BFÖ-blaðið - 01.12.1989, Qupperneq 7
Æfingahallir
heilaskurðlækna
í ríkinu Minnesota í Bandaríkjunum er
þess ekki krafist, að vélhjólamenn noti örygg-
ishjálma, þegar þeir eru á vélhjólum. Svo sem
nærri má geta, þá verða ekki ófá vélhjólaslys-
in, þar sem sköddun á höfði er mun meiri en
ella.
í Bandaríkjunum eru ekki almannatrygg-
ingar, heldur verður hver og einn að kaupa sér
sjúkratryggingu, sem á að ná yfir allan
sjúkrakostnað og útgjöld tengd slysi. Jafn-
framt eru flestir spítalar einkareknir og þang-
að eru ekki aðrir teknir inn en þeir sem eru
tryggðir, og geta þannig greitt fyrir sig. Ann-
ars er þessum mönnum enginn gaumur gefinn
af einkasjúkrahúsunum, ef þeir eru ekki
tryggðir upp í topp.
Samt sem áður fylgjast sjúkrahúsin vel með
því, hvar slysin verða og senda um leið þyrlu á
vettvang til þess að ná í þann/þá slösuðu.
Þessi sjúkrahús eru mörg hver hálflegin og
því mikilvægt að geta verið með sem flesta
sjúklinga til að græða á þeim, og því eru þyrl-
ur sendar á vettvang eins og hrægammar til
þess að berjast um þá sem slasast og jafnvel
um þá sem deyja (til að nota til líffæraflutn-
inga).
Minnesota þykir vera gósenland fyrir heila-
skurðlækna, þar sem þeir fá svo marga skadd-
aða á höfði og heila, að það er mun vænlegra
að læra heilaskurðlækningar í þessu ríki frek-
ar en sumum öðrum, þar sem krafist er að
vera með hjálma. Flestir þeirra sem slasast
eru ungir, og þykir heilaskurðlæknum sér-
staklega „áhugavert“ að fá að gramsa í heil-
um þessara fórnarlamba vélhjólaslysanna.
Spítalarnir eru ekki nein smá smíð eins og svo
margt annað í Bandaríkjunum og líkir höllum
sumir hverjir.
Það er dulítið kaldhæðnislegt, að vegna
þess að sjálfsagðar öryggiskröfur eins og
hjálmur á bifhjólamenn skuli ekki vera lög-
leiddar, geti heilaskurðlæknar æft sig í þess-
úm höllum sínum á heilum þeirra, sem höfðu
ekki vit á því að nota hjálma.
Bifhjólamennirnir beittu þá þingmenn
þrýstingi, sem vildu lögleiða hjálma og hvöttu
vini og kunningja til þess að kjósa þá menn
ekki á þing. Bifhjólasamtökin töluðu um
dollulögin (can law) sem neyða ætti upp á þá í
þessu frjálsa landi westursins og þá urðu
frambjóðendur hræddir og létu af þeirri fyrir-
ætlun sinni að láta lögleiða hjálma á bifhjóla-
menn. Þannig gátu bifhjólasamtök bundist
sterkum böndum og beitt þrýstingi og má af
þessu sjá, hversu þrýstingur getur áorkað
miklu, jafnvel þótt um eitthvað sé að ræða,
sem stríðir gegn almenningsheill, sbr. bjórinn.
Hins vegar varðar það við almenningsheill
í Bandaríkjunum að vera ber að ofan í 35 stiga
hita í verslun, veitingahúsi, strætó eða jafnvel
almenningsgarði. Þá eru alls konar löggur til-
búnar til þess að víkja viðkomandi burtu, ef sá
hinn sami hverfur ekki strax í einhvers konar
dulu yfir sig, þótt það sé engum til ama. Hér
heima er slíkt talið vera af hinu góða að vera
ber að ofan þótt slíkt sé sjaldnast gerlegt
vegna kulda, en varðar við lög, ef menn eru
berhausaðir á bifhjólum, og öllum þykir líka
sjálfsagt, að svo sé. Þess vegna verða líka -
sem betur fer - íslenskir heilaskurðlæknar að
fara erlendis til þess að geta verið í æfinga-
höllum sem koma til vegna hjálmleysis bif-
hjólafólks. -pþ. 7