BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 5

BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 5
Jón Baldur Þorbjörnsson: Nýir orkugjafar fyrir bíla Niðurlagsorð mín í grein um bíla og meng- unarvarnir í 4. hefti BFÖ-blaðsins 1989 hafa orðið til þess að vekja upp spurningar um hvaða möguleika við höfum til þess að nota aðra orkugjafa en olíu og olíuafleidd efni til að knýja bílvélar með. Mismunandi orkuform Orkan kemur fyrir í margvíslegu formi en yfirleitt er greint á milli þess sem heitir frum- orka, orka eins og hún kemur fyrir í náttúr- unni, og umbreytt orka, eftir að búið er að umbreyta frumorkunni. Orka er alltaf orka og samkvæmt lögmálinu getur hún hvorki eyðst né orðið til, aðeins umbreyst. í sjálfu sér er því hægt að nota hvaða orkuform sem er til þess að knýja vélar með. Spurningin er aðeins um að koma henni í sem hentugast form til þess- ara hluta. Flestir bílhreyflar eru þannig gerðir að þeir umbreyta efnaorku, þ.e. olíu, í hitaorku og hitaorkunni síðan í hreyfiorku. Við hverja orkubreytingu verður ákveðið orkutap þann- ig að mismunandi mikið af orkunni sem um- Sautján kW rafhreyfill ásamt tveggja gíra kassa og drifi í framdrifinn BMW. breytt er nýtist ekki heldur fer í eitthvað ann- að en henni var ætlað. Þannig er því einnig varið með hinn vanalega brunahreyfil í bíl- um. Við það að breyta efnaorkunni í hitaorku „tapast“ á milli 60 og 70% orkunnar. Með öðr- um orðum fara aðeins 30-40% hitaorkunnar í það að hita upp loftið í brunarými hreyfilsins og mynda þannig þrýsting sem er nauðsyn- legur til að úr verði hreyfiorka. Afgangs hita- orkan, hitinn sem tapast, fer ýmist út með heitu útblástursloftinu eða í að kæla hreyfil- inn. Af þessu, og þeirri staðreynd að bruni í svo litlu brunarými er tiltölulega ófullkominn, leiðir að brunahreyflar eru til þess að gera óhentugur og óæskilegur máti til þess að vinna hreyfiorku úr einhverri tegund orku- gjafa. En hvernig stendur þá á því að þeir eru enn þá svo algengir. Býðst virkilega ekkert betra nú þegar hyllir undir lok 20. aldarinn- ar? Fræðilega er hægt að hugsa sér orku í formi frumorku til að knýja bílvélar en í reynd kem- ur líkast til aðeins umbreytt orka til greina. Hæpið er t.d. að hugsa sér að kjarnorka verði nokkurn tímann notuð beint til þess að knýja bílhreyfla. En annað orkuform, unnið úr kjarnorku, væri hins vegar mjög vel hugsan- legt. Aftur á móti er það svo með kjarnorkuna að hætta á misnotkun hennar, geislun við slys og erfiðleikar með að losna við kjarnorkuúr- gang draga verulega úr gildi hennar. Kjarn- orkan hefur engan veginn uppfyllt þær vonir sem við hana voru bundnar í upphafi. Öllu heldur má líkja henni við draug sem vakinn er upp til þess að þjóna manni. Svo þegar alls- nægtarmarkinu er náð og allar óskir uppfyllt- ar reynist erfitt eða ógerlegt að kveða hann niður aftur. Raforka eða vetni í framtíðinni þegar olía tekur að þverra og enn meiri áhersla verður lögð á hreinleika andrúmsloftsins eru mestar líkur á að raf- hreyflar og/eða vetnishreyflar taki við af hin- um venjulegu bensín- og díselhreyflum. Það 5

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.