BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Blaðsíða 4

BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Blaðsíða 4
4 BFÖBLAÐÍfr r • • Olvun við akstur Getur þú ímyndað þér þær hugsanir sem fljúga í gegn um höfuðið, þegar setið er undir stýri á bíl, sem hefur verið stöðvaður og lögreglumaðurinn er á leið til þín. Þú veizt að þú ert búinn að fá þér of mörg glös og skelfingin við tilhugsun- ina er slík, að lögreglumaðurinn þarf ekki nema líta einu sinni á þig, áður en hann biður þig að koma yfir í lögreglu- bifreiðina. Þú fylgir honum yfir, án þess að skilja hvernig fæturnir geta haldið þér uppi. Þú setzt í aftursætið hjá þeim og þú ert spurður nokkurra spurninga, en hefur ekki hugmynd um hverju þú svaraðir. Áður en þú veizt af ert þú kominn á lögreglustöð, þar sem þú gengur inn, milli þessara tveggja sem tóku þig. Á leiðinni inn sérðu tugi andlita, sem horfa á þig og þú efast ekki um að allir koma til með að muna eftir þér og líta þig með meðaumkunarsvip í hvert skipti sem þú átt eftir að verða á vegi þeirra. Allt í einu situr þú í stól á móti manni í hvítri skyrtu, sem horfir í gegn um þig og þér finnst hann sjá allt sem leynist í huga þér. Hann talar í síma, milíi þess sem hann gefur öðrum skipanir og þú ert viss um að allir sem eru á vakt hafa komið inn í herbergið, ekki til að fá fyrirmæli, heldur til að virða þig fyrir sér aftur. Loks snýr maðurinn í hvítu skyrt- unni sér að þér aftur og spyr þig nokkurra spurninga, sem rugla þig enn meira, en áður hafðir þú verið látinn blása í plastpoka og þér sýnt að einhver litur í glerröri hafði breytzt. Spurning- arnar voru mjög ruglandi og ef þú skildir þær ekki eða vissir ekki hverju þú ættir að svara varð svipurinn á manninum í hvítu skyrtunni eins og hann héldi að þú værir að leyna hann einhverju. Skyndilega ert þú svo á leiðinni inn á slysadeildina með nokkrum lögreglu- mönnum og þú þakkar guði fyrir hve fáir eru á ferli þarna. Siðan ert þú settur í stól í litlu herbergi og þar nær skelfingin hámarki, þú tekur ekki einu sinni eftir því þegar læknakandidatinn tekur úr þér blóðið og svo ert þú allt í einu sestur inn í lögreglubifreið og skilur loks þegar hún er komin hálfa leið niður í bæ að lögreglumennirnir eru alltaf að reyna að spyrja þig hvert þeir geti ekið þér. Þú segir að það sé ágætt hérna, þar sem þið eruð staddir núna og ímyndar þér að martröðinni hljóti að ljúka þegar þú ert kominn út úr bílnum, en það reynist rangt, þú manst ekki einu sinni hvernig þú komst heim til þín eða hvenær þú sofnaðir. Þegar þú vaknar lýst atburðunum eins og eldingu í höfuðið á þér og þú vonar að þetta hafi allt saman verið draumur, en um leið og þú þreifar á handleggnum og finnur farið eftir nálina veist þú að þetta átti sér allt saman stað. Þú gengur um í leiðslu allan daginn, en að lokum hefur þér tekizt að safna nægum kjarki til að fara og sækja bílinn. Þegar þú kemur inn á stöðina finnst þér að allir sem þú mætir þekki aftur þennan sem var tekinn í gær. Þegar þér hefur tekizt að stynja upp erindinu og fá lyklana, hefur þú ekki einu sinni kjark til að spyrja hvenær þú fáir að vita eitthvað. Þegar farið er að líða á vikuna ert þú búinn að telja sjálfum þér trú um að þetta hafi verið svo lítið sem þú drakkst að þú eigir góða möguleika með að sleppa. Svo þú herðir upp hugann og ferð aftur á lögreglustöðina, til að leita upplýsinga. Þú átt mjög erfitt með að segja eftir hverju þú ert að leita, en tekst svo að koma því frá þér, eins og þú sért að gera þetta fyrir kunningja þinn sem lenti í þessu, en að lokum tókst að fá skýringar. Ef áfengismagn í blóði er 0,59% til 0,99% færð þú þriggja mánaða ökuleyf- issviptingu og allf að 4200 kr. sekt. Ef magnið er 1,00% til 1,19% er sviptingin fjórir mánuðir og 4800 kr. sekt. Ef magnið er 1,20% til 1,31% er sex mánaða svipting og 4800 kr. sekt. Þegar áfengismagnið er meira en 1,31% er svipt í eitt ár og sektin er 6000 kr. Ef um ítrekun er að ræða, það er að seja að maður er tekinn fyrir ölvun við akstur og ekki eru liðin fimm ár frá því að viðkomandi lenti í sams konar máli er ævilöng svipting og 9000 kr. sekt. Svipt- ingin er ævilöng, en það er hægt að sækja um náðun eftir þrjú ár, en þá má ekkert NEYTIR ÞÚ Ví NS - OG AKIR SÍÐAN ÁTTU MARGT Á HÆTTU hafa komið fyrir viðkomandi á tímabil- inu, sem viðkemur áfengi, ekki einu sinni ölvun á almannafæri. En hvað ef þú ert tekinn í akstri eftir að þér hefur verið birt sviptingin, þá færð þú minnst 6000 kr. setk, en sviptingatíminn breytist ekki. Rúmum tveim vikum eftir að þetta átti sér stað ert þú boðaður til rannsókn- ardeildar, eða beint fyrir dómara. Þú mætir á staðinn og vonar að loks gangi þér eitthvað í haginn og þú sleppir vel. En þú ert varla búinnn að koma þér fyrir í sætinu, þegar þú færð að vita að þú hafir farið langt fram yfir 1,31% og nú fer fram svipting ökuleyfis. Við þetta dofnar heilinn aftur og þú manst ekkert hvað fór fram þarna, eða hvað stóð á plagginu sem þú settir nafnið þitt undir um leið og þú afhentir ökurskírteinið. Þú ráfar út í leiðslu og ert að hugsa um hvernig átt þú að segja fólkinu þínu frá þessu og hvað á að segja við vinnuveit- andann, því nú mátt þú ekki lengur aka og missir örugglega vinnuna eða verður settur í eitthvað annað sem er mun leiðinlegra og ver borgað. Þú ert farinn að hugsa um að fara á sjó, annað hvort togara eða fragtara, láta þig hverfa meðan árið er að líða. Núna þegar nokkur ár eru liðin og þú hugsar til baka er erfitt rifja þetta upp. Þú ert búinn að einbeita þér að því að gleyma þessu og það er næstum eins og þetta hafi ekki átt sér stað, en lærðir þú eitthvað af þessu. Þú ert ekki viss iim hvað það var, en samt ert þú viss um að þú mundir frekar vilja deyja en lenda í þessú aftur. Þú verður líka stundum bitur þegar þú hugsar til þess að það var ekki bara ökuréttindin sem þú misstir, þetta hafði áhrif á vinnuna, þú lækkaðir í launum og þurftir í raun að vinna þig upp frá byrjun aftur. Það getur enginn ímyndað sér hvað svona augnabliks kæruleysi getur kostað, nema lenda í því sjálfur. Gerðu því allt sem þú getur til að komast ekki í þessa aðstöðu, því þetta er allt of dýr reynsla. FGG Almennar bílaviðgerðir réttingar DVERGSHOFDl UL Z1 ]T {castroi Castrol smurþjónusta BILABCRG SF. HVRJARHÖFÐA 6 — SÍMI 86913 REYKJAVÍK - NAFNNR. 1108-9763 VESTURLANDSVEGUR Bíllinn er í góðum höndum hjá Níels önnumst allar almennar bílaviðgerðir Ljóaastillingar Einnig viðgerðaþjónusta á rafkerfum bifreiðarinnar BIFREIÐAVERKSTÆÐI N.K. SVANE Skeifan 5 - Sími 34362

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.