BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 5
Sveinbjöru Jónssou
byggmgameistari
— minniug —
í byrjun þessa árs lést einn dyggasti stuðningsmaður
BFÖ. Sveinbjörn starfaði mikið fyrir BFÖ og eftir að hann
dró sig í hlé úr hinu daglega starfi, þá studdi hann okkur
ætíð með ráðum og dáð. Hann var kjörinn heiðursfélagi
BFÖ1978.
Sveinbjörn var einn af aðalhvatamönnum að stofnun
Ábyrgðar hf. tryggingarfélags bindindismanna. Helgi
Hannesson formaður Ábyrgðar og fyrrum forseti BFÖ
skriíaði í Morgunblaðiðnokkurkveðjuorðtil Sveinbjörns.
Ritstjórn ákvað að fengnu leyfi Helga Hannessonar að
birta minningargreinina í BFÖ-blaðinu.
Sveinbjörn Jónsson, byggingameistari, er látinn, 85 ára
að aldri. Við andlát hans er fallinn frá mikill félagshyggju
maður, hugmyndaauðugur athafnamaður, sem mark-
að hefur fjölda framfaraspora í íslensku þjóðlifi. Hann
var síleitandi verkefna, er leyst gætu af hólmi ríkjandi
óhentug vinnubrögð á fjölda mörgum sviðum. Hann var
frumherji nýrra stefna í iðnaði og orkunýtingu. Hann lagði
gjörva hönd að verki til framkvæmda hugmyndum sínum
Sveinbjörn var maður sem lét sér ekkert óviðkomandi
varðandi þau mál, sem hann taldi til heilla og hamingju
þjóðar sinnar. I fari hans voru auðgreind þau sérein-
kenni, sem þeir menn er aðhyllast hugsjónastefnur eiga
öðrum fremur.
í öllu því umróti, sem er ráðandi einkenni fyrir veröld
okkar í dag, þar sem flestir eru haldnir vantrú og efa-
semdum, þarf hugrekki til að trúa og enn meira hugrekki til
að játa trú sína, hvort sem það er um að ræða ákveðin
trúarbrögð eða félagshreyfingar, sem á hugsjónum
byggjast. En slíkt hugrekki átti Sveinbjörn í ríkum mæli.
Hann var mikill trúmaður og ötull talsmaður alls þess, er
hann áleit að þroskað gæti siðgæðisvitund þjóðarinnar.
í samræmi við þetta lífsviðhorf sitt gerðist Sveinbjörn
virkur félagsmaður bindindishreyfingarinnar í landinu.
Hann studdi við bakið á ýmsum þeim, sem brjótast vildu
undan ofurvaldi vínnautnarinnar, og oft leiddi sá stuðn-
ingurtil sigurs.
En þó hann teldi mikils virði að slíkur sigur næðist, vissi
ég um þá skoðun hans, að mest um vert væri að ná sem
bestum árangri í baráttunni gegn áfengisbölinu með
fyrirbyggjandi aðgerðum.
Hann taldi að heillaríkara væri „að byrgja brunninn
áður en barnið dytti ofan í hann“. Sveinbjörn gekk
snemma til liðs við okkur í Bindindisfélagi ökumanna,
sem starfað hefur í tæpa þrjá áratugi, og heiðursfélagi
samtakanna var hann kjörinn 1978 í þakkar- og virðing-
arskyni fyrir störf sín í þágu þeirra. Hanngerðistlíka einn
af stofnendum Ábyrgðar hf. — Tryggingarfélagi bindind-
ismanna, þegar það var stofnað 1960. En stofnfundur
þess var haldinn í skrifstofu hans í Ofnasmiðjunni.
Með stofnun framangreindra félagasamtaka var leitast
við að sýna og sanna raungildi bindindishugsjónarinnar.
Sveinbjörn var þegar við stofnun Ábyrgðar hf. kosinn í
stjórn félagsins og átti þar sæti til ársins 1976, er hann
óskaði að láta af þeim störfum.
Af þeim kynnum, sem mynduðust milli okkar Svein-
bjarnar við áratuga samstarf í Bindindisfélagi ökumanna
og Ábyrgð hf., tel ég mig geta sagt með sanni, að hann
hafi með starfi sínu í báðum þessum félagasamtökum
unnið bindindishugsjóninni með þeim ágætum, sem sá
einn orkar, er trúir á sköpunarmátt hugsjónarinnar.
Sveinbjörn var maður háleitra hugsjóna, er hann vildi
gera sem flesta meðeigendur að.
Ég mun ekki með þessum kveðjuorðum mínum leitast
við að rekja litríkan æviferil Sveinbjarnar nema að litlu
leyti. Það munu aðrir gera, en mérer bæði Ijúft og skylt að
minnast þessa vinar míns nú við þau vegaskil, sem orðið
hafa og bera fram þakkir fyrir samstarfið í Bindindisfélagi
ökumanna og Ábyrgð hf., en minningin um það samstarf
geymir svo margar ánægjulegar samverustundir.
Að leiðarlokum vil ég bera fram einlægar þakkir til hins
látna fyrir ómetanlegt starf innan bindindissamtakanna
og jafnframt benda á að bindindis-,. siðgæðis- og trúar-
hugsjónin hefur misst dugmikinn boðbera við andlát
Sveinbjarnar Jónssonar. Vandfyllt skarð hefur myndast.
Þörf er dugandi, dáðrlkra manna til að hefja á ný það
merki bindindishreyfingarinnar, sem Sveinbjörn hélt á
lofti til vegs og virðingar meðal þjóðarinnar.
Bindindisfélag ökumanna og Ábyrgð hf., tryggingar-
félag bindindismanna þakka Sveinbirni Jónssyni heilla-
rík störf I þágu bindindismálanna.
Minnirigin um hann mun hvetja til starfa í þágu góðra
málefna. Ættingjum Sveinbjarnar Jónssonar sendum við
einlægar samúðarkveðjur.
Helgi Hannesson, formaður Ábyrgðar hf.
inn hugleiðingu um bindindishugsjónina og starf An-
svar í 50 ár. Mikill fjöldi fólks var á staðnum og naut
þess er fram fór í dásamlegu veðri.
Sú spurning hlýtur að vakna hvort við höfum gagn
af norrænu eða alþjóðlegu samstarfi. Að mínu áliti er
slíkt samstarf lífsnauðsynlegt fyrir BFÖ. Þaðan fáum
við hugmyndirnar og það að vita aðra vinna að sömu
verkefnum og vera að berjast við sömu vandamálin
gefur hvata. Þau verkefni er bera hæst hjá BFÖ
þessa dagana eru öll tilkomin vegna norræns
samstarfs. Það eitt sannar hve mikils virði slíkt sam-
starf er. Þess vegna á ekki að draga úr samvinnunni
heldur miklu fremur auka hana. Með því tryggjum við
einna best áframhaldandi kröftugt og hugmyndaríkt
starf BFÖ.
Sv.H.Sk
5