNG, hinn sjötugi leiðtogi kinverskra kommún- ista, hefur verið skipaður með- limur forsætisnefndar þriðja kinverska alþýðuþingsins, sem kom saman skömmu fyrir jól til árlegra löggjafastarfa og talið er að starfa muni í allt að þrjár vikur. Mao var skipaður í forsætis nefndina ásamt 151 öðrum kommúnistaleiðtoga, þar á með- al eiginkonu Chou En-lais for- sætisráðherra, Teng Ying-chan. Ekki er búizt við róttækum breytingum á þinginu, sem fylgismenn Maos virðast hafa örugg tök á, og sennilega verð- ur lögð áherzla á baráttuna gegn stefnu Rússa um friðsam- lega sambúð og Bandaríkja- mönnum. Fregnin um, að Mao sé enn á ný í hópi leiðtoga þingsins berst á sama tíma og kínversk- ir leiðtogar leggja mikla áherzlu á að finna nýja, unga menn til að taka við mikilvæg- ustu embættum í forystu lands- ins, sem nú er í höndum gömlu leiðtoganna — Maps og námtsfu s'-msíarfsmnnna hans. Þess verður ekki langt að bíða, að enginn maður í mikilvæg- ustu valdaembættum verði inn- an við sextugt. Jafnframt hef- ur margt-bent til þess að und- anförnu, að slíkir eftirmenn hafi ekki fundizt eðá hlotið þjéifun og að Mao-klikan virð- ist ekki munu liverfa af sjón- arsviðinu í bráð. ★ DREKAÁRIÐ Mao og hans menn .geta líka litið rólegir aftur til ársins 1964 — Drekaársins — eins og það er kallað af kínverskum leiðtogum — ársins, þegar Frakkar viðurkenndu Kína, fjandmanni Maos númer eitt, Nikita Krústjov forsætisráð- herra, var steypt af stóli, þegar fyrsta kínverska kjarnorku- sprengjan var sprengd og við- skipti við lönd, sem ekki eru undir stjórn kommúnista, juk- ust til mikilla muna. MAO En sigrarnir leysa elcki vanda málin í sambandi við trygg- ingu „ríkiserfðanna". Þessi vandamál aukast með degi hverjum og viss asi gerir vart við sig, að sögn manna, sem nýlega hafa dvalizt í Kína. Mao dregur heldur ekki dul á það í samræðum við þá, sem heim- sækja hann, að erfitt sé að velja eftirmenn, sem eru sama sinnis og gömlu leiðtogarnir. Allt tekst ekki eins vel til og Máo mundi óska sér, eins og sjá má á þeim upplýsingum, sem aðalframkvæmdastjóri æskulýðshreyfingar kommún- ista, Hu Yao-pang, veitti í júní sl., áð mikill hluti ungu kyn- slóðarinnar væri undir áhrif- um hins fláráða kapitalisma og endurskoðunarstefnunnar — en í Kína kallast óskirnar um friðsamlega sambúð austurs og vesturs og „gúllas-kommún- ismi” Krústjovs þessum nöfn- um. Þar við bættust áframhald- andi efnahagserfiðleikar á ár- inú sem stafa sumpart af því, að Rússar hættu aðstoð sinni 1960, en í ríkara mæli af hinu misheppnaða „stóra stökki áfram“ á tímabilinu 1959-61. Þessi stefna varð til þess, að þróunin í Kina færðist fjögur ár aftur í tímann, en sam- kvæmt henni var þungaiðnað- inum skipað í öndvegi á kostn- ' að landbúnaðarins að góðúm stalínískum sið. í Peking tala menn kurteislega um þetta tímabil með orðunum „Þriggja ára náttúruhamfarir". Mao getur rólega gert ráð fyrir því, að mennirnir, sem taka við af honum innan tíðar, lialdi stefnu hans áfram á sama grundvelli sem fyrr. Segja má með nokkurn vcg- inn öruggri vissu, að hinum liarðsnúna rikisleiðtoga og varaformanni kommúnista- flokksins, Liu Shao-chi, veitist auðvelt að taka við stjórnar- taumunum, þegar flokksleið- toginn segir að lokum af sér eða andast. Ólánið er liins vegar það, að Framh. á 13. síðu. WVWVWtAMA&VMWh'VYSfi.VjyWWVVVVWVl/WVWWWX* IWWWtWWWWWMWWWWWWWl tflllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 31. des. 19RA 5 rtHWMMWWWMWMWWtttMWHyWW/ IWW.HWWW»MWIW«.W«WAII

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.