BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 13
Mikill stuðningur við
lögbindingu reiðhjólahjálma
- samkvæmt könnun Hagvangs fyrir Bindindisfélag ökumanna
Um 90% þeirra sem tóku afstöðu til spurn-
ingar um lögleiðingu reiðhjólahjálma voru
hlynntir þeirri ráðstöfun. Þetta var niðurstað-
an úr könnun sem Hagvangur gerði fyrir
Bindindisfélag ökumanna í janúar 1990.
Spurt var: Ert þú hlynntíur) eða andvíg(ur)
setningu lagaákvæða um að börn á reiðhjólum
skuli nota hjálma. Karlar voru hlynntari
þessu en konur, íbúar álandsbyggðinni heldur
hlynntari en þeir sem búa á höfuðborgarsvæð-
inu en hins vegar var langskólagengið fólk
ekki eins hlynnt lögbindingu reiðhjólahjálma
eins og þeir sem höfðu styttri skólagöngu að
baki.
Ár hvert slasast hundruð hjólreiðamanna
hér á landi. í flestum alvarlegum reiðhjóla-
slysum verður höfuðið fyrir höggi, við fall eða
árekstur. Þess vegna er eðlilegasta vörnin að
verja höfuð hjólreiðamannsins eins og kostur
er.
Áhrif reiðhjólahjálma til að draga úr slys-
um hafa verið rannsökuð mikið erlendis. í
einni af nýjustu rannsóknunum, sem greint
var frá í hinu virta bandaríska læknariti The
New England Journal of Medicine (25. maí
1989), var dregin sú ályktun að með notkun
reiðhjólahjálma mætti draga úr hættu á
alvarlegum höfuðmeiðslum um 85%. Niður-
stöður annarra rannsókna hníga í sömu átt.
Þeir hjálmar sem nú eru á markaði eru mun
léttari og þjálli en eldri hjálmar, og veita samt
góða vörn gegn höggum. Kannanir sýna að
hlutfallslega fáir hjólreiðamenn nota hjálma,
þrátt fyrir ótvírætt ágæti þeirra. Þetta hefur
þó verið að breytast, bæði hér á landi og er-
lendis. Börn og unglingar, sem mest þurfa á
hjálmum að halda, virðast þó ekki setja fyrir
sig að nota þá, samkvæmt erlendum athugun-
um. Jafnvel hefur verið bent á að börn líti upp
til þeirra jafnaldra sinna sem nota hjálma.
Það sem flestir eru sammála um að skorti er
meiri fræðsla um gildi reiðhjólahjálma. Sú
fræðsla þarf bæði að vera í fjölmiðlum og
skólum, og ekki síst þarf að koma hvatning frá
foreldrum. Bent hefur verið á að með réttum
aðferðum megi hafa þau áhrif að hjálmar
komist í tisku meðal barna og unglinga. Um-
ferðarráð og Olíufélagið Skeljungur hafa tek-
ið höndum saman um kynningu á hjálmum og
hefur það átak skilað árangri að þeirra mati.
Sumir telja að notkun reiðhjólahjálma verði
þó ekki almenn fyrr en hún verður lögbundin.
Er þá m.a. vitnað til þess að ökumenn vélhjóla
hér á landi fóru ekki að nota hjálma að nokkru
marki fyrr en það var leitt í lög fyrir hálfum
öðrum áratug. Svipuð reynsla var af tilraun-
um til að auka notkun bílbelta.
í frumvarpi sem Salóme Þorkelsdóttir flutti
ásamt fleirum á Alþingi á siðasta vetri var
lagt til að börn, tíu ára eða yngri, skuli nota
hlífðarhjálma þegar þau hjóla eða eru reidd á
reiðhjóli. Frumvarpið var ekki afgreitt. Ólaf-
ur Ólafsson landlæknir hefur sagt að lögleið-
ing reiðhjólahjálma sé ein einfaldasta aðgerð
sem hægt er að grípa til í slysavörnum og rétt
sé að miða skyldunotkun við a.m.k. tólf ára
aldur. Hann sagði að slys á reiðhjólum væru
oft mjög alvarleg og kostuðu þjóðfélagið
mikið. - jr.
13