BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 8

BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 8
Nokkrar upplýsingar til bifreiðaeigenda trá forráða- mönnum Bílaryðvarnar hf., Skeifunni 17, Reykjavík. Mesti óvinur okkar bifreiðaeigenda eru ryðskemmd- ir, því er það okkur mjög mikilvægt ef við getum forðað bifreiðum okkar frá því að verða ryðinu að bráð. Því ætti það að vera metnaður bifreiðainnflytj- enda að sjá svo um að allar nýjar bifreiðir fái sem besta ryðvarnarmeðferð áður en þær eru afhentar kaupendum. Undirstaða fyrir góðri ryðvörn er góð hreinsun og þurrkun áður en ryðvörn hefst, og ef um notaða bif- reið er að ræða er góð undirvinna mjög mikilvæg. Við brýnum sérstaklega fyrir bifreiðaeigendum að fyrsta ryðvörn er ekki nægjanleg, heldur verður að halda henni við, eðlilegt viðhald á ryðvörn er að láta ryðverja undirvagn á 1 1/2 -2 ja ára fresti, en láta ryð- verja bifreiðina að innan á 3ja - 4ra ára fresti. Haldi bifreiðaeigandi þessar reglur losnar hann örugglega við ryðskemmdir. Því miður eru of margir bifreiðaeigendur sem ekki fylgja þessum reglum og því liggja þúsundir notaðra bifreiða undir ryðskemmdum í dag. Hvað gerist ef ný bifreið er ekki ryðvarin? Ef bifreiðin væri notuð algjörlega án ryðvarnar gæti eigandi hennar átt von á því að bifreiðin skemmdist verulega af ryði á 1 1/2 -3 árum. Því má segja að ryðvörn sé einn mikilvægasti þáttur í viðhaldi bifreiðanna. Óryðguð bifreið eykur öryggi ykkar í umferðinni. BRETTI Góð nðvöni vidheldur bifreidauua rerðgildi GÓLF Teppi losuð úr gólfum og gólf ryðvarin. Frambrettissporður losaður til að hægt sé að komast að lokuðu hólfunum. HURÐ Klæðning losuð frá hurðum til að hægt sé að ná til bita inn í þeim. 8

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.