BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Page 16
16
föínmm
BFO BLAÐIÐ
Kadettinn er óneitanlega snaggaralegur smábíll ef hann er trimmaður aðeins umfram standard gerðina.
Dugnadarþjarkar frá
Japan og gæöingar
frá V-Þyskalandi
Þar sem Isuzu er eitt nýjasta merkið á
íslenska bílamarkaðnum, snérum við
okkur til umboðsaðilans hér, Véladeild-
ar SÍS, og spurðum Bjárna Ólafsson,
deildarstjóra um viðtökur víð þessdm
bílum, svo og um fjölbreytni fram-
leiðslulínunnar og nýjungar.
Isuzu bílarnir eru japanskir og hingað
hafa einkum veirð fluttir litlir pallbílar,
(Pick uþs) eða fisksalabílar, eins og þeir
eru oft nefndir, og jeppar með fóksbíla-
þægindum.
Að sögn Bjarna var Isuzu bílunum
strax vel tekið enda er þorri alls tækni-
búnaðar bílanna þegar þrautreyndur.
Það er t.d. búið að framleiða yfir eina
milljón lítilla Isuzu pallbíla svo reynslan
ætti að vera nokkur.
Pallbíllinn tekur af
skarið með farþegafjölda
Isuzu pallbíllinn hefur tekið miklum
útlistbreytingum upp á síðkastið og er
útlit hans óvenju fágað af þessháttar
bílum að vera. Gangverkið er hinsvegar
hið þrutreyndasta. Meðal athyglisverð-
ustu nýjunga í framleiðslulínu þeirra er að
þar er nú tekið af skarið með farþega-
fjölda þannig að hann er ýmist fáanlegur
með tveggja manna húsi eða sex manna
húsi, og er ekkert verið að fikta með
neitt miílilbil, eins og talsvert hefur
borið á hjá öðrum framleiðendum svip-
aðra bíla upp á síðkastið. Með stærra
húsinu er hann einkar hentugur verk-
takabíll, pláss fyrir sex menn og pallur
fyrir aftan. Þegar bandarískir framleið-
endur hafa verið að framleiða þessa bíla
hafa þeir lengt þá verulega umfram
venjulega pallbíla, sem rýrir getu þeirra
til torfæruaksturs, en það hafa Isuzu-
verksmiðjurnar hinsvegar ekki gert.
Þennan bíl þarf að vísu enn að sérpanta
þar sem hann lendir enn í óhagstæðum
tollflokki.
Unnt er að fá alla pallbílana ýmist
tveggja- eða fjögurrahjóla drifna og völ
er á fjórum vélagerðum. Það eru tvær
benzínvélar, 80 og 86 hestafla, og tvær
dieselvélar af mismunandi afli. Fram-
drifslokur í bílnum, sem einungis er
framleiddur með fjórhjóladrifi, eru sjálf-
virkar þannig að þær kúpla að eða frá
eftir því hvort bíllinn er settur í framdrif
eða tekinn úr því. Diskahemlar eru að
framan og þar er sjálfstæð fjöðrun, en
heill öxull og borðabremsur að aftan.
Bíllinn er fáanlegur í átta mismunandi
útgáfum. Auk þeirra sem áður eru
nefndar, er t.d. hægt að fá hann þannig
að hægt er að leggja skjólborðin niður
og pallrými er þá meira.
Stærri en þeir litlu
og minni en þeir stóru
Isuzu jeppinn, sem hér er á markaði
er að mörgu leyti skemmtileg málamiðl-
un á þessum hlutfallslegá mesta jeppa-
markaði í heimi. Hann er stærri en
smájepparnir, en minni en stóru banda-
rísku jepparnir, sparneytinn, rúmgóður,
þægilegur borgarbíll og um leið duglegur
torfærubíll. Þetta eru óneitanlega nokk-
uð margir kostir í einum bíl. Annars er
Athyglisverð útfærsla á Pick up frá Japan, sex manna hús og skúffa að auki.
Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig hin nýstáriega útfærsla afturdyra Isuzu
jeppans á eftir að reynast.