Alþýðublaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 16
mWWWWMWWWWWWWWMMWWWWWWWWMWWWMWtWWWWMWW Miklar líkur á að flotinn stöðvist VIÐTAL VIÐ JÓN SIGURÐSSON Reykjavík, 30. des. — EG. VERKFALL hefur verið boð- að á bátaflotanum sunnanlands frá og með 1. janúar, takizt samningar ekki fyrir þann tíma. Alþýðublaðið ræddi í dag við Jón Sigurðsson, for- mann Sjómannafélags Reykja- víkur og taldi hann harla litt- ar líkur á að samkomulag mundi nást fyrir þennan tíma og mundi því koma til vinnu- stöðvunar eins og boðað hefur verið. Sáttafundur var haldinn í gærkvöldi og stóð hann til kl. 3 um nóttina og annar fund- ur er boðaður með fulltrúum útvegsmanna og sáttasemjara í kvöld. — Hvað mun þessi vinnu- stöðvun ná til margra, ef hún kemur til framkvæmda? Öll félögin innan Sjómanna- sambands íslands, hafa boðað vinnustöðvun, en þau félög eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík, Akranesi, Grindavik og Sandgerði. í Sandgerði mun hins vegar ekki koma til vinnustöðvunar þar eð skeyti með heimiid til samningsupp- sagnar misfórst í meðförum Landssímans og var af þeim sökum ekki hægt að segja upp samningum í tæka tíð. í þessum félögum eru samtals um 2500 JÓN SIGURÐSSON. meðlimir en vinnustöðvunin nær ekki til þeirra allra. Eg mundi telja, sagði Jón Sigurðs son, að 170-180 bátar myndu stöðvast og þá myndu á að gizka 1600-1700 manns leggja niður vinnu. — Um hvað stendur mestur styrinn? — Einkum er deilt um breytt hlutaskipti, ef veitt er með línu eða í þorskanet, þar vilj- um við fá dálitla hækkun. Við förum fram á að mannskapur- inn fái 34% af aflaverðmætinu á línu og netum, en nú sem stendur er prósentutalan 29,5 %. Þetta er í rauninni aðal- krafan, en auk þess höfum við sett fram kröfur um ýmsar aðr ar lagfæringar' fyrst farið er að hreyfa við samningunum á annað borð. Við viljum til dæmis fá 5% hækkun á hluta- tryggingu og öðrum launalið- um áhafnar. Við fórum fram á þetta við LÍÚ strax í sumar, þar eð ákvæði eru í samn- ingunum um að kaup sjómanna hækki, ef hækkun verður á kaupi landverkafólks. Á þetta neitaði LÍÚ að fallast á þeim grundvelli, að júnisamkomu- lagið, sem gert var milli verka lýðssamtakanna, vinnuveitenda og ríkisstjómarinnar, hefði ekki haft í för með sér neina kauphækkun. Eg get skotið því hér inn í, að þeir samningar sem við nú höfum eru að mestu óbreyttir frá þvi í ársbyrjun . árið 1961, er þeir voru gerð- ir. Annað atriði, sem við viljum fá lagfært er það, að gerðir verði sérstakir samningar um veiðar í þorsknót, en ekki eru nú til neinir samningar um það efni. Um þetta atriði ber enn allmikið á milli. Útvegsmenn vilja að um þetta gildi sama Framh. á 15. síðu. WWMWMMWMWWWWMMMMWWMWWMWWWWWWWMWWWWWWMWWtWMMtW»WWW» Hávaðarok og skafrenningur Hvolsvelli, 30. des. ÞS-ÁG. UM MIÐJA síðastliffna nótt gerði hér hávaffa rok á norffan af norð-austan meff mikliun skafbyl. ■Snjór var lítill fyrir á láglendi, og liefur þetta því ekki komiff mikið aff sök gagnvart samgöngum í Rangárvallasýslu. Að vísu var vegurinn i Austur- og Vestur-Landeyjum all erfiður, og voru mjólkurbílarnir lengur á leiðinni en venjulega gerizt. Erf- itt var að aka eftir vegunum vegna skafrennings, enda liurfu brautirnar gersamlega í kófinu. — Hér er fyrir löngu orðið haglaust fyrir allar skepnur, bæði kindur og hross. Svo langvarandi kuldar i og snjógangur hafa ekki verið hér £ mörg ár. Vonast menn nú eftir að vorið verði betra fyrir vikið. Mjólkurbílar, sem vanir eru að koma hingað um kl. 10 á morgn- ana, voru ekki komnir klukkan 14 í dag. Meiri snjór mun vera í Mýrdalnum en í Rangárvalla- sýslu, og vegir þar eftir því erf- iðari. Engir bílar fóru héðan í morgun, nema áætlunarbíllinn, sem er sterkur og stór, og kemst vafalaust á leiðarenda án teljandi erfiðleika. Hvolsvellingar og Rangæingar munu fagna nýja árinu í samkomu húsinu hér annað kvöld. Skemmt- unin hefst eftir klukkan 12 eins og á hverju ári. Hefur þetta á- vallt verið hinn bezti gleðskapur og staðið fram undir morgun á nýársdag. STOLIÐ ÚR KVENTÖSKU Reykjavík, 30. des. — ÓTJ. ÞÚSUND króna seðli var stoliff úr kventösku í verzlun hér í bæ í gær. Tvær stúlkur á fermingar- aldri höfffu komiff inn í- verzlun- ina, og fengið aff máta þar ein- hver föt. Til þess fóru þær inn í bakhcrbergi, þar sem veskiff var. Nokkru eftir aff þær voru farnar ætlaði konan aff nota pen- ingana, en greip þá í tómt. Hún kveffur engan annan hafa farið inn í bakherbergiff. Alþýðublaðið kost- ar aðeins kr. 80,00 á mánuði. — Gerist áskrifendur. Fimmtudagur 31. des. 1964 Bandarískar vörur fyrir 95 Miðvikudaginn 30. desember 1964 voru gerffir tveir samningar J á milli ríkisstjórna Bandaríkj- anna og íslands um kaup á banda rískum landbúnaffarvörum. Samn- ingana undirrituffu James K. Penfield, sendiherra Bandaríkj- anna, og Guðmundur í. Guff- mundsson, utanríkisráðherra. Samningar um kaup á banda- rískum landbúnaðarvörum hafa verið gerðir árlega við Banda- ríkjastjórn síðan 1916. Hinir nýju samningar, sem gilda fyrir árið 1965, gera ráð fyrir kaupum á hveiti, maís, byggi, tóbaki, hrís- grjónum, soyjabauna- og bómull- arfræsolíum. Annar samningurinn er að fjár hæð 39 milljónir króna og hinn að fjárhæð 56 milljónir króna. Gera má ráð fyrir, áð 65% af and virði þeirra gangi til lánveitinga vegna innlendra framkvæmda. —> Endurgreiðslur slíkra lána færu fram á um 20 ára tímabili, i krón- um samkvæmt fyrrnefnda samn- ingum, en í dollurum samkvæmt þeim siðarnefnda. BIFREIÐIN FAUK ÚTAF VEGINUM Akranesi, 30. des. HDan.-ÁG. MJÓLKURBIFREIÐ, sem var á leiff til Akraness, fór út af þjóffveginum í Innri-Akranes- hreppi um klukkan 11 í morgun. Tveir menn, sem stóffu á palli bif- reiffarinnar, slösuðust, er bifreiff- in valt, annar þeirra var fluttur í sjúkrahús. ig mikið í andliti. Bifreiðarstjór- inn slapp ómeiddur. i Er bifreiðin fór um veginn ekki langt undan bænum Miðhús, lenti hún á miklum svellbunka, eftir að hafa ekið lengi í djúpum hjólför- um og miklum vatnselgi. Veður- ofsinn var svo mikill, að þegar hún kom á svellbunkann, fauk hún til á veginum og lenti út af hon- um. Á palli hennar stóðu tveir ménn. Stóðu þeir innan um stóra mjólkurbrúsa, sem allir voru full- ir af mjólk. Er bíllinn valt urðu mennirnir fyrir brúsunum. Annar þeirra, Ólafur Elíasson, Heiðar- braut 41 gat sig ekki hreyft og var hann fluttur í sjúkrahús. — Báðir mennirnir hrufluðust einn- Óhemjuálag Reykjavík, 30. des. — OÓ. ÁLAG á sjálfvirka símakerfinu i Reykjavík hefur aldrei veriff eins mikið og í dag. Hefur stöffin ekki getaff annaff öllum þeim hringing- um, sem henni hafa borizt. Hefur | þetta lcitt til þess aff margir sím- | notendur hafa þurft aff bíffa lengf i eftir aff fá són, allt upp í 30 mín. ' Ástæffan fyrir þessum miklu síma hringingum mun vera óveðriff, sem hér liefur geysað. Fólk hefur fariff sem minnst út fyrir dyr, en reynt að sinna erindum síntun gegnum símann eftir því sem viff verffur komlff. Þá liefnr veriff hringt mjög mikiff í bílastöffvarn- ar, en miög fáir leigubílar hafa verið í akstri vcgna ófærffarinnar. IMMmWMWWMWWMMWMWMWWWWMWMMMtMMMMMtWWWMMWWWWWMMWWM NÝÁRSFAGNAÐUR Föstudaginn 8. janúar næstkomandi verffur nýárstagnaður Alþýffuflokksfclags Reykjavíkur í Leik- húskjallaranum. Vel er til hans vandaff, eins og i fyrra, en þá var hann einnig haldinn í Leikhús- kjallaranum og komust þá færri en vildu. Ekki er enn búiff aff ákveða endanlega dagskrá kvölds- ins, en nú þegar er hægt aff skýra frá því, aff Emil Jónsson, félagsmálaráffherra, formaffur Alþýffu- flokksins, mun flytja þar nýársávarp og lcikarar nir Rúrik Haraldsson og Róbert Arnfinnsson munu flytja þar nýjan skemmtiþátt eftir Ragnar Jóhann esson. — Kvöldverffur verffur framreiddur fyrir . þá, sem þess óska. Nú þegar er hægt áff panta affgöngumiffa á skrifstofu Alþýffuflokksins, símar 15020, 16724. — Skemmtinefndin. WWWMMWWMWWMWWMMWWMWWWVWMWWIMWWMWWMMWWMMMMMMWMWWMW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.