BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 9
Skýrsla I5FÖ á $íða$ta þiugi
sambaitdsms
14. oóvember 1981
Eins og fram kemur í ritstjórnargrein þá var ætlunin
aö koma BFÖ-blaðinu út fyrri hluta ársins. í því blaði
átti að birta skýrslu síðustu stjórnar. Útkoma blaðsins
hefur degist, en ritstjórn taldi engu að síður að full
ástæða væri til að birta skýrsluna í því blaði sem nú
sér dagsins Ijós, þó liðið sé nær ár frá því að þingið
var haldið. Skýrslan er fyrir starfsemina árin 1979 -
1981. ( skýrslunni kemur vel fram hve viðamikið starf-
ið er og því full ástæða til að gefa BFÖ-félögum tækifæri
til að lesa hana.
framkvæmd. Allt sem áður var hand- og vélritað, eins
og blaðaútsendingar, innheimta og fleira, fæst nú með
lítilli fyrirhöfn, og kostnaður ekki teljandi miðað við
þægindin. Þetta hefur stórlega létt á störfum stjórnar
og framkvæmdastjóra, sem þá hafa væntanlega hafa
nýtt tímann til annarra starfa fyrir BFÖ.
FJÁRMÁL
Skýrsla stjórnar BFÖ á 12. sambandsþinginu í
Reykjavík 14. nóvember 1981, fyrir tímabilið 10/11
1979 til 14/11 1981.
SKRIFSTOFAN
Stjórnin réði á fyrsta fundi dugmikinn framkvæmda-
stjóra, Einar Guðmundsson kennara, sem í hvívetna
hefur reynst hinn ágætasti starfsmaður. Óhætt er að
segja að dagleg framkvæmd skrifstofunnar og fram-
gangur félagsins hafi verið mikið honum að þakka, og
sýnir Ijóslega hve mikla þýðingu það hefur að hafa
góðum starfsmanni á að skipa.
Skrifstofan hefur verið opin fjórar klukkustundir i
viku, en framkvæmdastjóri lagt fram mun meiri tíma
sem erfitt er að þakka með fáum orðum.
Skrifstofan hefur sinnt þjónustu við félagsmenn, inn-
heimtu og skipulagningu Ökuleikni og öðru því sem
þurft hefur að gera.
Stjórnarmenn hafa á tímabilinu verið kallaðir til ein-
stakra verkefna á skrifstofu, en alltof mikið hefur mætt á
framkvæmdastjóra einum.
STARFSÁÆTLUN
Stjórnin setti sér á fyrstu fundum að vinna sam-
kvæmt fyrirframgerðri starfsskrá, eða starfsáætlun og
var að því hagræði, en ekki eru allir hlutir séðir fyrir
og sumt var ekki hægt að framkvæmaþ
FÉLAGATAL - TÖLUVÆÐING
Félagar BFÖ eru nú um 850 talsins. Síðar í skýrsl-
unni verður vikið að átaki í félagafjölgun. Stjórnin leit-
aði fljótlega eftir tilboðum í tölvuvæðingu félagaskrár
og möguleika á framkvæmd þess máls. Eftir athugun
og viðræður við nokkur tölvufyrirtæki, var tekið tilboði
frá fyrirtæki Tryggva Árnasonar, og hefur samstarf við
hann gengið mjög vel. Ekki þarf að lýsa fyrir fulltrúum
þessa þings hvert hagræði hefur verið af þessari
Á síðasta þingi var gerð grein fyrir skuldum BFÖ
sem þá námu gkr. 800.000 og var það verulegt áhyggju-
efni. Stjórninni var Ijóst að fjárhagsvandann varð
að leysa, svo takast mætti að reka félagið með eðli-
legum hætti. Gripið var til þess ráðs að stofna til happ-
drættis, sem góðan árangur gaf, og tókst fljótlega að
koma fjárhagsstöðunni á réttan kjöl.
Á tímabilinu hafa helstu tekjuleiðir verið fólgnar i
sölu auglýsinga í BFÖ-blaðið og sá stuðningur sem
Ábyrgð hf. hefur látið i té og ómetanlegur er fyrir fé-
lagið. Með sérstöku aðhaldi og dugnaði hefur fram-
kvæmdastjóra tekist að reka svo Ökuleiknir félagsins
að þær hafa borgað sig sjálfar. Gjaldkeri mun gera
grein fyrir fjárreiðum og lýsa hversu ágætlega hefur til
tekist með fjármál félagsins.
Rétt er þó að geta þess happdrættis sem þessa
dagana er verið að hleypa af stokkunum, og hve áríð-
andi er að allir leggist á eitt að gera árangur þess
sem glæsilegastan.
DESEMBERHERFERÐ
Er leið að desembermánuði 1979 og 1980 ákvað
stjórnin að minnast með einhverjum hætti jólamánað-
arins og gaf því út í samvinnu við Reykjavíkurdeild,
dagatöl og jólaalmanök, sem dreift var til félagsmanna
og almennings í Reykjavlk. Dagatöl þessi hafa hlotið
góða dóma, en fram ( þeim komu ráðleggingar og
varnaðarorð tengd bindindi og umferð. Þegar er hafin
undirbúningur að svipaðri útgáfu vegna næsta jóla-
mánaðar, nema hvað fyrirkomulagi hefur verið breytt á
þann veg að safnað er auglýsingum til birtingar á
dagatali og greiðir það kostnað við útgáfuna.
SAMSTARF VIÐ ÁBYRGÐ HF.
í íslenskum framfærslulögum er kveðið á um skyld-
ur foreldra og barna til framfærslu. Gagnkvæmar
skyldur eru þar í heiðri hafðar. Það er Ijúft að minnast
þess tíma er Bindindisfélag ökumanna, eða forystu-