BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 10
með djúpum skilningi og þeim kærleika, sem kristinn maður á að hafa til náunga síns, sem er samferða okkur á lífsgöngunni, en á við erfiðleika að stríða og óhamingju. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur: 1. Ég neyti ekki áfengis sjálfur og hef ekki gert í nærfellt ellefu ár. Mér hefur lærst að líðan mín bæði andleg og líkamleg er miklum mun betri ef ég ney ti þess ekki. Ég nýt allra krafta minna og hæfi- leika miklu betur án áfengis. Val mitt er því auðvelt. Ég hafna áfenginu. 2. Ég er algerlega andvígur hvers kyns boðum og bönnum varðandi neyslu áfengis. Hver maður verður að vera ábvrgur sjálfur fyrir sinni neyslu. Ég tel hina einu raunverulegu vörn gegn áfengi felast í fræðslu, þann- ig að menn eigi auðveldara með að greina sín eigin vandamál og forðast þau. Fræðslan gegnir líka hlutverki við að eyða fordómum gagnvart fólki sem á við áfeng- isvandamál að stríða. í þessum efnum hafa félagasamtök eins og SÁÁ lyft grettistaki á íslandi. Ég vona að slík starfsemi muni dafna hér áfram og þá helst án þess að verða tekin yfir af ríkisvaldinu. Jón Freyr Þórarinsson, skólastjóri: 1. Það hefur alla tíð verið afstaða mín að hafna áfengum drykkjum. Á unglingsárum velti ég þessu ekki mikið fyrir mér, svo fráleitt þótti mér að fara að drekka áfengi og eiga á hættu að missa ráð og rænu. Það viðhorf mitt hefur ekki breyst. 2. Fræðsla þarf stöðugt að vera í gangi en hún ein og sér nægir ekki á þann hátt sem hún hefur farið fram. Það þarf að breyta viðhorfi fólks til áfengis en það er hægara sagt en gert. Margir virðast ekki gera sér grein fyrir að sleppa megi áfengi við hin ýmsu tækifæri og að þeir eru margir sem vildu vera lausir við áfengið en kunna bara ekki við að láta það í ljós. Fullorðnir þurfa að gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrir- mynd barna og unglinga. Foreldrar ættu að fækka þeim tækifærum sem áfengi er haft um hönd á heimilum. í öllum veislum sem áfengi er í boði á að vera nægilegt framboð af óáfengum drykkjum og framborið í jafnfínum glösum og áfengið. Óþolandi er að þurfa sífellt að sérpanta óáfenga drykki og þurfa svo að bíða í lengri tíma eftir afgreiðslu. Efla þarf framboð af skemmt- unum þar sem áfengi er ekki haft um hönd. Ýmis félög gætu haft forgöngu um slíkt. Jonas Jónasson, útvarpsmaður: 1. Það var öllum ljóst, sem þekktu til mín, að ég var kominn á háskabraut í lífi mínu. Ég var einn af fjörutíu fyrstu Fríport- urunum, og síðan eru 14 ár liðin. Við erum hættir að drekka. Erum ekki með yfirlýsingu um það eða játum einhvern eið um það, að við ætlum aldrei að drekka framar. Ég hefi ekki drukkið í dag í 14 ár. 2. Við ákváðumm að svipta hul- unni af þessu öllu saman og ákváðum að flytja öðrum þennan boðskap vítt og breitt um landið, og upplýsa fólk um eðli þessa sjúkdóms. Fræðsla er það sem gildir, og það verður að byrja strax í skólum á fyrirbyggjandi fræðslu, og þá ekki í formi boða og banna.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.