BFÖ-blaðið - 01.12.1989, Qupperneq 3
Sr. Bragi Skúlason:
Friðarhátíð
Þegar talað er um jólin sem friðarhátíð,
detta mér 1 hug frásagnir hermanna, sem
börðust af hörku við óvininn, en þegar allt var
orðið heilagt á Aðfangadagskvöld, þögnuðu
byssurnar og menn byrjuðu að syngja jóla-
sálma. Á þeirri nóttu ríkti friður og hatrið
varð að víkja. En þegar hátíðinni lauk héldu
menn áfram að berjast.
Nú er það svo í þessum heimi, að sífellt er
verið að berjast. Heimsstyrjaldirnar eru að
vísu einungis taldar tvær, en styrjaldir heims-
ins eru fleiri en tölu verður á komið. Allt frá
því Kain úthellti blóði Abels, bróður síns, og
spurði svo sakleysislega: „Á ég að gæta bróður
míns?“ hefur saklausu blóði verið úthellt ótal
sinnum. Tilefnin hafa verið mörg og margvís-
leg og enn í dag sjáum við, að mannlegt eðli er
samt við sig.
Stríð eru háð á margvíslegan hátt. Þau eru
háð með byssum og sprengjum. Stríð eru háð
með orðum og athöfnum. Stríð eru háð í bæði
nálægum og fjarlægumm löndum. Stríð eru á
milli þjóða og á milli nágranna. Óvinir berjast
og bræður berjast. Hvenær munu allar þessar
stríðandi fylkingar semja um frið sín á milli,
Varanlegan frið?
En til er annar vígvöllur, sem krefst mikilla
fórna. Þar hefur aldrei verið gefín út eiginleg
stríðsyfirlýsing, en þar er saklausu blóði
úthellt. Þar eru tilefnin mörg og margvísleg
°g ytri aðstæður setja mönnum margvíslegar
skorður. En þarna eru margir, sem skeyta lítt
um aðvaranir, treysta á mátt sinn og megin og
þau tæki, sem þeir eiga. Þarna er ekki spurt
um ætterni, þjóðerni, kynferði, aldur, mennt-
Uu, stétt eða hæfileika. Þarna er ekki spurt
Sr. Bragi Skúlason er prestur
á Landspítalanum.
hvort menn séu reiðubúnir til að deyja fyrir
málstaðinn, því engin sérstök hugmynda-
fræði er þarna að baki. Samt gilda þarna
reglur. Samt er til þess ætlast, að menn gæti
bróður síns.
Svo eru það allir þeir, sem lifa harmleikinn
af og búa við örkuml alla ævi. Þeir gleyma
aldrei þessum vígvelli og þeir minna okkur á
hann og spyrja: „Hver er næstur?“ Þeir segja
okkur sögu sína, en við svörum: „Það kemur
ekkert fyrir mig“. Og sumir storka örlögunum
og fara á vettvang undir áhrifum vímuefna,
aðeins til að uppgötva kvölina, martröðina,
örvæntingu þessa vígvallar. Hvenær munu
fórnarlömbin finna frið, varanlegan frið?
Við segjum oft að tíminn lækni öll sár. En
örin eru samt til staðar. Og margar eru þær
stundirnar, þegar við munum eftir sárunum,
munum eftir missinum, munum eftir þeim,
sem hnigu til jarðar á þessum undarlega víg-
velli. Þessum vígvelli, sem er í næsta nág-
renni við okkur. Þessi vígvöllur er göturnar
okkar og þjóðvegirnir, beinu, malbikuðu
brautirnar og rykugu malarvegirnir. Við get-
um ekki án þeirra verið. En til þess að við get-
um verið öruggari, þá verður hver að gæta
bróður síns.
Nú eru jólin framundan. Þessi hátíð ljóss,
gleði, Fæðingarhátíð Frelsarans. Vegna víg-
vallarins ofannefnda fellur skuggi á hátíð
sumra. En nú hefur Jesús heitið því, að gefa
okkur frið. Og sá friður á að vera öðruvísi en
sá friður, sem heimurinn gefur. Bæn mín er sú
á jólunum ’89, að við mættum öll öðlast þenn-
an frið.
Guð gefi okkur öllum sönn friðarjól.
BFÖ-blaðÍð • 4/198»
Útgefandi:
Ritnefnd:
Myndir:
Prentun:
Upplag:
Bindindisfélag ökumanna,
Lágmúla 5,108 Reykjavík, sími 83533.
Sigurður Rúnar Jónmundsson (ritsj. og áb.m.),
Halldór Árnason og Jónas Ragnarsson.
Heimir Óskarsson o.fl.
GuðjónÓ hf.
3.800 eintök I)cK€itihcr 1989
3