BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Page 18

BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Page 18
18 BPÖ BLAÐIÐ ■ Magnús Árnason framkvæmdastjóri Bílaieigunnar hf. í Kópavogi. ■ Portaróinn er sérstaklega rúmgóður. Jeppi frá Portú gal fyrir skreið „Það verður alltaf markaður fyrír jeppa á íslandi, þó ekki nema vegna veðráttunnar, snjóþvngsla t.d. En það sem háð hefur markaðnum hingað til er það, að jeppar hafa verið talsvert dýrír. Bændur og verktakar hafa á síðustu árum notast við smábfla til að geta unnið sín störf. Hér þarf að vera breyting á og ég er nú að vinna að því að lækka innkaupsverðið á Portarojeppanum." Þetta segir Magnús Árnason fram- kvæmdastjóri Bílaleigunnar hf. í Kópa- vogi, en fyrirtækið hefur nýlega hafið innflutning á jeppum frá Portúgal. í Portúgal hefur verið blómlegur bíla- iðnaður í mörgár. Þar eru samsetningar- verksmiðjur fyrir fjöldan allan af þekktum bílategundum. Framleiðandi Portarojeppans hefur t.d. umboð fyrir Daihatsu bíla, Citroen og Leyland og setur þessa bíla saman í Portúgal. Port- aro jeppinn er byggður á einingum úr Daihatsu bílum, s.s. gírkassinn, vélin, rafkerfið o.fl. Hönnun jeppans er þó að langmestu leyti portúgölsk og verður að segjast eins og er að tekist hefur ákaflega vel til með þennan bíl. En hvað er svona sérstakt við Portaro- inn? Hefur hann upp á eitthvað það að bjóöa sem aðrir jeppar hafa ekki? Fram- boð jeppa hér á landi sem og í öllum heiminum er mjög mikið úrval af góðum bílum. Magnús svarar: „Portaróinn er sérstaklega rúmgóður. Hann er gefinn upp fyrir 9 manns í Portúgal, en hér á landi hefur aðeins fengist leyfi fyrir 6 farþegum auk ökumanns, en það kann þó að breytast. En það sem gerir bílinn góðan eru frábærir aksturseiginleikar en þeir byggjast meðal annars á fjaðrabún- aðinum. Sjálfstæð fjöðrun er á framhjól- um en fjaðrir eru ofan á afturhásingu og festar utan á grindina og veldur það því, að bíllinn verður stöðugari á vegum. Nú, kúplingin er ein sú léttasta sem ég hef fundið í jeppum, ef ekki sú alléttasta. Stýrið er það alléttasta sem ég hef tekið í fyrir utan vökvastýri og má merkilegt heita að svona létt stýri skuli fyrirfinnast í jeppa. Ég skal segja þér eitt, að ég leitaði til verksmiðjanna um fylgihluti með jeppanum og spurði hvort mögulegt væri að fá í hann vökvastýri. Þeir sendu mér um hæl símskeyti þar sem þeir fullyrða að ekki þurfi vökvastýri í jeppann, stýrið sé þegar mjög létt.“ Og Magnús sýnir símskeyti þessum orðum sínum til staðfestingar. „{ sannleika sagt er þetta mjög góður ferðabíll fyrir fjóra ásamt farangri. Allir vita hversu erfitt er að ferðast í jeppum, annað hvort eru þeir allt of stórir og eftir því óhagkvæmir eða þá allt of litlir þannig að varla komast fleiri fyrir en bílstjóri og einn farþegi. Portarójeppinn er enginn belgur, heldur tekur hann meira en í fljótu bragði kann að virðast. T.d. er hann mjög hagkvæmur fyrir bílaleiguna mína. Á sumrin skipti ég mjög mikið við útlendinga og hef hálf- partinn átt í nokkrum vandræðum með að útvega þeim nógu góða jeppa, hentuga stærð fyrir fjóra ásamt farangri. Eins og ég sagði áðan, þá er Portaróinn prýðilegur fyrir fjóra og ég veit að hann á eftir að reynast vel.“ - Hvenær kom fyrsti bíllinn til landsins. „Hann kom nú ekki fyrr en 5. febrúar en nú þegar er búið að aka þeim bíl 2700 km og þeir sem hafa notað hann, en bíllinn er leigðurút af Bílaleig- unni hafa lokið upp einum munni um ágæti bílsins. Nú að auki er hann með dieselvél og er hann því hagkvæmur í rekstri fyrir viðskiptavini Bílaleigunnar. Sérstaklega hafa viðskiptavinirnir hrós- að aksturseiginleikunum, þánnig að ég er ekkert að fara með neinar staðleysur hvað þá varðar.“ Portaro verksmiðjurnar í Portúgal eru heimsþekktar fyrir framleiðslu sína á jeppum og sannaðist það eftirminnilega í hinni erfiðu Afríku rallkeppni jeppa sem haldin var 4. júlí 1982. Þar sigraði Portaróinn alla keppendur og segir það meira en mörg orð um gæði og eiginleika bílsins. Vélagerðirnar sem fáanlegar eru: Daihatsu diesel, Daihatsu turbó, Volvo B23A bensín, Volvo B21 ET turbó. Tæknilegar upplýsingar Framleiðandi: Sociedade Electro Mec- ania de Automoveis Lda Portugal. Seljandi: Bílaleigan hf. Smiðjuvegur 44d, Kópavogi. Vél: Daihatsu DG dtesel, rúmtak 2530 cc, 4 strokka, 72 hestöfl, 3600 RPM . Rafkerfi: 12 volt Bremsukerfi: Borðabremsur, tvívirkt kerfi. Dekkjastærð: 650x16, átta striga. Þyngd: 1.652 kg Lengd: 3.974 mm Breidd: 1.784 mm Hæð undir lægsta punkt: 230 mm Hámarkshraði: 112 km. ss- ■ Vélin er 72 hestöfl frá Daihatsu. ■ Hnnnunin er að langmestu leiti portúgölsk, en jeppinn er byggður í einingum úr Daihatsu bílum, t.d. gírkassinn, vélin og rafkerfið. ■ Frábærir aksturseiginleikar byggjast m.a. á fjaðrabúnaðinum.

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue: 1.-2. tölublað (01.01.1983)
https://timarit.is/issue/179576

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1.-2. tölublað (01.01.1983)

Actions: